Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2005, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2005, Page 31
V DV Fazmo fara að slást löglega „Það eru einhverjar reglur fyrir „grappling" á fazmo-síðunni,“ seg- ir Ingvar Þór, einn af Fazmo- mönnunum, en þeir hafa tekið slagsmálin sín af götunni og fært þau inn í íþróttasal. „Grappling" mætti kalla glímutök upp á íslensku og það sem er stundað er svo kölluð uppgjafarglíma. Þá glíma tveir einstaklingar á gólfinu með það að takmarki að skella hinum í lás eða kyrkingu og alveg er bannað að kýla, sparka, bíta og klóra. Þeir staðir sem hafa kennt svonefnda gólfglímu á íslandi eru helst júdófélögin og svo brasiliskt jiu jitsu. „Það er myndskeið á síð- unni af Halla-í Fazmo að glíma við Snævar fyrrverandi íslandsmeist- ara í júdó og rúmlega 3000 manns hafa náð í það á einni viku,“ segir Ingvar og efast ekki um hversu vinsæl glíman geti orðið. Mynd- böndin sem birtast á Fazmo er fag- lega unnin, en þar er hægt að sjá klipptar útgáfur og óklipptar. „Það verður ekkert bara Halli sem á að glíma heldur allir sem vilja,“ segir Ingvar en á dagskrá á næstunni eru ýmsar glímur. „í haust ætlum Ætla að stunda glímuna. við svo að halda mót, reyna að hafa verðlaun og svona,“ en unnið er að því að stofna samtök í kring- um þetta sem viðurkennd yrðu af ÍSÍ. Ingvar bendir öllum þeim sem vilja koma að glíma eða læra meira um þetta að senda sér eða Halla tölvupóst á ingvar@fazmo.is eða hallli@fazmo.is. Leikkonan Arnbjörg Hlíf Dóttir bankastjórans syrgir föður sinn sem lést í hræðilegu flugslysi. ar ->

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.