Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.02.1922, Blaðsíða 6

Símablaðið - 01.02.1922, Blaðsíða 6
2 SÍMABLAÐIÐ Aðalfundur í Félagi ísl. símamaDiia var haldinn þriðjudaginn 7. febrúar 1922 í Iðnó. Fundinn setti form. félagsins, Gunnar Schram, en stakk upp á Friðbirni Að- alsteinssyni sem fundarstjóra, og var það samþykt. Pá var Iesin upp fundargerð síðasta fundar og hún samþykt. Sömuleiðis fundargerð frá stjórnarfundi og í öðru lagi frá sameiginlegum fundi póst- og símafélagsstjórnanna. Á þeim fundi hafði verið rætt um samvinnu milli þessara tveggja félaga, til að fá lögum um Líf- eyrissjóð embættismanna breytt, og hafði þar verið ákveðið, að halda sameigin- legan fund í félögunum til að ræða um Lífeyrissjóðinn. Því næst las form. upp umboð frá 21 félaga utan af landi, til að fara með atkvæði þeirra á aðalfundi. I. mál á dagskrá. Starfsemi fél. á síð- asta ári. Fór form. nokkrum orðum um hana. Taldi hann félagslifið á árinu betra en nokkru sinni áður, og að ýmsu leyti merkilegra. Félagið hefði haft mörg þýðingarmikil mál á dagskrá, svo sem stundatöflumálið, sumarleyfin, Lifeyris- sjóðinn o. fl. Starfsemi fél. í þessum málum væri að vísu ekki farin að bera sýnilegan árangur í öðru en því, að fé- lagið hefði orðið samfeldari heild. En seinna meir myndi það koma enn betur í ljós, að sérstaklega stundatöflumálið hefði gert fél. ómetanlegt gagn. Ennfremur hefði félagið haldið marga skemtifundi á árinu, sem hefðu átt góð- an þátt í því, að glæða félagsskapinn. Sagðist hann óhikað líta björtum augum á framtíð félagsins. Þá skýrði gjaldkeri frá fjárhag félags- ins. Tekjur á árinu höfðu orðið kr. 1205.06, þar af í sjóði frá f. á. (1920) kr. 661.00. Gjöld fél. á árinu 1921 voru samtals kr. 689.39. Þar á meðal greiddar eftir- stöðvar af gömlu láni frá landssímanum, kr. 321.02, og styrkur til Elektrons, kr. 150.00. í sjóði við árslok 1921 voru þá kr. 515.67, en auk þess kvað hann tals- vert af árstillögum félagsmanna ógreidd ennþá. II. Lagabreyting. Viggó Snorrason hafði lagt svohljóðandi tillögu um breyt- ingu á 7. gr. félagslaganna fyrir fundinn: »1. málsgrein 7. gr. félagslaganna hljóði svo: í stjórn félagsins skulu vera 5 menn: form., gjaldkeri, ritari og 2 með- stjórnendur.« Var þessi lagabreyting samþ. með öllum gr. atkv. III. Kosningar. Þá var kosið í stjórn, og hlutu þessi kosningu: Form. Gunnar Schram, Andrés G. Þormar, HaHgrímur Matthíasson, Ásta Jónsdóttir og Kristín Sigurðardóttir. í varastjórn voru kosnir Sig. Dahl- mann og Snorri Arnar. Endurskoðendur reikninganna Snorri Arnar og Viggó Snorrason. í fulltrúaráð starfsmanna ríkisins: Gísli J. Ólafson, Gunnar Schram, Andrés G. Þormar, Hallgr. Matthíasson og Friðbjörn Aðalsteinsson. Ritstj. Símablaðsins: Gunnar Schram,. Snorri Arnar og Andrés G. Rormar. ÍV. Elektron. Ritstjórinn skýrði frá því, að fjárhagslegur halli myndi ekki verða á rekstri blaðsins, þrátt fyrir það hve pappír og prentun væri ennþá dýr, og lagði hann til, að blaðið kæmi út annan hvern mánuð framvegis. Var þá rætt um breytingu á nafni blaðsins. Voru allir sammála um það* að núverandi nafn væri óhæft lengur.; Margir stæðu í þeirri meiningu, vegpa

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.