Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.02.1922, Blaðsíða 16

Símablaðið - 01.02.1922, Blaðsíða 16
12 SÍMABLAÐIÐ IV. Línan skift — L1 við áhaldið, L* við aukabj. V. — — — L2 við áhaldið, L1 við aukabj. þá er þessi nýi skiftir útbúinn með tveim nýjum setningum, sem ætlaðar eru vegna línurannsókna, sem sé: VI. Linan rofin til beggja handa. VII. Línan sveifluð til beggja handa. Setningarnar fara fram með þrýsti- hnöppum, sem geta eftir vild verið þann- ig, að þeir stöðvist inni eða hrökkvi út aftur, þegar þeim er slept. Hnapparnir fyrir tvær siðasttöldu setningarnar eru ávalt þannig, að þeir hrökkva út sjálf- krafa um leið og þeim er slept. Hnapparnir, neðstu í röðinni, sem eru fyrir áhaldið og aukabjölluna, eru ávalt þannig, að þeir staðnæmast. Hnappar þeir, sem skifta línunni (þeir eru í miðjunni), geta verið útbúnir á hvorn hátt sem er, eftir vild. Á stöðv- um, er hafa lítil símaviðskifti, verða hafðir hnappar sem hrökkva til baka, en á stærri stöðvum verða notaðir hnappar, sem staðnæmast inni. Skiftitæki þetta er búið til úr 3/i þuml. þykku mahogni. Til þess að verja þræð- ina, er liggja frá skrúfunum efst á skifti- tækinu og niður í fjaðraskiftarana, eru skrúfaðar tréplötur aftan á bakið, bæði að ofan og ueðan, svo að um miðjuna verður áhaldið laust við vegginn. Áhald- ið er aflæst og fylgja því tveir lyklar. Hnapparnir eru festir á mahogniplötu, sem er tylt með 4 koparskrúfum, og má, með því að taka þá plötu út, hæg- lega komast að öllu verki skiftisins, ef viðgerðar skyldi þurfa. Á þennan hátt er einnig mjög hægt að eftirlíta skifti- tækið, án þess að taka það niður af veggnum. Stöðvarstjórum, sem fá þessa gerð skiftitækja, mun verða fyrirskipað að hafa þau ávalt aflæst þær stundir, sem stöðin á ekki að vera opin, til þess að varna óviðkomandi mönnum að eiga við þau, og einnig til þess að vernda þau frekar fyrir raka. Eins og drepið var á, eru átta skrúfur utan á skiftitækinu að ofan, sem eru til þess að tengja það við línur og áhöld. Skrúfurnar tvær, sem eru lengst til vinstri, eru fyrir línu nr. 1 (þá sem kemur frá gæslustöðinni), og þær næstu fyrir línu nr. 2. Næstu tvær eru fyrir aukabjölluna og þær, sem eru hægra megin, eru fyrir talsímatæki stöðvar- inDar. Taugakerfi skiftitækisins og notkun þess skýrir meðfylgjandi teikning. Umburðarbréf frá landsímastjóranum. */i, nr. 1. Stöðvarstjórinn R., ís., A., Sf. Auglýsið eftirfarandi á stöð yðar: Varðstjórastaða við ritsímann í Reykja- vík er laus til umsóknar. Laun samkv. launalögunum. Umsóknir sendist lands- símastjóra fyrir 8. þ. m. 17/i, nr. 2. Frá og með deginum á morgun, 18. janúar, verður landsíma- stöðin á Varmá 1. fl. B. 24/i, nr. 3. Stöðvarstjórinn R., ís., A. og Sf. Auglýsið á stöð yðar eftirfarandi: Símritarastaða á ísafirði er laus til um- sóknar. Umsóknir sendist landssímastj. fyrir fimtudagskvöld, 26. þ. m. Áf ýmsnin ástæönm hefir útkoma þessa tölublaðs tafist mjög, en blaðið mun fram- vegis koma út reglulega, annan hvern mánuð. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.