Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2005, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2005, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 22. JÚU2005 Fréttír 30V Jóhann Garðar Ólafsson er samviskusamur og hörkudug- legur starfskraftur. Hann þyk- ir skemmtilegur með meiru ásamt þvl að teljast einstak- lega listrænn. Jóhann er þverhaus sem getur áttí erfiðleikum með mannleg samskipti. Hann þykir fljótur upp en einnig fljótur niður. Hann fékk aldrei að taka þátt í spurn- ingakeppni framhaldsskól- anna. „Helstu kostir hans eru kannski þeir að hann er mjög duglegur. Það má svo bæta því við að drengurinn er mjög list- rænn. Hann er náttúrulega mjög samviskusamur sem er ótvlræður kostur. Mér dettur nú ekkert annað íhugí fljótu bragði. Efvið færum okkuryfir I gallana erþað nú augljóst. Hann er þverhaus, þverhaus og afturþverhaus. Annað var það nú ekki.“ Jón Axel Ótafsson, bróðirJóhanns „Kostir hans eru þeir að hann er einn afmínum betri vinum. Hann er svona einn afþessum mönnum sem gott er að þekkja. Annar kostur er sá að hann hefur skemmtilegt áhuga- mál sem að er að sjálfsögðu golf. Hann er góður starfskraft- ur og meiri háttar duglegur. Hann er líka yfirleitt bóngóður. Ókostirnir eru þeir aðhann er oft fljótur upp enn hann líka fljótur niður. Hann getur líka verið erfiður I mannlegum sam- skiptum.“ Sigvaldi Kaldalóns, samstarfsmaður á FM 957. „Kostir hans er þeir að hann er einstaklega upp með sjálfum sér og skemmtilegur fram eftir öllu. Hann er á uppleið á framabrautinni. Þaö er svolltil saga á bak við helsta gallann hans. Þaö er þannig að hann langaði alltafaö taka þátt í spurningakeppni framhalds- skólanna en fékk það aldrei. Þess vegna spyr hann alltof margra spurninga. Það er eins og hann haldi að llfiö sé spurn- ingakeppni. Þröstur Gestsson, vinur og Bílasali. Jóhann Garöar ólafsson, oft nefndur Gassi í Zúúber, er fæddur þann 21 april áriö 1977 og er því 28 ára. Hann hefur undanfariö getiö sér gott orö sem símahrekkjalómur í útvarpsþættinum Zúúber á FM 957. Trampólínslys í Keflavík Laust eftir klukk- an tíu á miðviku- dagskvöld var lög- regla og sjúkrabíll kölluð að íbúðar- húsi í Keflavík. í bakgarði hússins hafði tólf ára dreng- ur slasast við leik á trampólíni. Leik- tækið var búið ör- yggisneti en pilturinn féll um gat sem var á því og kom harkalega niður á steypta stétt. Pilturinn hljóp þá inn í húsið og missti þar meðvitund. Hann var fluttur á Landspítala-Háskóla- sjúkrahús. Að sögn lögregl- unnar í Keflavík er þetta fyrsta slys þessarar tegundar þar í bæ. Utanríkisráðherra ætlar að opna sendiráð á Indlandi. Nýja sendiráðið verður það 16. sem ísland heldur úti viðsvegar um heim. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaðurinn við sendiráðin i ár nemi 1,7 milljarði. Illugi Gunnarsson, að- stoðarmaður utanríkisráðherra, segir sendiráðin nauðsynleg Kaupmannahöfn, opnað 1920 62.830.000 krónur tmtt: BimnuaS fyrir viðskiptahagsmuni íslands. Skattgreiðendur munu þurfa að standa straum af nýju sendiráði ef áætlanir utanríkisráðherra ná fram að ganga. Heildarkostnaður við sendi- ráðin í fyrra var rúmur milljarður. Nú á enn eitt sendiráðið að bætast við, á Indlandi, og mun kostnaðurinn því enn halda áfram að aukast. Utanríkisráðherra mun setja á fót sendiráð á Indlandi, og bætist það í hóp fimmtán íslenskra sendiráða sem Utanríkisþjónustan rekur nú þegar. Starfsemi sendiráða er einn stærsti kostnaðarliður Utanríkisþjónustunn- ar, en gert er ráð fyrir kostnaði upp á 1.696.300.000 krónur í ár. Við þá tölu mun væntanlega bætast kostnaður vegna sendiráðs á Indlandi. Milljónir í sendiráð Umtalsverða fjármuni þarf til að koma á fót sendiráði ef fyrri dæmi eru skoðuð. Nýjasta sendiráði íslands, í Japan, var komið á fót árið 2001, og kostaði 800 milljónir króna. Mesti kostnaðurinn var við kaup á húsnæði undir starfsemina auk sendiherrabú- staðar. Á síðasta ári var 300 milljónum varið í að standa straum af kostnaði við byggingu sendiherrabústaðar í Berlín. Þetta var umdeild ákvörðun vegna þess að hægt hefði verið að kaupa hús fyrir mun lægri upphæð. DV rannsakaði málið á sínum tfma og komst að því að hægt hefði verið að kaupa samskonar eign á 95 milljónir, í sama hverfi. Kostnaðaráætlun ekki til Utanríkisráðuneytið hefur ekki enn gert kostnaðaráætlun fyrir fyrirhugað sendiráð. Ef miðað er við rekstrar- kostnað annarra sendiráða árið 2003 má gera ráð fyrir að kostnaður við rekstur hlaupi á bilinu 22-110 milljón- um, allt eftir umfangi starfseminnar. Til glöggvunar má nefna að sendiráðið f Kína kostaði 72,6 milljónir í rekstri árið 2003. Kína og Indland eru tvö fjöl- mennustu ríki heims, með yfir milljarð íbúa hvort um sig. saevar@dv.is London, opnað 1940 84.898.000 krónur Sendiráðum fjölgar Stefnt er að nýju sendiráði á Indlandi. Ottawa, opnað 2001 57.238.000 krónur Umtalsverður kostnaður Gert ráð fyrir 1,7 mitijörðum í rekstur sendiráða iár. Washington, opnað 1941 86.064.000 krónur „Það eru ýmis slík atriði sem þarfað fara yfir áður en menn geta séð hver áætlaður kostnaður verður." Skráningu sumarbústaða ábótavant Öryggið er í höndum eigenda „Þessi númer geta skipt sköpum þegar mannsh'f er í húfi," segir Þórhall- ur Ólafsson, forstöðumaður Neyðarlín- unnar. Aðeins helmingur sumarbú- staðaeigenda á íslandi er með svoköll- uð öryggisnúmer á bústöðum sínum. Þau númer skipta miklu máli fyrir björgunaraðila þegar neyðarástand skapast í dreifbýli. Verkefni í tengslum við númera- skráningu fór af stað fyrir nokkmm árum en eigendur sumarbústaða virð- ast margir hveijir ekki kippa sér upp við nauðsyn þess að hafa þau, þrátt fyrir að það auðveldi björgunaraðilum vinn- una með því að hægt sé að leiðbeina þeim beint á staðina í stað þess að eyða tímanum í leit að ákveðnum bú- stöðum. „Ef til dæmis. eldsvoði kemur upp í sumarbústað og menn vita ekki hver eigandinn er vegna númersleysis þá getur verið býsna slungið að vinna að málinu." Þórhallur Ólafsson Forstöðumaður Neyð- arlinunnar segir öryggi i höndum eigenda. Þórhallur segir það alfarið í hönd- um sumarhúsaeigenda að skrá bústaði sína. „Öryggið er í þeirra höndum," segir hann. Neyðarlínan skráir hnit bústaða í Sumarbú staður Helmingur sumarbústaða á landinu er ekki með öryggisnúmer til að auðvelda vinnu björgunar aðila. Myndin tengist ekki fréttinni. tölvukerfi sitt og er einnig hægt að skrá upplýsingar um veikindi eða sjúkdóma í hverjum bústað. Þórhallur segir það eitt geta skipt sköpum við björgun. „Það eina sem fólk þarf að gera er að panta númer og við skráum það,“ segir Þórhallur. Einnig segir hann að sveita- félögin eigi að koma sér upp eigenda- skrá og staðsetningu á öllum bústöð- um og að stjómvöld ættu að setja regl- ur um þetta málefni. gudmundur@dv.is Frjálshyggju- félagið vill forsetann frá Fijálshyggjufélagið hefur skilað inn erindi til stjórnarskrámefridar vegna fyrirhugaðra stjómarskrár- breytinga. Meðal hugmynda og at- hugasemda sem félagið setur á odd- inn em tillögur þess efnis að embætti forseta íslands verði lagt niður og þær stjómskipulegu skyld- ur sem hvíldu á embættinu verði faldar forseta Alþingis, forsætisráð- herra eða forseta Hæsta- réttar. Gunnlaugur Jónsson er formað- ur Frjálshyggjufé- lagsins og sonur Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttardómara sem hefur sett fram svipaðar hugmyndir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.