Freyr - 01.09.1951, Síða 20
288
FREYR
JÓNÍNA S. LÍNDAL:
H úsmæðraþáttur
Nútíma húsfreyja
(Útvarpserindi, flult d bœndavikunni 194S. — Hér
nokkuð stytt).
Þær cru svo margar, ungu stúlkurnar, sem yfirgefa
sveitina, að til vandræða horfir, og einmitt þess vegna
liggur við auðn íslenzkra sveita.
Öllum, sem hlotnast hefir það að alazt upp á góðu
heimili, hjá góðum foreldrum, þykir vænt um heimil-
ið sitt. Þó að unglingarnir yfirgefi heimilin, til þess að
reyna krafta sína og afla sér lærdóms og þroska,
lifir þó í huga þeirra ósk um það að stofna sjálfstætt
heimili og gera það að yndælum samastað fyrir sig og
sína. Það eru þessi heimili, sem lifa í hugum unga
fólksins, sem við væntum mikils af í framtíðinni.
Sveitaheimilin höfðu, og hafa ennþá, sérstakar að-
stæður til að binda unglingana traustum böndum.
Fyrst og fremst mega þau lrafa börnin óskipt til 10 ára
aldurs, þegar þau eru skólaskyld. Það þarf ekki að
senda þau í sveit eða á barnaheimili á sumrin eins og
í borginni, til að forða þeim frá götunni og gefa þeim
tækifæri til að hreyfa sig óáreitt í hreinu lofti.
Sveitabörnin læra svo undra -fljót að hjálpa til við alls-
konar störf, sem eru svo fjölþætt í sveitinni. Einkum
hafa þau flest yndi af að vera með skepnum og um-
gangast þær og koma þar fljótt til hjálpar. Þetta er
börnunum fyrst leikur, en verður síðar að vinnu og
starfi, sem kemur fljótt að gagni á heimilunum.
Skemmtilegast er að geta kennt eða látið kenna börn-
um stnum heima til 14 ára aldurs, en það er nú eitt af
því, sem verður ómögulegt í fólksfæðinni. Ég minnist
með gleði þeirra dýrðlegu stunda þegar ég var að kenna
börnum mínum og finnst alltaf mikið til þeirra mæðra
koma, sem geta kennt þeim og leiðbeint sem lengst.
Það er skemmtilegt í sveitinni og lífið fjölbreytt,
alltaf skipt um störf eftir árstíðum. Það eru sérstök störf
á vorin, önnur á sumrin, þriðju á haustin og síðan
koma vetrarstörfin. Það eru skemmtanir sem náttúran
sjálf skapar. Er ekki indælt að líta út, eftir snjóa og
kuldatíð, þegar vorið kemur og hlýnar í lofti, þegar
lækirnir þeysa áfram og brjóta hverja snjóbrúna á fæt-
ur annarri? Kolmórauðir þjóta þeir áfram, fullir af
gróðurmold, sem þeir færa út um bakka sína og þá
dettur mér í hug vísan:
Vorvindar glaðir, glettnir og liraðir
geysast um lundinn, rétt eins og börn.
Lækirnir skoppa, hjala og hoppa,
hvíld er þeim nóg við sæ eða tjöm.
Eða vormorgnarnir fögru, þegar sólin gægist inn um
gluggann og margraddaður fuglasöngur hljómar.
Það kom kona til mín úr Reykjavík; hún var þar upp
alin. Hún sagði við mig einn morgun: Nú heyrði ég það,
sem ég hefi aldrei heyrt; það voru svanir að syngja.
Þeir sungu svo mikið á tjörninni í morgun. Það var
indælt að vakna við þann söng; ég heyrði hann inn um
gluggann minn.
Eða að fara snemma á fætur á fögrum vormorgni, líta
yfir gróið tún, engi og garða, allt í blóma og allt í eig-
in eign, sjá ærnar liggja með lömbin sín eða þau leika
sér í kring urn mömmu sína, ef þau eru vöknuð. — Fal-
legust og skemmtilegust af ungviðinu eru þó alltaf, í
mínum augum, folöldin; þeirra leikir eru svo fjörlegir
og skemmtilegir. Það verður allt svo unaðslegt umhverf-
is íslenzka hestinn.
Sveitabóndinn er framleiðandi. Hann framleiðir
rnjólk, kjöt og ull; sumir garðamat og egg. Venjulega
vinna bæði hjónin að framleiðslunni. Ef samstarf þeirra
er gott og þau samhent við störfin fer allt vel. Verka-
skipting þeirra er ekki svo glögg eins og hjá bæjarbúum,
þar sem maðurinn vinnur úti og konan sinnir heimilis-
störfunum. Þegar börnin komast á legg læra þau undra
fljótt að hjálpa til við störfin og þroskast á þann hátt
inikið fyrr en bæjarbörnin. Þetta samstarf foreldra og
barna er sérlega skemmtilegt, einkum þar sem foreldr-
arnir eru skilningsnæmir á eðli barnanna. Starfsþrá
barnanna og hugmyndalíf fær að njóta sín og það
myndast sterk kærleiksbönd milli foreldra og barna. Það
er öðruvísi í borginni þar sem börnin verða, strax og
þau geta, að sækja atvinnu út af heimilinu og heimilið
verður oft fljótt aðeins staður til að matast og sofa.
Þá hefir unga konan í sveitinni sérstaklega góða að-
stöðu hvað börnin snertir. Flún hefir gott næði fyrir
barnavagninn sinn og grindina, fyrir sunnan húsið, og
þegar þau fara að stálpast, getur hún verið áhyggju-
laus þó hún láti þau út, fyrst í grind og síðar geta þau
vappað um túnið.
Ein vinkona mín skrifaði mér í vetur; hún á þrjú
stálpuð börn: Ég sé ekki börnin allan daginn; þau koina
fyrst inn í rökkrinu. Hún gat verið áhyggjulaus um þau
úti.' Þessi börn eru svo lítil, að hún hefði ekki verið
áhyggjulaus í borginni.