Símablaðið

Ukioqatigiit
Saqqummersitaq pingaarneq:

Símablaðið - 01.02.1922, Qupperneq 8

Símablaðið - 01.02.1922, Qupperneq 8
4 SÍMABLAÐIÐ Landssímastöðin í Reykjavík. Margir munu víst kannast við síma- stöðina — gamla pósthúsið. — Það var bygt um 1881 og var notað fyrst sem barnaskóli og sið- ar sem pósthús og bústaður póst- meistara. Þegar lands- síminn var settur á stofn, árið 1906, fékk hann til um- ráða nokkur her- bergi á efri hæð hússins, en eftir að póststofan flutti i nýja pósthúsið, árið 1915, fékk landssiminn til umráða mestan hluta hússins, og að öllu leyti árið 1917. Þrátt fyrir það, þótt mikið rýmk- aðist um, varð húsið þó brátt of lítið fyrir lands- simann, því að á striðsárunum uxu viðskifti hans af- skaplega, og varð þá að fjölga mjög starfsmönnunum. Rak þá aftur i sama farið, að húsnæðið varð alt of lítið og með öllu óviðunandi sfðustu árin. Eftir brunann mikla í Reykjavik, í april 1915, hafði landssiminn fengið loforð fyrir gamla landsbankabúsinu, sem skemst hafði i brunanum, en sök- um dýrtíðar, var ekki hægt að byggja upp húsið. Nú í vetur var ákveðið, að Landsbankinn tæki það aftur og léti gera við það. En til þess að bæta húsakynni landssímans, var afráðið að byggja eina hæð ofan á símastöðina og gera nauðsynlegar breytingar á húsinu. Varbyrjað á þessu verki um nýjárið og mun því verða lokið að fullu í maímánuði. Miðstöð bæjar- simans verður flutt upp á þriðju hæð hússins, en ritsíminn verður kyr á annari hæð og fær til umráða herbergi það, sem langlínu afgreiðsl- an nú hefir. — Skrifstofur lands- símastjórans og stöðvarstj. verða, eins og undanfar- ið, á annari hæð. Skeyta-afgreiðslan verður áfram á stofubygðinni, en fyrirkomulaginu á henni verður að nokkru breytt. Breytingar þess- ar verða til slór- bóta, en ef vöxtur landssímans verður eins mikill og síðustu árin, má gera ráð fyrir að nauðsynlegt verði að stækka húsið enn að mun, áður en langt um líður, eða jafnvel byggja nýtt hús, þvi lóðin sem því fylgir, leyfir ekki rnikla stækkun. Landssimastööin í Reykjavík.

x

Símablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.