Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2005, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2005, Síða 13
DV Fréttir MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST2005 13 Amma faldi líká háaloftinu Fyrrverandi hjúkka að nafni Anne Mahoney viður- kenndi fyrir lögreglu að hafa falið lík þriggja bama sinna á háaloftinu heima hjá sér. Dóu bömin á sjötta ára- tugnum en þau vom öll lát- in við fæðingu. Fundust lík- in vafin inn í plast í ferða- tösku á heimili hennar í Wales á Englandi. Anne er í dag amma og á þrjú bama- böm. Var hún valin borgari ársins í heimabæ sínum án þess að bæjaryfirvöld vissu um þetta hræðilega leynd- armál sem hún bjó yfir. Franskar fyrirdóm Lögfræðingurinn Biil Lockyer hefur lögsótt einn stærsta framleið- anda franskra kartaflna og snakks í Bandaríkjunum. Vill hann neyða yf- irmenn fyrirtækis- ins þess til að vara neytend- ur við þærri hættu sem fylgir þvf að borða framleiðsluvör- una. Segir Biil að snakkið og frönsku kartöflumar inni- haldi efni sem getur valdið krabbameini. Frönsku kart- öflumar em seldar hjá mörgum af stærstu skyndi- bitakeðjum Bandaríkjanna og snakkið er mjög vinsælt víðs vegar í heiminum. Breskbörn drekka mikið Bresk böm em farin að drekka meira vín en áður samkvæmt niðurstöðum nýrrar, breskr- ar rannsóknar. Böm allt að ellefu ára að aldri em farin að drekka um helgar. Margir ungir drengir drekka um flórtán einingar af áfengi á viku. Stúlkur em ekki langt á eftir strákunum í þessum efnum og em á hraðri leið að ná þeim. „Drykkja er orð- in nauðsynleg í huga krakk- anna þegar þau fara út að skemmta sér," segir tals- maður aðstandenda rann- sóknarinnar. Kúguð til kynlífs Bretinn Christopher Wallis plataði fyrrverandi eiginkonu sína til að sofa hjásér með því að kúga hana með sms-skilaboð- um. Lét hann sem einhver væri að senda bæði honum og þeirri fyrr- verandi hótanir sem snér- ust um bömin þeirra. í skilaboðunum kom fram að ef þau myndi ekki stunda kynlíf og kvikmynda það væm börnin í hættu. Christopher hefur nú verið ákærður fyrir nauðgun og á yfir höfði sér fangelsisvist. Fellibylurinn Katrina verður sterkari og stærri með hverjum deginum og stefnir nú beinustu leið á New Orleans í Louisiana. íbúum borgarinnar hefur verið skipað að yfirgefa svæðið vegna yfirvofandi hættu. Fellibyluninn Katrfna er einn sá stærstl í sönu Bandaríkjanna Fellibylurinn Katrina hefur valdið miklum usla í suðurhluta Bandaríkjanna, valdið miklu tjóni og kostað níu manns lífi. Stefnir hann nú beinustu leið á hjarta Louisiana-fylkis, borgina New Orleans. Fellibylurinn er kominn á fimmta stig en það er hæsta styrkleikastig fellibylja. Aðeins þrisvar áður hefur slíkur fellibylur farið yfir Bandaríkin síðan skráningar hófust. Vegna fellibylsins hefur oh'uverð snarlækkað um allan heim og er i sögulegu lágmarki í Bandaríkjunum. Ástæðan er ótti við að Katrina hafi áhrif á starfsemi olíuborpallanna á Mexíkóflóa. íbúar flýja hættusvæðin Vegna yfirvofandi hættu hefur íbúum New Orleans verið skipað að yfirgefa borgina á meðan Katrina gengur yfir. Á sunnudaginn var síðasti dagur flutninga enda er áætlað að felhbylurinn nái þangað í dag. Þeim sem af einhveijum ástæðum hafá ekki getað yfirgefið borgina eða nær- hggjandi svæði verður boðið að dvelj- a í einhveijum af tíu neyðarskýlum borgarinnar. Aldrei önnur eins ógn Aldrei áður hefur New Orleans þurft að búa sig undir aðra eins ógn. Borgin liggur í raun undir sjávarmáli og er því stöðugt verið að dæla frá henni vatni. Þegar Katrina gengur yfir er óvíst hvort pípulagningakerfi borg- arinnar þoh álagið og gætí svo farið að borgin færi á flot. „Við erum nú að takast á við það sem við höfum lengi óttast," sagði Ray Nagin, borgarstjóri í New Orleans, þegar hann tilkynnti komu Katrinu. Það er því vonandi að borgin þoli álagið enda er um sögu- frægan stað að ræða. Mikill órói og ringulreið Ólöf Ágústsdóttir var stödd í Fort Ólöf Ágústsdóttir var stödd í Flórída þegar fellibylurinn gekk yfir Flór- ídaskaga Segir hún mikla ringulreið og ótta hafa rikt á svæðinu. Lauderdale í Flórída með fjölskyldu og vinum þegar feliibylurinn gekk yfir Flórídaskaga og segir hún mikla ringufreið og óróa hafa ríkt á svæðinu. „Rafmagnið sló út á mörgum stöðum og fólk hélt sig innandyra. Tif að byrja með rigndi heilmikið og ég sem Is- lendingur furðaði mig á hræðslu fólks því við erum jú vön allskyns vonsku- veðri á Fróni. Svo fór að hvessa all- verulega og þá áttaði maður sig á al- vöru málsins. Pálmatré féllu og létust íjórir þegar þeir urðu undir tíjánum, rafmagnslínur slógust saman og mynduðu blossa og svo framvegis," útskýrir Ólöf. „Við vorum heppin að fluginu okkar seinkaði ekki því það myndað- ist gríðarlegur glundroði á flugveUin- um daginn eftir mesta óveðrið. TU aUrar hamingju var okkar flug með þeim fyrstu og gátum við því komist í loftið áður en aUt varð stopp." iris@dv.is Fellibylurinn Katrina er einn sá stærsti í sögu Bandaríkjanna Er kominn á hæsta styrk- leikastig fellibylja. Ibúar New Orleans yfirgefa borgina Aöeins hjálparstarfsmenn mega vera áfram Iborg- inni þegar fellibylurinn genguryfir. Skref tekið í átt að lækningu Rauðhærðir auka skilning á húðkrabba Eins og margir vita á rauðhært fólk tU að brenna í sól en bruni eyk- ur hættuna á húðkrabba- meini. Þetta er þó ekki eina ástæðan fyrir því að rauð- hærðir eru líklegri tU að fá húðkrabbamein en aðrir. Nýjar rannsóknir gefa tU kynna að litarefni í húð rauðhærðs fólks auki lík- urnar á krabbameini jafn- vel þótt það brenni ekki. Sólin getur skaðað húðina þó svo hún roðni ekki. Prófessor Duke Simon í Washiongton í Bandaríkj- unum hefur rannsakað or- sök húðkrabbameins undanfarin ár og hefur komist að því að litarefnin í i eyk- toga e Sólbruni eykur líkurnar á húð- krabbameini. Rauðhærðir eru h'k- legri en aðrir til að fá krabbamein þótt þeir brenni ekki. húð rauðhærðs fólks séu af öðrum toga en hjá fólki með dekkra hár. Húðin bregst öðruvísi við sól og dekkist ekki eins auðveld- lega. Litarefnin eru viðkvæm- ari fyrir útfjólubláum geislum sólarinnar. Hann mælir því með að rauðhærðir haldi sig við sólarvörn sem inniheldur vörn gegn útijólubláum geislum. Þessi uppgvötvun getur komið að góðum not- um við að skilja húðkrabba- mein og hvemig er hægt að lækna það með áhrifaríkari hætti. Sérstaklega með tilliti til þess að tíðni húðkrabba- meins heftir aukist víða í heiminum. Glæpamenn gera allt til að þekkjast ekki Skaða augun til að forðast lithimnuskanna Aukin notkun á lithimnuskanna til að bera kennsl á fólk hefur haft í för með sér hrollvekjandi þróun. Glæpamenn em í auknum mæli farnir að skaða lithimnu sína víðsvitandi til að þekkjast ekki á þessum skönnum. Að sögn Ross Anderson, sem er prófessor við Cambridge-háskólann á Englandi, nota glæpamenn ákveðin efni til að fela lithimnuna tímabundið. Segir hann þetta upprunnið í Dubai því vændiskonur frá Pakistan hafi byij- að að nota efnið sem gerir það að verkum að ljósopið þenst út og lit- himnan hættir að vera sjáanleg. „Þetta gera vændiskonurnar til þess að stjórnvöld þekki þær ekki þegar þær fara á milli landa. Lögreglan í Dubai tekur á vandamálinu með því að fangelsa þær yfir nótt svo að hægt sé að skanna augun þegar áhrif efn- isins hafa dvínað. í Evrópu er hins vegar ekki lög- legt að fangelsa fólk fyrir gmnsam- leg augu. Það er því erfiðara að góma þá glæpamenn sem notfæra sér þetta efni," segir prófessorinn Ross Anderson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.