Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.02.1922, Blaðsíða 15

Símablaðið - 01.02.1922, Blaðsíða 15
SÍMABLAÐIÐ 11 lsland, en hefir síðar verið notaður nokkuð, bæði í Noregi og Danmörku, Aðalkostur hans er sá, að með honum er ekki hægt að setja skakt. Auk þess er hann bæði mjög einfaldur og traustur. Sveifin getur aðeins verið sett á fimm vegu og hvergi þar á milli. Hringingu fær stöðin i öllum setningum sveifarinnar, nema miðsetningunni, þá er stöðin útilokuð frá línunni. Enda þótt þessi skiftari hafi reynst vel um margra ára skeið á flestum þeim stöðvum, sem hafa ver- ið útbúnar með honum, hefir reynslan samt leitt í ljós ýmsa smágalla, sem loða við hann. Á stöðv- um, þar sem mikill raki er á vetrum, hefir hann endst illa, og auk þess er sá galli á honum, að óviðkomandi menn geta átt við hann og breytt setningu hans, sett lín- una inn eða út, eða gert eitthvert ógagn. Var þvi fyrir nokkrum árum tekið að reyna hér þá tegund línuskiftis, sem notuð er í Noregi (No. 2). í honum eru hér um bil sömu línusetningarn- ar og í íslandsskiftinum, en sá er munurinn, að í þessum eru þær gerðsr með töppum (í stað sveif- arinnar). Skiftir þessi er skáplagður og er hægt að aflæsa honum, svo að óviðkomandi menn komist síður í hann. En hann hefir heldur ekki staðist raunina, einkum hefir töppunum hætt við að bila. Að fenginni þessari reynzlu, hefir nú verið gerður nýr skiftir (No. 3), sem er smíðaður á vinnustofu landssimans í í Rvik. Auk þeirra fimm setninga skift- arans, sem til eru á No. 1 og 2, sem sé: I. Linan fram hjá — stöðin lokuð II. — — — — áhaídið inni á línunni. III. — — — — aukabjallan inn| á lipunnr.

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.