Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2005, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2005, Síða 8
8 MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 2005 Fréttir DV Eldur í raf- magnsstaur Rafmagnslaust varð á Patreksfirði og Barðaströnd um þrjú leytið á laugardag*þegar einangrun á staur í Mikladal gaf sig. Afleiðing þess var að það kviknaði í staurnum og eins og sjá má á meðfylgjandi mynd fuðr- aði miðja hans algerlega upp en efsti hlutinn hékk áfram uppi á rafmagnslín- unum. Viðgerð lauk ekki fyrr en um tíu á laugardags- kvöldið en á meðan voru díselvélar Orkubús Vest- fjarða keyrðar. Frá þessu er greint á fréttavefnum Tíðis, patreksfjordur.is. Fyrst hægri, svo vinstri Að loknum vel sóttum landsfundi Sjálfstæðis- manna tekur við lands- fundur annars stjórnmála- afls þegar Vinstrihreyfingin - grænt framboð setur landsfund sinn á Grand . hótel næstkomandi föstu- dag. Dagskrá fundarins hef- ur ekki enn verið gerð op- inber en að loknum fundi verður kvöldverður í Ýmis- húsinu og ball þar á eftir. Hreyfíngin hvetur alla til að mæta og lofar heitum um- ræðum á fundinum og miklu stuði á ballinu um McDonalds sækiráJapani Skyndibitarisinn McDonalds hefur ekki enn náð að tröllríðajapönskum skyndibitamarkaði líkt og annars staðar í heiminum. Því er kennt um að matar- venjur Japana samrýmast ekki matseðli McDonalds sem fram að þessu hefur leitað logandi ljósi að að- ferð til að ná markaðshlut- deild í landinu. Nú virðist sem einhver markaðssnill- ingurinn hafi hitt naglann á höfðuðið því nýlega fór Donaids að selja rækju- borgara í útibúum sínum þar í landi og hafa viðskipt- in glæðst mikið síðan. Sjálfstæðismenn I Komu sérvel fyrirí Laugardalshöll enda löag og srröng seta framundan. Laugardalshöllin var klædd í bláan skrúða um helgina þegar 36. landsfundur Sjálfstæðisflokksins fór þar fram. Fundurinn samþykkti um tuttugu blákaldar ályktanir og gerði Geir H. Haarde að arftaka Davíðs Oddssonar sem for- manns flokksins. Sinfóníuhljómsveit íslands hitaði mann- skapinn upp fýrir lokaræðu Davíðs, þá síðustu á þessum vettvangi og Þorgerður Katrín náði þeim árangri að verða fyrsta konan til að ná kjöri sem varaformaður. Fundinum lauk svo rétt fýrir kvöldmat í gær með ræðu nýkrýnds for- manns og við svo búið héldu Sjálfstæðismenn heim á leið, glaðir í bragði með baráttuhug í brjósti eftir ánægjuríka helgi. Síðasti valsinn Tregafull sporá kveðjustund. I Geir H. Haar- de og Björn Bjarnason Veganestið geturkomið úr ótrúlegustu áttum.- Þorgerður Katrín Virtistró- leg yfir varafor- mannskjörinu enda ekkert að óttast. Hún sigraði Hátt að stefna Góð visa eraldrei ofoftkveðin. með yfirburðum. Lions gefur systrum sérsmíðuð hjól Systrunum allir vegir færir Síðasti þáttur Sirrýar á Skjá einum vakti mikla at- hygli en í honum komu systurnar Snædís Rán og AslaugÝrHjartardætur, 11 og 9 ára, ásamt foreldrum sínum fram. Litlu stúlk- umar em báðar heyrnar- lausar og við það að missa sjónina þrátt fyrir það læt- ur fjölsiyldan ekkert aftra sér. Enda tóku allir áhorf- endur eftir því að systurn- ar vom sérlega kátar og geislandi af lífsgleði. Eins og gefur að skilja veitast þeim þó Hvað liggur á? Sirrý Utlu systurnar sem voru gestiri síðasta þætti Sirrýar fá sérsmíð- uð hjól afhent I dag. sumir hlutir erfiðari í framkvæmd en öðrum en sem betur fer em til sérsmíðuð tæki og gott fólk sem getur aðstoðað þær. I dag ætlar Lionsklúbbur að af- henda fjölskyldunni sérsmíðuð hjól sem gerir fjölkyldumeö- linunum kleift að stunda hjólreiðar saman. Það er fátt ómögulegt þegar lífsgleði og góður vilji koma saman. „Ég ernú bara aðjafna mig eftir afmælis- og útgáfuhátíðarhöld. Svo liggur mér á að fara að vinna í næsta tölublaði afMálinu, fygiblaði Morgunblaðs- ins/'segir Þormáður Dagsson, ritstjóri og trommuleikari.„Svo eru einnig yfirstandandi stífar æfingar fyrir Airwaves-hátíðina." Læti á skemmtistað á Selfossi í fyrrakvöld Lagði til manns með hnífi „Hann neitaði að hafa beitt hnífi þarna," sagði Svanur Kristinsson varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi en upp úr miðnætti á laugardags- kvöldið var maður handtekinn á skemmtistað í bænum fyrir að leggja til annars manns með hnífi. Meintur árásarmaður var handtekinn og lát- inn gista fangageymslur. Hann var svo yfirheyrður í gærdag og sleppt að því loknu. „Það var eitthvað ósætti á milli þeirra," segir Svanur um ástæðuna fyrir látunum en hvorugur mann- anna er búsettur á Selfossi. „Hann slasaðist nú ekki alvarlega, þetta var minniháttar, smá rispa á hausnum," segir hann um meiðsli fórnarlambs- ins sem var fluttur til læknis til að- hlynningar. Málið er nú í rannsókn Með hníf í átökum Að- komumenn oliu usla á skemmtistað á Selfossi þeg- arannardró upp hnífog lagði til hins. hjá lögreglunni en hnífurinn hefur ekki fundist. „Það má segja að þetta sé bara staðhæfing á móti staðhæf- ingu," segir Svanur um málið á þess- um tímapunkti en frekari mynd af málinu ætti að fást á næstu dögum þegar búið er að yfirheyra vitni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.