Símablaðið - 01.02.1922, Side 9
SÍMABLAÐIÐ
5
Félagsmál
á víð og dreif.
I.
Fyrir nokkrum árum birtist grein í
Elektron, með fyrirsögninni »Hugvekj-
ur«. Höf. er þar að benda á, hve mis-
ráðið það sé, þegar blöð sérstakra
stétta eru nær eingöngu skrifuð af ör-
fáum mönnum, og það þá helst þeim,
sem hafa með höndum velferðamál
stéttarinnar. Hann er að hvetja síma-
menn til að skrifa um áhugamál sin í
félagsblaðið og sýna fram á hve mikil
nauðsyn það sé, að skoðanir sem flestra
heyrist í einstökum málum, sem stéttina
varða.
Mér finst það vel til fallið, að fyrsta
blaðið með þessu nýja nafni flytji einnig
nokkrar hugvekjur til (élagsmanna, bæði
hér í Rvík og þó sérstaklega úti um land.
Eigi það að ganga svo til framvegis,
eins og að undanförnu, að nær eingöngu
þeir menn, sem eru i stjórn F. í. S.,
skrifi í málgagn félagsins, verður til-
gangi blaðsins aldrei náð, nema að
hálfu leyti.
Ekkert er meir drepandi fyrir stjórn
í einu félagi en það, að heyra aldrei
raddir frá félagsmönnum að neinum
mun, vita aldrei vilja þeirra og afstöðu
til þýðingarmikilla félagsmála. En við
þetta hefir stjórn F. í. S. orðið að búa
að mestu leyti til þessa. F’að er eins og
félagsmenn haíi tekið ástfóstri við þögn-
ina. Og ef nokkuð verður til að kæfa
þennan félagsskap, þá óltast eg að það
verði þögnin, — ókunnugleikinn milli
félaga hér í Rvík og úti um land, —
tómiætið, sem hefir náð svo miklum
ítökum í þessum félagsskap.
Á því höfum við þegar fengið að
kenna — áþreifanlega.
.Símablaðið' ætti að vera í því frá-
brugðið ,Elektron‘, að velferðamál síma-
mannastéttarinnar yrðu rædd þar af
fleirum en hingað til. Fað myndi verða
stéttinni til ómetanlegs gagns. Þá þyrfti
stjórn símamannafélagsins ekki að ganga
gruflandi að því, hver vilji manna væri,
eða hvort áhugi félagsmanna væri svo
mikill, að hægt væri að treysta honum
ef mikið lægi við. Hingað til hefir tóm-
Iætið verið svo mikið, að það hefir ekki
verið hægt. Og á því skerinu hefir eilt
þýðingarmesta félagsmálið strandað,
hvort sem félagið á eftir að bera gæfu
til að bjarga því þaðan.
— Eg vildi þá fara nokkrum orðum
um ýms mál, sem F. í. S. og síma-
mannastéttina yfirleilt varða, og eg vona,
að félagar úti um land birti skoðanir
sínar á þeim hér í blaðinu, áður en
langt um líður.
II.
Fél. ísl. símamanna, eins og öll sams-
konar stéttafélög, er stofnað í þeim til-
gangi, að efla stéttina og gæta hagsmuna
hennar út á við. Skilji slíkt félag ekki
köllun sína, eða sé það ekki fært um
að gæta réltar og hagsmuna stéttarinn-
ar, er það þýðingarlaust. Hið fyrsta,
sem krafist verður af því, er svo mikill
þroski, að það geti leilt til heppilegra
lykta þau mál, sem annars yrðu hnekkir
fyrir tilverurétt og framtíðargetu þess.
Slíkt mál höfum við nú á dagskrá i
þessu félagi. Stundalöfiumálið svokallaða
er ekki leitt til lykta. Enn er ekki séð
fyrir það, hvort F. í. S. á um ókomna
tfma að vera vöggubarn, eða félag sem
hefir þrótt og samheldni til að halda
fram rétti og hagsmunum félagsmanna,