Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.02.1922, Side 12

Símablaðið - 01.02.1922, Side 12
8 SÍMABLAÐIÐ Úr rainnisbók. Eftir Gunnar Schram. II. (Frh.) Við hliðina á Morse-sainum er Wheat- stone og printer-salurinn. Þar eru hrað- símritunartækin, sem vinna beint við útlönd, t. d. England, Noreg, Svíþjóð og Þýzkaland. Er þar þröngt inni og óvistlegt, og ætið mikill hávaði og skrölt í vélunum og perforatorunum. í salnum eru 8 creeds-hraðsímritunartæki, sem skila skeytunum prentuðum, með vanalegu letri, á pappírsræmur, sem límdar eru á skeytaeyðublöðin og síðan send viðtakanda. Jafnframt því, setn skeytin eru prentuð, er tekið afrit af þeim á vanalegan slöngurita (undu- lator), sem svo eru geymd á stöðinni. Áhöld þessi eru að mörgu leyli þægileg og fljótvirk, en oft koma fyiir smábil- anir á þeim, svo ætíð þarf að hafa vana menn við þau. Þessum hraðritunartækj- um hefir áður verið lýst í Elektron (1. og 2. árg.) og ætlu þeir, sem vilja kynnast þeim, að lesa þær greinar. Um þetta Ieyti hafði slöðin fengið ný hraðritunarlæki frá Þýzkalandi, smíðuð af Siemen og Halske, en ekki var farið að nota þau meðan eg var þar, því fyrst þurfti að æfa símritarana að vinna við þau. Tæki þessi hafa verið notuð í Þýzkalandi síðan 1915, og sá eg þau seinna í notkun á aðalslöðinni í Kristi- aníu, og höfðu þau þá verið notuð þar í eitt ár. Var látið vel yfir þeim og sagt að þau hefðu marga kosti yfir creeds-tækin. Við aðra hlið Morse-salsins er hið svo kallaða símnefnaherbergi. Pangað eru öll skeyti fyrst send, sem koma frá öðrum stöðvum og eiga að sendast út um borgina. í Kaupmannahöfn eru skráð mörg þúsund síinnefni, sem ómögulegt er fyrir nokkurn að muna hver á, en það yrði mikil töf, ef sendisveinarnir þyrftu ætíð að líta í símnefnaskrána, þegar þeir þurfa að fara með skeyti, sem aðeins stendur á símnefni. Til þess að flýta fyrir útburði skeytanna, eru þau send inn í símnefnaherbergið og flokkuð þar. Á veggjum her- bergisins eru stórir skápar, með jafn mörgum hólfum og símnefnin eru. í hverju hólfi er smá miði, sem prentað er á símnefnið og full utanáskrift þess sem á það. Enn fremur eru á miðanum ýmsar athugasemdir, þar sem sagt er t. d., að skeytið eigi að berast á skrif- stofu viðtakanda á vissum tíma dagsins, en annars á heimili hans, og því um líkt. Þessir miðar eru límdir á skeytin, og sjá þá sendisveinarnir undir eins hvert þau eiga að berast. Flýtir þetta mjög fyrir útburði skeytanna og tryggir afhendingu þeirra. Líkt fyrirkomulag og þetta, er víða notað á stórum stöðvum, og er sjálfsagt að nota það við stöðina í Reykjavík, þegar símnefnum fjölgar nokkuð að ráði. Langlínnftfgreiðslan. »Statstelefonen« eða landssíminn er á sömu hæð hússins og ritsíminn, en í öðrum enda þess. Fjöldi símanotenda, sérstaklega bank- ar og stór verslunarhús, hafa beint samband við landssímann og auk þess liggur þangað fjöldi lína frá bæjarsíma Kaupmannahafnar. Allar þessar línur koma inn á sérstaka miðítöð í lands- símanum, þar sem tekið er á móti tal- símapöntunum, sem eru skrifaðar á þar tii gerð eyðublöð, af símastúlkunum.

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.