Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2005, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005
Fréttir JJV
Nýr hjá
krossinum
„Ég er mjög spenntur,
hlakka til að takast á við
þetta," segir
Kristján Sturlu-
son sem hefur
verið ráðinn
framkvæmda-
stjóri Rauða
kross íslands. „Þetta er
hugsjón sem maður vill
vinna að," bætir hann við.
Kristján hefur starfað lengi
hjá samtökunum. „Já,
næstum því samfellt frá
1994, bæði sem starfsmað-
ur og síðar sjálfboðaliði. Ég
þekki því samtökin vel og
vissi að það væri áhuga-
vert." Kristján tekur við
starfinu í lok október af Sig-
rúnu Árnadóttur sem hefur
gegnt því síðustu tólf ár.
Starfsmenn Rafteikningar hafa undirbúið afmælisferð til Búlgaríu lengi. Þeir segja
i dreifibréfi að vanefndir Úrvals-Útsýnar stöðvi þá ekki í að fara og hafa því tekið
heila þotu á leigu. Um hundrað sæti eru laus og ættingjum og vinum er boðið með
í fjögurra daga ferð, fyrir þrjátíu þúsund.
Ma potu á leigu til að
komast í alaiælisterð
Klipptu af 11
bílum
Það má búast við því að
nokkrum Hafnflrðingum
hafi brugðið
heldur illa í
brún í gær-
morgun þegar
þeir hugðust
leggja af stað í
vinnuna á bíl-
um sínum. í fyrrinótt
klippti lögreglan í Hafnar-
firði bílnúmer af ellefu bíl-
um. Ástæðan var að eig-
endur bílanna höfðu ekki
greitt lögboðnar tryggingar
af þeim. Að sögn lögregl-
unnar eru teknar rassíur í
þessum málum af og til og
er unnið út frá lista frá
tryggingafélögunum,
svokölluðum „tossalista."
Austfirðir
hækka mest
Laun hækkuðu lang-
mest á Austfjörðum fyrstu
sex mánuði ársins 2004 og
2005, eða um 17,19 pró-
sent. Þetta
kemur fram
í yfirliti sem
hagdeild
Sambands
íslenskra
sveitarfélagajj
hefur tekið
saman. Ástæðan er hinar
miklu virkjana- og stóriðju-
framkvæmdir þar eystra.
Launahækkunin er hins
vegar langminnst á Vest-
fjörðum og Norðurlandi
Vestra eða undir fimm pró-
sent á báðum stöðum.
Næstmest hækka launin á
höfuðborgarsvæðinu ef
Reykjavík er undanskilin,
um 12,07 prósent.
Láta ekki stööva sig og
taka þotu á leigu
Úrval-Útsýn treysti sér ekki
til að skipuleggja ferð og
því tók fyrirtækið þotu á
leigu hjá Loftleiðum með
j tæplega 200 sætum.
Starfsmenn Rafteikningar á ferð
i Kárahnjúkum í sumar Nú erþað
Búlgaria en þangað ætla starfsmenn
að fara þann 20. september. Mynd af
heimasíðu Rafteikningar.
Starfsmenn Rafteikningar hf. hafa tekið á leigu flugvél hjá Loft-
leiðum og bjðða nú ættingjum, vinum og velunnurum starfs-
manna flug með gistingu til Sofíu í Búlgaríu fyrir innan við 40
þúsund krónur.
í dreifibréfi sem Rafteikning hef-
ur sent út segir að vegna ófyrirsjáan-
legra vanefnda ferðaskrifstofunnar
Úrvals-Útsýnar sem tekið hafði að
sér að skipuleggja ferðina bjóðist nú
ferð til Búlgaríu fyrir 30 þúsund á
mann, með flugvallasköttum. Sé
tekin gisting á hóteli í fjórar nætur
kosti ferðin 39 þúsund.
Látum ekki stoppa okkur
Um er að ræða afmælisferð fyrir-
tækisins með maka en farið verður
þriðjudaginn 20. september rétt
fyrir miðnætti en komið til baka
sunnudaginn 25. september að
kvöldi. Vélin tekur tæplega 200
manns en starfsmenn Rafteikningar
með mökum eru liðlega 90. Gunnar
Ingi Gunnarsson forstjóri Rafteikn-
ingar vill ekki ræða vanefndir Úr-
vals-Útsýnar en segir að það verði
saga sem sögð verði síðar.
„Við látum ekki neitt stöðva
okkur í að fara þessa ferð og því leit-
uðum við annarra leiða. Við erum
með vélina á leigu og bjóðum þeim
sem vilja sætið á þijátíu þúsund.
Um það er h'tið annað að segja,"
segir Gunnar Ingi og vill ekki gera
mikið úr þeirri fjárhagslegu áhættu
sem felst í að fylla ekki vélina. Farið
verði hvort sem það takist eða ekki
en sjálfsagt sé að bjóða þeim sem
tengjast starfsfólkinu laus sæti.
Ekki vanefndir
Helgi Eysteinsson sölu- og mark-
aðsstjóri hjá Úrval-Útsýn kannast
ekki við vanefndir fyrirtækisins við
Rafteikningu. Þvert á móti hafi verið
tilkynnt með meira en mánaðarfyr-
irvara að ekki gæti orðið af ferðinni
til Búlgaríu. „Það þótti sýnt að ekki
tækist að ná í þann lágmarksfjölda
sem til þurfti í þessa ferð þrátt fyrir
að við auglýstum í blöðum enda
voru sáralítil viðbrögð. Því til-
kynntum við forsvarsmönnum Raf-
teikningar það og áttum ekki von á
neinum eftirmálum," segir Helgi og
bæti við að Úrval-Útsýn hafi farið að
þeim lögum sem gildi um alferðir.
„Það kemur okkur því á óvart að
þeir skuli auglýsa vanefndir okkar í
þessu dreifibréfi."
Úrval Útsýn bauð ferðina á
59.940 sem er umtalsvert hærra verð
en fólki gefst færi á að kaupa beint af
Rafteikningu. Helgi bendir á að ekki
komi fram hvaða hótel sé boðið upp
á og geti hann því ekki tjáð sig um
verðmuninn. Gunnar Ingi vildi held-
ur ekki ræða það hvort ferðin væri
seld á kostnaðarverði eða ekki. Það
skipti engu máli og væri ekki til um-
ræðu.
„Það þótti sýnt að
ekki tækist að ná í
þann lágmarksfjölda
sem tilþurfti í þessa
ferð þrátt fyrir að við
auglýstum í blöðum
enda voru sáralítil
viðbrögð. Þvítil-
kynntum við forsvars-
mönnum Rafteikning-
ar það og áttum ekki
von á neinum eftir-
málum
„Það er allt fínt að frétta á
Blönduósi,skólinn nýbyrjaður
og við afskaplega heppin með
kennara og allir að setja sig I
startholurnar fyrir haustið,"
segirJóna Fanney Friðríks-
dóttír, _______
Landsíminn
stjóri á
Blönduósi. „Það eru samein-
ingarkosningar í október. Lagt
verður til að við sameinumst
Skagabyggð, Ashrepp og
Höfðahrepp. Ég trúi ekki öðru
en að fólk sé komið inn 121.
öldina og samþykki. Samein-
ing hefur ekki einungis með
fjármál og yfírstjórn að gera,
heldur samstöðu sem getur af
sér drifkraft og áræðni."
Eigendur einkanúmera reiðir
Margmenni fyrir Spencer Tunick
Borga 25 þúsund kall
á átta ára fresti
Það kostar 25 þúsund krónur á
átta ára fresti að vera með einka-
númer á bíl sínum. Bíleigendur, sem
fengu sér einkanúmer fyrir átta
árum þegar þau komu fyrst á mark-
aðinn, fengu bréf á dögunum frá
Umferðarstofu þar sem þeim var
boðið að endurnýja einkarétt sinn á
númerinu til næstu átta ára fyrir 25
þúsund krónur samkvæmt reglu-
gerð 751 frá árinu 2003.
Lúther Þorgeirsson úr Hafnar-
firði er einn þeirra sem fengu þetta
bréf og sagði í samtali við DV að
hann væri steinhissa á þessu. „Ég
stóð í þeirri trú að ég hefði keypt
einkaréttinn fyrir lífstíð fyrir átta
árum. Þessi reglugerð er varla aftur-
virk," sagði Lúther.
Siggerður Þorvaldsdóttir, verk-
Einkanúmer Eigandi
þessa númers þarfað
borga 25 þúsund kall
áátta ára fresti fyrir
einkaréttinn.
efnisstjóri ökutækjaskráninga hjá
Umferðarstofu, sagði í samtali við
DV í gær að það væri skýrt í fyrstu
samningum sem gerðir voru að
einkarétturinn væri ekki nema til
átta ára. „Við skoðuðum gömlu
eyðublöðin fyrir stuttu og þar var
þetta skýrt. Ef fólk vill halda þessum
númerum þá verður það að borga 25
þúsund krónur. Reglugerðin var ein-
göngu sett til að skýra fyrirkomu-
lagið enn frekar."
1500 berir Frakkar
Um fimmtán hundruð Frakkar
söfnuðust saman í miðborg Lyon í
Frakklandi í gærmorgun. Allir voru
þar mættir að beiðni hins heimsfræga
bandaríska ljósmyndara, Spencers
Tunick. Frakkamir sem spurðir vom í
gær sögðust afklæðast listarinnar
vegna. Sumir vom reyndar langt að
komnir og var ein fjölskylda mætt frá
London til að taka þátt.