Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.02.1922, Blaðsíða 13

Símablaðið - 01.02.1922, Blaðsíða 13
S í M A B L A Ð I Ð 9 Áður en Hnurnar koma inn í þessa miðstöð, Hggja þær í sérstakt skiftiborð, sem kallað er »Stumfordeler« eða þögla borðið. Er það líkt og vanalegt skifti- borð, að öðru leyti en því, að stúlkurn- ar, sem við það vinna, nota engan talsíma. Þegar einhver hringir upp landssím- ann, lýsir lampi í þögla borðinu, og setur þá símastúlkan þann notanda undir eins í samband við eitthvert borðið í miðstöðinni, og þar er honum þá fyrst svarað. Þögla borðið er notað til þess að skifta vinnunni jafnt milli stúlknanna í miðstöðinni, því ofl á tíðum hringja margir upp í einu, en stúlkurnar við þögla borðið sjá strax hvar minst er að gera og gefa þá samband þangað. Þetta er mjög golt fyrirkomulag, því á þennan hátt er nokkurn vegin hægt að skifta vinnunni jafnt milli símastúlkn- anna og fyrir bragðið þurfa notendurnir sjaldan að bíða nokkuð, eflir að þeim sé svarað. Þögla borðið er í miklu uppáhaldi bjá simastúlkunum, því þó þeim sé flestum liðugt um málbeinið, þykir þeim þægilegt að geta unnið þegjandi einstaka sinnurn. Við hlið miðstöðvarherbegisins er stór salur og er langlínuborðunum þar fyrir komið, og fer afgreiðsla samtalanna þar fram. Þaðan liggja línur út uin alla Danmörku, og ennfremur hefir landssím- inn beint talsímasamband við helstu borgir nágrannalandanna, t. d. Kristi- aniu, Stockholm, Hamborg, Berlín o. s, frv. Yíir dönsku sundin hafa síðustu árin verið lagðir margir og ágætir sæ- simar, svo að samtöl við nágranna- löndin heyrast eins vel og innanbæjar- samtöl. Eins og gefur að skilja, eru útlanda- línurnar mjög dýrar, og er því um að gera að nota þær eins mikið og hægt er. Þar sem því hefir verið við komið, hafa verið settar upp huldulínur. Pannig eru t. d. 3 talsímasambönd á 2 línum til Berlin og þar að auki eitt ritsíma- samband. Ritsímasambandið er notað til að senda á því allar talsímapantanir milli stöðvanna, og ennfremur alt það, er við kemur afgreiðslunni. Á þennan hátt er hægt að nota allar línurnar stöðugt undir samtöl, því um leið og eitt samtal fer fram, koma stöðvarnar sér saman um, með ritsímanum, hvaða samtal skuli afgreiðast næst, og líða því sjaldan nema nokkrar sekúndur milli samtal- anna, því vanalegast er meira en nóg að gera á þessum línum. Má viða nota ritsímann meira í þarfir talsímans en gert er, og vil eg skjóta því til stöðvarstjóra landssímans, að athuga, hvort það geti ekki oft orðið timasparnaður, að senda talsímatilkynn ingar með ritsímanum, og það annað, sem afgreiðslunni viðkemur. (Frh.) Bókasafn F. í. S. Landssímastjórinn hefir tilkynt stjórn félagsins, að það fengi til umráða eitt herbergi undir bókasafnið, þegar lokið væri breytingu stöðvarhússins. Herbergið verður á þriðju hæð, og er nægilega stórt fyrir bókasafnið og lesstofu, og mun það verða gert sem vistiegast, svo að símamenn noti það fremur.

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.