Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2005, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2005, Side 33
V Menning OV MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 33 Bókmenntahátíð heldur áfram: Þegar ég lít yfir geisladiska- og bókahillur mínar er þar að finna frekar einsleitan hóp hvítra karlmanna, flestra engilsaxneskra að uppruna, auk örfárra Skandínava. Eru þeir al- mennt á aldrinum 50-70 ára, nema þeir séu löngu farnir að dansa draugadansinn. Ástæðan fyrir því að þeir eru af svo einsleitum kynþætti er: Við búum á menningarlegu yfirráðasvæði Bretlands og Bandaríkj- anna, og sjaldan sem að menning kemur til okkar lengra utan úr heimi nema helst fyrir tilstilli enskrar tungu. Á hinn bóginn er erfiðara að útskýra kynjahlutföllin. Kannski er það vegna þess að ég sjálfur er karlmaður að ég leita frek- ar fyrirmynda af sama kyni, eða kannski er karlmannsfyrirmyndum frekar otað að okkur. í ölfu þessu karlaveldi í hillum mínum eru þó tvær áberandi undantekningar, og svo skemmtilega vill til að báðar hafa þær heimsótt okkur undan- farna viku. Stelpan sem vildi verða Keith Richards Sjóndöpur og ári yngri en sextug rokkaði Patti Smith á Nasa eins og fáir á nokkrum aldri eða kyni hafa rétt eða getu til að gera. Hvort sem hún var að syngja nýsmíðað lag um Kárahnjúkavirkjun eða klassísk lög eins og Dancing Barefoot og Ghost Dance var hún allt í senn þetta kvöld, beittasti trúbador landsins, flottasta geflan á dansgóffinu, rokk- goðsögn holdi klædd. Hún er lík- lega eina konan sem getur slagað upp í þá Dylan, Cohen og Tom Waits hvað textagerð varðar, stelpa sem dreymdi um að verða Jim Morrison eða Keith Richards þegar hún óx upp, var með sína eigin Patti Smith Group löngu áður en allir urðu Group, vann sem tónfist- arblaðamaður á tímaritinu Creem í hálfu starfi og skáld í fullu (en lík- lega ólaunuðu) starfi fram til 1975 og gaf þá út klassíska plötu á næst- um hveiju ári sem að eftir lifði ára- tugarins. Að því loknu giftist hún Fred „Sonic“ Smith úr hljómsveit- inni MC5 (svo heppilega vildi til að hann hét sama eftirnafni og því þurftu þau ekki að rífast um hvort tæki upp nafn hvors), og fór eftir það í langt barnseignarfrí í 15 ár. Ástin er hlaðborð í sínu þekktasta lagi, Because the Night, sem er samið ásamt Bruce Springsteen, syngur Patti: „Desire is hunger is the fire I bre- athe/Love is a banquet on which we feed," sem er óneitanlega meira eggjandi en útgáfa verkalýðshetj- unnar Springsteen, „I work all day out in the hot sun/ Break my back till the morning comes." Og þegar hún syngur standardinn „Not Fade Away" nær það einhvern veginn mun dýpra en þegar Mick Jagger reynir við það. í upphafi er hún táknmynd hinnar sterku konu þeg- ar hún segir: „I’m gonna tell you how it’s gonna be/You’re gonna give your love to me,“ en í lok lags- ins viðurkennir hún þó að það er ekki bara kynlíf sem hún sældst eft- ir, og syngur „Love to last more than one day/Love is love and not fade away.” Ég á erfitt með að ímynda mér hana magnaðri en hún var á sviðinu á Nasa, en ef hún er ekki á hátindi ferils síns nú veit ég ekki hvað það hefði gert við mig að sjá hana þá. Martraðaparadís Kristninnar Margret Atwood er sjö árum eldri en Patti Smith, og á þriðjudag- inn mátti sjá hana í svipuðum ham í Norræna húsinu og Patti á Nasa, þótt eitthvað hafi hún verið lág- stemmdari. Hún gaf út sitt fyrsta ljóðasafn árið 1961, en er líldega best þekkt fyrir skáldsöguna Saga þernunnar (A Handmaid’s Tale), sem er einnig eina bók hennar sem hefur verið þýdd á íslensku. Bókin kom út árið 1985 og fjallar um framtíðarríkið Gilead þar sem kristnir íhaldsmenn fara með völd- in. Hún sækir innblástur í 1984 Orwells, enda kemur hún út á svip- uðum tíma og sú bók átti að gerast á. En meðan þau alræðisþjóðfélög sem Orwell byggir á, Þriðja ríkið og Sovétríkin, eru löngu liðin undir lok, virðist martröð Atwood líklegri til að rætast nú en nokkurn tímann. Kynlíf í framtíðinni Mismunandi viðhorf til kynlífs birtast í skáldsögum sem eiga að gerast í myrkri framtíð, og flestar hafa þær eitthvað til síns máls. í 1984 er kynlífið eitthvað sem ein- ungis á að gera til að eignast börn í þágu flokksins og telst annars frem- ur ógeðfelt. I skáldsögunni „Við" lýsir hinn rússneski Zamyatin sam- félagi þar sem kynlífsfélagar eru dregnir út af handahófi í lottói og bannað er að draga fyrir glugga- tjöld, sem minnir óneitanlega á raunveruleikasj ónvarpsveruleika dagsins í dag, þótt bókin hafi kom- Patti Smith Sjóndöpur og ári yngri en sextug rokkaðihún á Nasa eins og fáir á nokkrum aldri eða kyni hafa rétt eða getu tiiaðgera. DV-myndEÓI J J m vonum ið út árið 1921. í Brave New World eftir Aldous Huxley er kynlífi haldið að fólki allan daginn og föst sam- bönd eitthvað til að skammast sín fyrir, og börnunum er kennt að ríða strax í leikskóla. í Sögu þernunnar eru konur al- mennt orðnar ófrjóar sökum meng- unar, og þær fáu sem enn hafa get- una til að æxlast eru notaðar til Margret Atwood Á þriðjudaginn mátti sjá hana Isvipuðum ham I Norræna húsinu og Patti á Nasa. undaneldis á heimilum valdastétt- arinnar. Þar eru þær látnar liggja í klofinu á fyrirkonunum meðan heldri mennirnir frjóvga þær, og ekki er ætlast til þess að neinn við- staddur fái ánægju út úr athöfninni, þótt allur gangur sé á hvort að karl- mennirnir haldi það boðorð. Metrómenn og konur Bæði Smith og Atwood hafa því mikið fjallað um kynferði og kynlíf kvenna, þótt seint teljist þær snoppufríðar, en útgeislun þeirra meira en bætirþað upp. Báðar hafa þær rutt brautina fyrir aðrar konur. Samt eru þær enn í algerum minni- hluta, ekki þó fyrst og fremst sem konur, heldur sem einstaklingar sem gera meira út á innrætið en út- litið. Og báðar eru þær komnar vel yfir þann aldur sem konur, og fólk almennt, sem nú sést í ijölmiðlum er á. Mikið hefur breyst í málefnum kvenna undanfarna áratugi, og sjá nú flestir atvinnurekendur hag sinn í að ráða þær til starfa, en helst þurfa þær þó að vera ungar og sæt- ar. Og það sem meira er, sömu við- mið eru nú í auknum mæli notuð um karlmenn. Þannig er jafnréttið ekki að leiða af sér samfélag þar sem allir eru dæmdir að verðleikum eins og til stóð, heldur samfélag þar sem allir, bæði metrómenn og kon- ur, eru dæmdir eftir útlitinu. Sú framtíð nálgast óðum. Valur Gunnarsson > Elskarðu mig að eilífu, það er og verður alltaf jafnerfitt að svara þessari spurningu Rússarnir kalla sýninguna upp á ensku, Forever stendur á Ijósaskilti hvort heldur er yfir verkinu (heild eða á veitingastaðnum, þessum hroðalega veitingastað þar sem allir urðu svo drukknir en drykkjuskapurinn var gerð- urað dansi. Sjaldan hefur sést eins listrænt fyllirí bæði ungra og aldinna, enda voru allir dauðadrukknir en engu að slður eins og stjórnað væri með tónsprota. Verkið er af hendi höfundar með af- markaðar og eins konar stílfærðar per- sónur. Ungt par ákveður að ganga í hjóna- band, hún er dóttur einstæðrar móður sem býr með Islenskukennaranum Ein- ari og ungi maðurinn Jón er einkasonur vel stæðra hjóna sem eru kvótaeigend- ur. Þetta eru óttalegar klisjur allt saman en I heildina verður þetta sllkur farsi og flottur dans að þegar heim kom og ég endurliföi sýninguna I huganum fannst mér eins og ég hefði verið á hraðri danssýningu. Það fer ekki alveg fyrir þessu unga pari eins og þau höfðu ætl- að sér I fyrstu, þar sem hann drekkur sig fullan ásamt vinum sínum I steggjap- artíi og lendir hugsanlega uppi I bóli með Súsönnu sem allir hafa einhvern tima verið á séns með. Ungur, glæsileg- ur maður sem Guðrún hafði verið á einnar nætur séns með I Varsjá birtist allt I einu kvöldið fyrir brúðkaupið og skapar mikla spennu þar sem þau höfðu greinilega átt eldfimt ástarævin- týri I Póllandi. Kvótahjónin voru hlægilega stílfærð eins og maður getur hugsað sér að austrið sjái vestrið og eins var hin mikla brussa, móðir brúðarinnar.ýkt.mynd af nýríku konunni. Einar stjúpfaðir brúðar- innar, hinn misskildi fræðimaður sem lagt hafði stund á ýmsar greinar I há- skóla, var skemmtileg andstæða hinna persónanna. Þegar blása átti til brúð- kaupsins hófst undirbúningur sem llkist mjög þeim þáttum sem sýndir hafa ver- ið hér I sjónvarpi og það I sterkum spé- spegli. Söngvari sem tengdur var fjöl- skyldunni, þybbin eftirllking af Tom Jo- nes stökk inn af og til og var meiningin að hann stjórnaði herlegheitunum en brúðurin vildi frænku sína Ellu Buddu sem öðlast hafði nýtt sjálfstraust f ein- hvers konar harðneskjulegri frúarleik- fimi og tók að sér að halda í alla þræði með harðri hendi.Jelena Galebfna heitir leikkonan sem fór með hlutverk Ellu Buddu og hún þurfti ekki annað en að lyfta annarri augabrúninni til þess að salurinn lægi af hlátri. Yfirleitt var leikurinn allur þannig að það hefði ekki þurft nein orð hvort heldur á rússnesku eða fslensku til þess að allur þessi misskilningur kæmist til skila. Unga fólkið, vinir brúðhjónanna, voru agaðir leikarar með líkamsbeit- ingu dansara af bestu gerð, enda voru mörg góð dansatriði fyrir utan að söng- urinn var einnig góðúr. Texti á fslensku sem birtist fyrir ofan sviðið var þó ekki alltaf í slútti við það sem gerðist á sviðinu. Það hefði mátt þýða söngtexta þar sem til að mynda voru teknar mikilvægar ákvarðanir í söng brúðarinnaren þá varð hver og einn að geta í eyðurn- ar þar sem engin birtist þýð- ingin. Leikararnir voru allir f rauðum, svörtum eða hvft- Arni Ibsen leikskáld Tvö verka | hans verða á fjölum íþessum mánuði. ™ Hér segir Elísabet Brekkan afsviðsetn- ingu Rússa á farsanum hansAð eillfu og um miðjan mánuðinn frumsýnir Hafnarfjarðarleikhúsið öðru sinni Himnariki sem farið hefur víða. um fötum, leikmyndin var einnig f þess- um litum,engu var ofaukið þó svo að ýkjur væru eins konar aðalsmerki útlits- hönnunarinnar. Þeir kunna svo sannar- lega listina að koma áhorfendum á óvart eins og þegar móðirin og stjúp- faðirinn birtast f sfnum asnalegu nátt- fötum sem ein og sér gátu framkallað mörg hlátrasköll. Markmið sýningarinn- ar var að skemmta og vekja gleði. Hér var engu til sparað í snilldarlegum leik með þaö f huga. Það var unun að horfa á vinkonuna sem æfði karate, bæði vegna þess að hún var svo fjári flink og eins vegna þess að hún var svo fyndin. Á heildina litið var þetta skemmtisýn- ing með miklum hraða og kannski einstaklega gaman að sjá og heyra fólk úr öðrum menningar- heimi túlka íslenskan smáborg- arahátt. Verkið þýddi Júríj Reshetov, fýrrverandi sendiherra Rússa hér á landi, og eiginkona hans Nfna Akímova leikur með f sýningunni, er Hanna frænka brúðgumans sem allt þykist vita um það - hvernig skipuleggja eigi brúð- jjkaup af þessu tagi. Elisabet Brekkan Að eilífu eftir Árna Ibsen. Leik- stjóri: Raiovo Trass. Leikmynd: Valeríj Fomin. Söngtextar: Natalja Fímanonova. Búningar: V.Q. Tónlist: FelixKútt. Ballett- meistari:Tad Kask. Lýs- ing:Andrej Izotov. Hljóð:lgor Merkolov. Þýðing úr íslensku: Júríj Reshetov. Leikarar voru: Ramilja Iskand- er, Denis Balandin, Soksana Sankova, Alexej Vesjolkin, Nina Akímova, Oleg Skjalrov, Nina Dvorjetskaja, Alexej Maslov, Jelena Galbina, Alexander Pak- homov, Úliana Úrvatnseva, Darja Semjonova, Vera Zotova, Sergej Pikalov, Oleg Mosalev, Vjatselav Manutsjarov, Natalia Tsjernjavskaja, Alexander Khotsenkov. Leiklist

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.