Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.1951, Qupperneq 19

Freyr - 01.09.1951, Qupperneq 19
FRE7R 287 bók. Á meðan Handbók bcenda er ekki til er ef til vill afsakaniegt að hafa bók þessa svo þykka, orðmarga og dýra, sem raun er á, en til lengdar gengur það ekki að gefa út vasabók í svona formi, enda verður henni ekki upp slitið í vösum manna; efnið geymist þvi árum sam- an og sumt af því fyrnist ekki strax. Það skal því undirstrikað, að næsta bók á að vera orð- færri, en stuttorðar og tölulegar upplýsingar rnega gjarnan koma á hverju ári um flest þau efni, er í henni standa. Niður mega þó falla kaflar eins og „Breyttir tímar krefjast breyttra búnaðarhátta" og þættirnir um „Nýj- ungar í landbúnaði". Aðrir mættu umskrifast og lag- færast rnjög eins og þátturinn um „Heyverkun", og máske fleiri, enda spurning hve margt ætti að strika út eða stytta lil þess að takmarka rúmmálið samtímis og ný efni yrðu með tekin. Ymislegt er það almenns eðlis, sem gagnlegt er og fróðlegt á borð við sumt af því, sem í bókinni stendur. Þar mætti t. d. vera ögn um manntal á Islandi og skipt- ingu í stéttir og þá um leið upplýsingar síðasta mann- tals um aldur, kyn og athafnasvið þeirra, er í sveitun- um búa. Þá væri eðlilegt að meðalverð búvara, og með- alverð helztu neyziuvara á undanförnum árum væri hér með, svo og neyzlumagn á þjóðarþegn. Verðlagsvísi- talan mætti þar standa svo og visitala byggingarkostn- aðar og — í sambandi við byggingar, eða mál og vog — mættu menn geta lesið í bók þessari hvað er einn stand- arður af timbri, því að það vita fáir, en það nafn hevr- ist ekki ósjaldan. Og svo eru það rafmagnsmálin. Raf- magnið er að verða almenningseign, en eðli þess og tækni eru fólki hreinustu galdrar. Hvað er watt, kíló- watt, amper, volt, obm, riðstraumur, rakstraumur? Hve niikla orku þarf straujárn, útvarpstæki, hrærivél, ísskáp- ur og eldavél. Hvert er samband orkutegunda (hestafl og kílówatt) o. m. fl.? Allt þetta varðar marga bændur og húsfreyjur nú þeg- ar og miklu fleiri á komandi árum. Ymislegt fleira tæknilegs eðlis mætti gjarnan koma í stuttu yfirliti i Vasahandbók bænda. Svo er það annað, er varðar bændur sérstaklega og sem birta mætti til athugunar. Þar til má nefna tneðal- afköst ntanna og véla við ýmiss bústörf. Rannsóknir um þessi efni hafa verið gerðar erlendis og nota má tölur þaðan. Þá mætti gjarnan birta útdrátt úr reglum um notkun dráttarvéla, aðalatriði umferðareglnanita, eink- um vegna þeirra sem eiga bíla, og svo væri vel viðeig- andi að hafa skrá yfir friðun fugla. Allt þetta fyllir rúm — mikið rúm — svo ekki skal fleira talið, því auðsætt rná vera, að þessar tillögur miða ekki að styttingu eða rýrnun næstu Vasahandbók- ar. Almennu töflurnar og eyðublöðin eiga að vera þar, almanakið og minnisblöðin einnig — það síðastnefnda fyrst og fremst. Bókin verður mótuð við hæfi bænda, það er víst, en það tekur tíma. Hinsvegar má segja, að í hina fyrstu bók af þessu tagi hafi tekizt að safna ótrúlega miklu efni og móta það á viðunandi hátt á skömmum tíma. Einn galli er þó á og hann er sá, að tölulegar niður- stöður íslenzkra rannsókna og tilrauna vantar, en að því getur hvorki nefndin né ritstjórinn gert. Þær tölur eru enn geymdar í óunnum skýrslum búfjár- og jarðræktar- tilraunanna. Vonandi koma þær síðar. Frágangur Vasahandbókarinnar er að minnsta kosti eins góður og annars staðar viðgengst um hliðstæð rit, og telja má að vel sé af stað farið af hendi bæði útgef- enda og ritstjóra. Gróðurhúsabókin rit Garðyrkjufélags Islands, er nýlega komin út. Rit- nefnd hennar skipuðu: Einar I. Siggeirsson, Halldór 0. Jónsson og Ingólfur Davíðsson. Eiga þeir allir ritgerðir í bókinni og auk þeirra Þráinn Sigurðsson og Jón H. Björnsson. Ritgerðirnar fjalla um gúrkur, melónur, tómata, blóm o. fl. Bókin er 107 síður tölusettar, með myndum. Noregsför bœnda. Þórarinn Helgason, fyrrv. bóndi í Þykkvabæ, var meðal þeirra, sem tóku þátt í bændaförinni til Noregs sumarið 1948. Nú hefir hann skrifað 100 síða bók, myndum prýdda, um för þessa en Helgafell hefir gefið hana út. I formála getur höfundur þess, að hún sé að nokkru sniðin upp úr minnisblöðum nafngreindra aðila, er einnig tóku þátt í þessari för, en að öðru leyti byggð á eigin dagbók og svo að sjálfsögðu ályktanir dregnar. Skipa verður bók þessari í flokk með ferðasögum því að það er hún miklu fremur en um búskap og búsafkomu. Bók, ánægjuleg sem Iestrarefni, stráð búskaparlegum hugleiðingum, sem má- ske gæti hvort tveggja, vakið einhverja til umhugsunar um starf sitt og stétt og hvatt aðra til þess að víkka sjóndeildarhringinn.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.