Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1951, Síða 22

Freyr - 01.09.1951, Síða 22
290 F R E Y R J. C. Andersen heitir maður einn. Hann er danskur og er fram- kvæmdastjóri fræræktarsambands dönsku búnaðarfélag- anna. X sumar var Andersen á ferð hér á landi tii þess að kynna sér skilyrði og ræktun, sérstaklega með tilliti til hvaða stofnar fræs rnundu heppilegastir til notkunar hér, en fræræktarsamband dönsku búnaðarfélagantra hefir á síðustu árum haft nokkur yiðskipti við ísland og fara þau í vöxt. Er því eigi að ófyrirsynju að eitthvað sé gert til þess að athuga þessi efni, en með sívaxandi frænotkun er það stórkostlegt fjárhagsspursmál að unnið sé á heil- brigðum grundvelli. Taldi framkvæmdastjórinn eðlilegt og sjáifsagt, að stofnanir þær, er annast fræverzlun hér, hafi fagmanni á að skipa sem leiðbeinanda og athug- anda um árangur fræsins, en fyrir löngu er málum þessum skipaður fastur sess meðal grannþjóða okkar. Um þetta efni mun FREYR ræða síðar. Gabrit heitir tjörukennt efni eitt, sem nýkomið er hingað til lands og nota skal til þess að tjarga steinsteypta veggi og verja þá gegn áhrifum sýru og raka. Er efni þetta sérstaklega tilbúið til þess að sýruverja votheyshlöður innan og gera þær endingargóðar, en sýra sem mynd- ast í votheyi, getur 'á fáum árum eyðilagt veggina ef ekki er fyrirbyggt. Gabrit hefir verið þrautprófað sérstaklega í þessum tilgangi og reynzt öllum öðrum hliðstæðum efnum betra. Ekki þarf að hita það þegar því er smurt á vegg- ina. Kaupfélögin munu geta útvegað bændum þetta efni. Frostnœtur komu nokkrar fyrir miðjan ágúst, einkum norðan- lands, og ollu miklum skemmdum á kartöflukáli. Einnig sunnanlands hafa kálskemmdir orðið á þennan hátt, en eigi til saka er þetta blað FREYS var í smíðum, siðast í ágúst. Þurrkar hafa í sumar verið óvenju miklir sunnanlands, svo að afleiðinga þeirra gætir víða. Vatnsþrot er bæði í brunnum og lækjum, jarðargróður skrælnandi, meira að segja kartöflugras, sem víða var visnað á blettum í görðum um 20. ágúst, vegna þurrka. Er háarspretta mjög rýr og sums staðar engin syðra, af þessum sökum. Nyrðra eru á sama tíma kuldar og þokur með súld. Klaki var óvenju lengi í jörð á þessu sumri. Um miðjan júlí varð klaka víða vart í ruðningum úr skurðgröfugröfn- um skurðum, og þ. 10. ágúst hafði Freyr fregnir af því, að jarðýta var að dreifa ruðningi í Laugardal og kom þann dag stórt klakastykki fyrir tönnina. Kjötiðnaðarnámskeið hófst í Reykjavík mánudaginn þ. 20. ágúst. Var það haldið að tilhlutun Framleiðsluráðs landbúnaðarins og tveir danskir sérfræðingar fengnir til þess að kenna slátrun og kjötiðnað. Þátttakendur i kjötiðnaðarnám- skeiðinu voru um 20, en slátraranámskeiðið sóttu 15 manns. Sumarslátrun hófst í þetta sinn mánudaginn þ. 20. ágúst. The Agricultural Situation heitir rit, sem stjórn U.S.A. gefur út. Það upplýsir, að 28—33% af bygguppskeru Bandarikjanna sé notað til öl- gerðar og þar að auki 22—26% af rúgnum. Ennfremur er frá því sagt, að af hverju hundraði bænda hafi 40 síma. Af þessum hóp er helmingur með 8 eða fleiri bændur á sömu línu en aðeins S af hundraði hafa sjálfstæða línu. Útgefendur: Búnaðarfélag íslands og Stéttarsamband bænda. — Útgáfunefnd: Einar Ólafsson, Pálmi Einarsson, Steingr. Steinþórsson. — Ritstjóri: Gisli Kristjánsson. — Ritstjórn, afgreiðsla og innheimta: Lækjarg. 14 B, Reykjavík. Pósth. 1023. Sími 1957. BÚNAÐARBLAÐ Prentsmiðjan Edda h.f.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.