Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2005, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2005, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Rltstjóran Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot 550 5090 Rltstjóm: ritstjorn@dv.is Auglýsingar: auglysingar@dv.is. Setnlng og umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja. Dreifing: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og úr gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Leiðari Mikael Torfason Fyrir almenning merkir þetta hins vegarað endurgreiðsla afl5 milljóna króna húsnæðisláni verður eftir 40 ár 90 milljónir. 15 milljónir verða 90 milljónir Nú er verðbólgan komin á skrið. Hún mælist 4,8% sem er miklu meira áhyggjuefni en forkólfamir í ríkis- stjóm vilja meina. Þegar verðbólgan er 4,8% em vextir af húsnæðislánum okkar um 8,95%. Það era sömu vextir og ég var með á yfirdráttarheimildinni minni þegar ég bjó í Danmörku. Og þótti það nú vera með því mesta. Hér þykir hvorki stjómvöldum né bankastjórum tæplega 9% vextir vera háir vextir. Fyrir almenning merkir þetta hins vegar að endurgreiðsla af 15 milljóna króna húsnæðisláni verður eftir 40 ár 90 milljónir. Það munar um mixma. 75 millj- ónir í vexti. Ung hjón sem kaupa sér íbúð í dag og greiða fýrstu afborgun af 15 milljóna króna láni í október skulda fimmtán milljónir og fjörutíu og sex þúsund í nóvember. Ari síð- ar skulda þau fimmtán milljónir og sex hundmð þúsund haldist verðbólgan óbreytt. Eftir tíu ár skulda ungu hjónin 21 milljón. 26 milljónir eftir tuttugu ár. Þá er afborgunin af láninu komin upp í 165 þús- und á mánuði. Og fer hækkandi. Fólk á ekki að taka frétt- umafverðbólgu létt. Ef við bregð- umst ekki hratt við þá gæti allt farið til fjandans 4,8% verðbólga er mikið. Ef við pössum okkur ekki gæti hún orðið hærri. Þá er voð inn vís og við fjölskyldunum í landinu blas ir gjaldþrot. Verðtryggð lán eins og við þekkjum þau em úrelt. Það skýtur skökku við að neyt- andinn taki alla áhættuna. Það er lántak- inn, húsnæðiskaupandinn, sem ber hitann og þungann af verðbólgunni. Nær væri að lánin væm verðtryggð til hálfs. Að bankinn eða íbúðalánasjóður tæki á sig helming verðbólgunnar. Þannig væri áhættunni jafnt skipt. Hvaða banki ætlar að vera fyrstur til að bjóða slík kjör? Dr. Gunni heima og að heiman írar aftur með Leiðjndí Enn eitt dæmio um „yfirburði" okkar dýrategundar má nú sjá á Norður-fr- landi. Þar eru menn aftur farnir að vera með leiðindi hver f garð annars. Kommonl Voru þeir nú ekki búnir aö rífast nóg vegna túlk- unaratriða um fmyndaða himnafjölskyldu? Drepa nógu marga f tilgangsleysi? Greini- lega ekki. Manni fallast hendur. Eru svo kannski fleiri draugar á leiðinni upp úr kistum sfnum? Nýtt kalt stríö kannski? Það væri nú aldeilis skemmtilegt. Eða þannig. Menntun er Gfsía Márteini greyinu hefur heldur betur verið velt upp úr þvf að hafa viljað Ifta betur út f bókinni fslendingar snobba fyrir sjálfum sér. Hælbftar vfðsvegar ráðast á unglambið með gler- augun eins og það sé upphaf og endir alls að vera með skitið BA-próf. Alveg er mér sama hvort Gfsli sé með BA eða ekki. Ég hefenga sérstaka trú á menntun og veit sem er að fjölmargir snillingar eru nær ómenntaðir. Triilarnir Bill Gates og Steve Jobs hættu f fram- haldsskóla, fjölmargir listamenn, td. Clark Gable og Eminem, Jón Gnarr og Björk, kláruðu ekki nám og átta Bandarfkjaforsetar, þ. á m. George Washington og Abraham Lincoln, ekki heldur. Sjálfur er ég svo doktor þótt ég hafi aldrei veríö f Hf. Hvaðan koma ág á peysu með hvftum röndum á ermunum. Aldrei hafði ég hugsað til þess sem saumaði þessar rendur á fyrr en ég horfði á þáttinn Dateline á sunnudag- inn. Þar var litið viö hjá sauma- konu f Bangladesh sem saumar rendur fjoggingbuxur allan daginn. Hún vinnur við ömurlegar að- stæður sem þó eru skárri en margir aörir f land- inu vinna við. Enn og aft- ur var manni nuddað upp úr þeirri staðreynd að hagsæld okkar hér er haldiö uppi af þræl- um f þriöja heiminum. Maður er auövitað löngu oröinn svo dof- inn fýrir þessu og sjálfselskur að áfram mun ég ganga f randa- peysunni eins og ekkert sé sjálfsagðara. Frábært Disneyland Eddnkvæða STAÐAR ER framtakssaraf fólk að réyna að gleðja gesti og gangandi. Setur af ýmsu tagi hafa sprottið upp um allt land. Við höfum auðvitað draugasetur, Njálusetur og Heklu- setur. Við höfum setur Jóhanns Svarfdælings, vesturfarasetur og reðursetur. Við höfum setur Eiríks rauða og álfasetur. HAFNFIRÐINGAR HAFA lagt áherzlu á álfa og huldufólk annars vegar og víkinga hins vegar. Engu máli skipt- ir, hvort hér hafi einhvern tíma verið álfar, huldufólk eða víkingar. Spurn- ingin er bara, hvort hugmyndin selzt. Og ferðamenn reynast hafa töluverðan áhuga á að skoða álfa og víkinga. SUMIR MYNDLISTARMENN leita fanga í fornum minnum, til dæmis úr þýzkri goðafræði, og fjalia um Fáfnisbana, Freyjukynóra og annað slíkt, er sjá má í myndum á einu setrinu, á hótelinu í Reykholti. Myndir Alfreðs Flóka eru frægar og Haukur Halldórsson hefur stundum svipað yrkisefni. NÚ HEFUR HAUKUR tekið saman höndum við annan listamann, Sverri Sigurjónsson. Þeir hafa lagt mikla vinnu í að búa til teikningar og jafnvel líkön af miklum goðafræði- garði, sem verður auðvitað til þess fallinn að gleðja gesti og gangandi. Ennþá frekar en Tívólí eða Húsdýra- garðurinn. ÞEIR ERU MEÐ HUGMYND að risa- stórum skemmtigarði utan um undraveröld Eddukvæða, eins konar Haukur Halldórsson °9 Sverrir Sigurjóns- son Þeir eru með hug- mynd að risastórum skemmtigarði utan um undraveröld Eddu- kvæða, eins konar Dis- neyland, þar sem fólk getur gist á hótelum og farið i leiki í Jötunheim- um, Niflheimum, Hvergemli, Dvergheimi, Múspelli eða Ásgarði, þar sem verða enda- lausar hátíðir með svalli og bjórdrykkju. Disneyland, þar sem fólk getur gist á hótelum og farið í leiki í Jötunheim- um, Niflheimum, Hvergemli, Dverg- heimi, Múspelli eða Ásgarði, þar sem verða endalausar hátíðir með svalli og bjórdrykkju. Fyrst og fremst ÞETTA Á AÐ VERÐA fjölmargra fer- kílómetra svæði og kemur til með að kosta milljarða að mati hugmynda- smiðanna. Þeir sýndu skipulags- uppdrætti, sem minna pínulítið á drauma Þórðéu: Ben um Vatnsmýr- ina. Yfirþyrmandi hugmynd þeirra er, að þetta verði langstærsta að- dráttarafl ferðamanna til íslands. ÞAÐ SÉRKENNILEGASTA við róttæka hugmynd þeirra félaga er, að hún gæti vel gengið upp. Ferðamenn vantar ekki bara hótel, heldur stanz- laus leikhús og bíó, stanzlausar Breytingar á íslandi í da| sem gætu tekiðvið af Þórhalli Þorsteinn Joð Timi til kominn að hann taki Stöð2ísátt. Davíð Oddsson Frábærsjón- varpsmaður sem færi létt með það. Engin svör fást, engin gögn afhent „Enn á ný er ítrekuð sú ósk að Samtök um betri byggð fái aðgang að gögn- um og/eða yfirliti yfir gögn, sem Flugmálastjórn kann að hafa undir höndum, um athuganir á mögulegum stöðum fyrir nýjan flugvöll á höfúðborgarsvæðinu eða í grennd við það á undan- förnum árum og áratug- um, t.d. veðurathuganir, aðflugsathuganir, kostnað- armat o.s.frv./' segir í enn einu bréfi samtakanna til samgönguráðherra, flug- málastjóra og borgarstjóra. Brosmildur sam- gönguráðherra þarf engu að svara Ekki heldur undirsáti hans flugmálastjórinn. Það er merkilegt hvað kallar eins og þeir Sturla og Þor- geir telja sig geta setið lengi á eðlileg- um svörum sem þeim ber að svara skilmerkilega og íljótt. Annar situr í skjóli þjónustu við sárafá atkvæði á Vest- urlandi en hinn á tímabundinni ráðn- ingu í apparati sem frægt er fyrir þrjósku- lega andúð á opin- berri þjónustu við al- menning. Ferðamenn vcmtar ekki bara hótel, heldur stanzlaus leikhús og bíó, stanzlausar skemmtanir og hátíðir, stanzlaus leiktæki og uppákomur. Það værí fínt að fá þetta í Vatns- mýrina eða við Bláa lónið eða í Leifsstöð. skemmtanir og hátíðir, stanzlaus leiktæki og uppákomur. Það væri fínt að fá þetta í Vatnsmýrina eða við Bláa lónið eða í Leifsstöð. jonas@dv.is Suðurnesjamenn ráða sínum ráðum - sjálfir Jón Ársæll Nóg komið af Sjálfstæöu fólki. Nú viljum viö venjulegt fólk. Sirrý Lesblskt yfir- bragð gæti verið lausn. Stefán Jón Borgin er töpuð hvortsemer. strtciAyí* Nýstofnuð þverpólitísk samtök Suðumesjamanna um flutning innanlandsflugs til Keflavíkur ætla að safna fé til að gera úttekt á hvað margir komi beint úr innanlands- flugi í flug út. Þau vilja líka gera út- tekt á samgöngum til og frá vellin- um. Þar eru í forsæti piltar eins og Viktor Kjartans, formaður full- trúaráðs Sjálfstæðisfélaganna, Ey- steinn Eyjólfsson úr Samfýlk- ingunni og Eysteinn Jónsson, for- maður fulltrúaráðs Framsóknar. Glæsilegt, drengir, að taka málin í sínar hendur en láta ekki H4nm- XjorAw segja ykkur fyrir verkum. Hug- myndir um sjávarveg eru djarfar enda löngu kominn tími á að megin- umferð verðikomið úrbyggð eins ognú gerist um Reykjavík, Kópa- vog, Garðabæ og Hafnarfjörð. Líklega er braut ofan byggðar raunsærri sem gæti þá safnað til sín traffíkyfir heiðar og að vestan sem safnaðist í suðurbraut við Straum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.