Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.02.1922, Blaðsíða 14

Símablaðið - 01.02.1922, Blaðsíða 14
 10 SÍMABLAÐIÐ Mentun símamanna. Frá Alþingi. v í Elektron heflr undanfarið verið nokknð ritað um það, hvernig lands- síminn gæti með hægasta móti hjálpað starfsfólki símans til að fuilkomna sig í símafræði, og það hefir verið Iagt til, að hann veitti mönnum styrk til utan- ferða. þetta hefir þegar borið árangur. En þó verða það aldrei nema sárafáir, sem geta orðið slíks styrks aðnjótandi, og því vildi eg með þessum línum benda á aðra aðferð, ef mönnum sem til þekkja, fyndist hún framkvæmanleg. En hún er sú, að símasfjórnin beiti sér fyrir starfsmannaskiftum við önnur lönd. Það gæfi fleiri mönnum tækifæri, með tiltölulega litlum tilkostnaði, að sigla og kynnast símastarfsemi erlendis, og menta sig að ýmsu leyti. í þjónustu símans eru margir, menn og konur, sem ekki hafa haft ástæðu til að fara utan, og munu ekki hafa ástæðu til þess í framtíðinni, verði þeir starfandi við simann, en myndu taka þessu boði feginshendi. Aðal erfiðleikinn í þessu mun verða málið, sérstaklega hvað þá útlendinga snertir, sem hingað myndu koma. En hins vegar gæti það orðið beinlínis til þess, að erlendir simamenn legðu sig meir eftir íslenzkunni, en tíðkast hefir hingað til, og tækju fúsir á sig það erfiði, að læra hana, til þess að geta verið hér uppi um tíma. Þetta álít eg að minsta kosti þess vert, að símamenn athugi það og ræði hér í blaðinu. Po. F*au undur skeðu á Alþingi 21. febr. þ. á., er rælt var um ýmsar sparnaðar- leiðir, að hr. Sveinn Ólafsson, þingm- Sunnmýlinga, fiæddi þingmenn um það, að símameyjar hefðu hált á 4. þús. kr. i kaup, og gat þess, að það væri tífalt kaup á við það, er vinnukonur í sveit hefðu. Það er broslegt, og þó ekki, að þing- maður skuli leyfa sér að koma með tvær jafn miklar fjarstæður i sömu ræðunni. Og sömuleiðis er það einkenni- legt, hvað sumum mönnum er gjarnt að fara í geitarhús að leita ullar. Að minsta kosti mun flestum símamönnum og meyjum finnast meiri þörf á því, að laun þeirra bækki, en að þau lækki. Og eg öfunda ekki vinnukonurnar hans Sveins, ef þær hafa tífalt minna kaup en símameyjar, þó í hærri flokkum séu. Fæði þeirra er þá ekki mikils virði. Po. Frá landssimanum. Um línuskiftitæki á landsfmastöðvum. Eftir 0. Forberg landssímastjóra. Á öllum smástöðvum, það er þeim stöðvum sem engir símanotendur eru í sambandi við, eða sem aðeins eru inni á einni línu, hafa hingað til verið notaðar aðallega tvær gerðir linuskífti- tækja: svonefndir sveifarskiftar (No. 1) og tappaskiftar (No. 2). No. 1 var gerð- ur í fyrsta sinn árið 1905, aðallega fyrir

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.