Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.1951, Qupperneq 18

Freyr - 01.09.1951, Qupperneq 18
286 FREY R landgæði mikil og gott þótti þar undir bú fyrrum. Þeir, sem sauðfjárrækt vilja stunda, geta enn hagnýtt gæði dalsins, því þar vex smjörlauf og annar feitur fjalla- gróður og þar geta ásauðir og lömb safn- að kjöti og mör, eins og verið hefir um alla tíð. En Laxárdalsbændurnir eru margir flutt- ir burt. Byggðin hefir dregizt saman. Land- ið hefir minnkað. Á Laxárbökkum eru þó ennþá bændur, sem búi halda og ávaxta þar sitt pund, yrkja jörð og auka bú og gera landið þar stærra og betra. Þetta hef- ir Hafsteinn bóndi á Njálsstöðum gert, það gera börn þeirra hjóna — vonandi — fjög- ur börn, sem enn eru í skólum til þess að búa sig undir æfistörfin, og það gera bænd- urnir og börn þeirra á hinum bæjunum einnig. Og vel má svo fara, að barnabörn þeirra, eða þá barna-barna-börn fari með plóg og sláttuvél lengra upp í Norðurárdal- inn — eða Laxárdalinn — slétti þar land og nytji sléttu, reisi þar bæ á ný og fjár- hús yfir hjörðina, þar sem nú eru eyðibýli. Þetta skeður þegar síminn verður lagð- ur í Laxárdal og þegar orka frá einhverri virkjuninni verður teymd upp eftir daln- um til afnota fyrir bændurna, sem þá ger- ast frumbyggjar núverandi eyðibyggðar. Þegar toga má hita út úr vírspottum upp í Laxárdal og þegar þræðir verða glóandi og lýsa nýbyggð hús í Norðurárdal, allt að sýslumörkum, þá talar enginn um að erf- iðara sé að búa á þessum slóðum en í Refa- sveitinni eða Langadalnum. Þarna er rýmra um rollurnar og þarna eru kj arngrös meiri en meðfram Blöndu. Og á kjarngrös- um þrífast lömbin. Landgæði eru alltaf upphaf búsældar og landgæði hafa verið þarna alla tíð, eru þar og munu verða. Haf- steinn á Njálsstöðum telur, að býlin hefðu ekki fallið úr byggð ef síminn hefði komið í dalinn þegar íbúarnir óskuðu að fá hann. Þetta er mjög sennilegt. Dalurinn bíður ennþá eftir símanum, en hann bíður líka eftir fólkinu, sem vill nema hann á ný og gera landið þar aftur betra og stærra. Njálsstaðir í Norðurárdal eru ekki víðlend- ari en þegar Hafsteinn kom þangað fyrir 17 árum síðan, en Njálsstaðir eru þó stærri og betri jörð nú en þá. í Norðurárdal og Laxárdal er nóg af grjóti — nóg af stein- um — en þar vantar þó nokkra Hafsteina. Þegar þeir koma munu dalirnir stækka, byggðin þéttast, landið batna og búsæld aukast. G. Vasahandbók bœnda. I>að er engin nýlunda nú á dögum, að bók sé send á markað, en að handbók fyrir bændur sé á boðstóliun hér, má fágætt telja. Bændur annarra þjóða eiga vasa- handbóka völ á hverju ári og nú hefir Búnaðarfélag Is- lands' ákveðið að sjá bændum fyrir vasahandbók árlega. I ár kom hún út í fyrsta sinn. Fimm manna nefnd sat á rökstólum til þess að velja bókinni stærð og efni, en ritstjóri er Olafur Jónsson, ráðunautur. Hefir hann skrifað og safnað miklu af efni hennar, en auk þess hafa fagmenn á sviði landbúnaðarins lagt nokkuð af mörkum. En hvað boðar bók þessi bændunum? Það hafa þeir sjálfir þegar séð. Bókin kom út í 4000 eintökum og er upp seld. Auðvitað flytur hún fróðleik almenns eðlis svo sem yfirlit yfir póst- og símamál, vegalengdir, veður, mál og vog, gengi og rnynt, vexti o. m. fl. og svo það sem sérstaklega varðar bændur, eins og t. d. útdrátt úr búnaðarlöggjöfinni, hagfræðilegt yf- irlit frá vettvangi búskaparins, yfirlit yfir félagskerfið og starfsmenn og stofnanir bændanna, að ógleymdum ritgerðum um ýmiss efni faglegs eðlis. Með öllu þessu er sjálfsagt nokkuð sagt, en þó mætti því við bæta, að eitt og annað gæti komið til álita að birta í svona bók, það, sem hér finnst ekki. Þetta er rit- stjóranum og ritnefndinni vel ljóst og óska því eftir tillögum um það. En áður en það er nefnt, sem hér skal á benda, skal það sagt, að bókin er gefin út sem vasahandbók og geymir því ahnanak, minnisblöð og mörg skýrslu-eyðu- blöð, sem bændum eru nauðsynleg, að minnsta kosti þeim, er ekki færa fullkomnar dagbækur eða búreikn- inga. Þessi blöð ertt öll úr blekföstum pappír og er það gott. F.n sem vasabók er þessi bók í rauninni allt of stór. Að því er snertir lesmálið er hún eiginleg hand-

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.