Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2005, Qupperneq 16
16 MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 2005
Sport DV
Donys til
Keflavíkur
Sigurður Donys Sig-
urðsson er genginn til liðs
við úrvalsdeildarlið
Keflavíkur frá 1.
deildarliði Þórs
á Akureyri. Sig-
urður er fæddur
og uppalinn
Vopnfirðingur
og fyrir tveimur
árum síðan
höfðu lið í ensku
úrvalsdeildinni áhuga á
að fá hann til liðs við sig.
Hann lék h'tið með Þórs-
urum í sumar en Suður-
nesjamenn binda miklar
vonir við Sigurð sem var
búinn með samning sinn
hjá Þór og því frjáls ferða
sinna. Samningur Sigurð-
ar við Keflavík er til
þriggja ára.
Ágúst áfram
hjá KR
Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handbolta, segist ekki fá frið til að sinna starfi
sínu sem landsliðsþjálfari vegna ágangs fjölmiðla. Viggó gerir sér hins vegar ekki
grein fyrir því að hann hefur lítið gert annað undanfarið ár en að gera sig að fífli.
Að fá að vera
ílugdolgur í friði
l4{ito«»ó«)0roO‘,S
I bðnd
\ b*Wur
bækur
HEIÞSA
KR-ingar hafa endur-
samið við mið-
vallar og varnar-
manninn Ágúst
Gylfason. Hann
gekk til liðs við
KR haustið 2003
frá Fram. Hann
átti við nokkur
meiðsli að stríða
í sumar og spil-
aði aðeins 12 leiki og
skoraði í þeim tvö mörk.
Ágúst þekkir vel til Teits
Þórðarsonar sem nýverið
var ráðinn sem þjálfari KR
en Teitur þjálfaði Ágúst
hjá Brann í Noregi á sín-
um tíma. Ágúst er 34 ára
og hefur áður leikið með
Val og Fram hér á landi.
Milos áfram í
Víkinni
Serbneski varnar-
maðurinn Milos Glogovac
hefur framlengt samning
sinn við Víking til næstu
tveggja ára. Hann lék sem
miðvörður með Víkingum
í sumar og þótti standa
sig vel.
Birta er komin út!
„Ég sé ekki fram á að fá að klára
þetta verkefni í friði nema að ég nái
toppárangri," sagði Viggó Sigurðs-
son, landsliðsþjálfari í handbolta, í
viðtali við Stöð 2 á fimmtudaginn
og kvartaði í leiðinni undan því
að fá ekki starfsfrið. „Ég verð
að vinna hratt því það er
ráðist á mína persónu af
mikilli hörku,“ sagði Viggó
enn fremur.
Skoðum þetta aðeins nán-
ar. Viggó Sigurðsson furðar
sig á því að hann fái ekki
starfsfrið nema hann nái
toppárangri. Viggó ætti að
þekkja það manna best hvaða
kröfur eru gerðar til íslenska
landsliðsins í handbolta. Ef
hann er búinn að gleyma þeim,
þá getur hann spurt forvera
sína Guðmund Guðmunds-
son og Þorbjörn Jensson sem
báðir hrökkluðust úr starfi vegna
pressu. Viggó er kannski líka búinn
að gleyma því að hann var maður-
inn sem setti stefnuna á sjötta sætið
á HM í Túnis. Hann stóð ekki við
stóru orðin þar og stýrði liðinu í
tólfta sæti. í raun hefði sá árangur
átt að
vera
nóg til
að setja
punkt
fyrir aft-
an
lands-
liðsþjálfaraferil Viggós. Hann var
hins vegar sniðugur og kenndi dóm-
urum, leikmönnum,
gólfinu eða hitastiginu í
höllinni um tap sinna
manna. Hann tók ekki
sjálfur ábyrgð frekar en
fyrri daginn.
Viggó segist þurfa að
vinna hratt því það sé
ráðist af hörku á per-
sónu hans og hann fái
ekki starfsfrið fyrir fjöl-
miðlum. Það er ekki rétt
Viggó á blaðamannafundin-
um Viggó Sigurösson og HSl
héldu blaöamannafund en gáfu
aðeins útvöldum fjölmiölum
tækifæri á viðtali viö landsliðs-
þjálfarann. DV-mynd Pjetur
hjá Viggó því ekki voru það fjöl-
miðlar heldur landsliðsmaðurinn
Jaliesky Garcia sem kallaði Viggó
ómerkilegan lygara í viðtali fyrir HM
í Túnis eftir að Viggó hafði ásakað
Garcia um að eyða tíma á sólar-
strönd í stað þess
að taka þátt í und-
irbúningi fyrir
keppnina. Viggó
kom ítrekað fram
og hellti úr skálum
reiði sinnar þá og
kvartaði ekki undan
að fá ekki starfsfrið.
Ég veit ekki bet-
ur en að það hafi
verið Viggó Sigurðs-
son sem hafi af
tilviljun dottið í
hlutverk flug-
dólgs í Flug-
leiðavél í sum-
ar. Viggó var
blindfullur á
leið heim úr æf-
ingaferð með
U-21 árs lands-
liðinu og vildi
drekka meira.
Flugþjóni í vél-
inni fannst nóg
komið og vildi
ekki bera meira
brennivín i
hann. Viggó
var þyrstur,
þreif í flug-
þjóninn og end-
aði síðan ferðina
wa attmsas tw ioG®i.tffin n iÐftsm
FULLUR MEÐ
DÓLGS
(FLUBLEIBAVi
Mfi fíugþjón sem vtldi ekto
aefa honum metra brenmvm
lllilllllinilllll. .
ttiBBSSS’Wffl*
DV 5. ágtíst
Mistök í
tæknivinnslu
Vegna mistaka við
tæknivinnslu blaðsins
birtist greinin ekki í
heild sinni á laugardag.
Hún er því birt aftur í
blaði dagsins.
í lögreglufylgd. Hann
hefði kannski viljað
fá starfsfrið við að
„flugdólgast"?
Hann tók síðan
óumbeðinn að
munnhöggvast við
Alfreð Gíslason, þjálf-
ara Magdeburg, í DV.
Alfreð sagði að U-21
árs landslið íslands,
sem hafnaði í m'unda
Óskar Hrafn
Þorvaldsson
oskar@dv.is
íþróttaljós
sæti á HM í Ungverja-
landi undir stjóm
Viggós, hefði ekki ver-
ið í formi á mótinu.
Liðið lék langt undir
getu en Viggó lét sig
ekki muna um að
minna Alfreð á að
hugsa um sitt lið og
vera ekki að skipta
sér af því sem hon-
um kæmi ekki við.
Svona er Viggó:
Alltaf að biðja um
starfsfrið en er
aldrei til friðs sjálf-
ur.
Steininn tók
svo úr þegar hann
birtist á mynd í
Sportblaðinu,
sem tileinkað var
handboltanum.
Þar stóð hann ei-
lítið rauður, dálít-
ið þrútinn en
glaðbeittur, og
hélt á hundi.
Þetta var ein sú
ömurlegasta til-
raun sem undir-
ritaður hefur séð hjá manni sem
vildi hressa upp á ímynd sína,
imynd sem var orðin hvorki fugl né
fiskur.
í dag talar Viggó ekki við tvo fjöl-
miðla. Hann segist sæta persónuleg-
um árásum frá þeirra hendi. Það er
alrangt hjá honum. Það færi hins
vegar betur á því að hann kæmist í
fréttimar fyrir góðan árangur lands-
liðsins en góða frammistöðu í
drykkjukeppni í flugvél.
Gengið frá þjálfaramálum Grindavíkur
Sigurður tekur við Grindvíkingum
Sigurður Jónsson er næsti
þjálfari Grindavíkurliðsins,
tT* samkvæmt heimildum DV
Sports. Hann hefur undanfarið
-r verið sterklega orðaður við stöð-
una eða allt frá því að ljóst varð
að hann yrði ekki áfram þjálfari
Víkings, sem hann stýrði
upp í Landsbankadeild-
ina í vor. Milan Stefán
Jankovic, fráfarandi
þjálfari meist-
araflokks
Grindavíkur,
mun sjá um yf-
irþjálfun yngri
Þjálfarateymi Grindavíkur Sigurður Jónsson
veröur þjálfari Grindavikurliösins og Milan
Stefán Jankovic veröur honum innan handar.
flokka félagsins auk þess að vera Sig-
urði innan handar.
Sigurður átti reyndar eftir að
ganga endanlega frá sínum málum
við forráðamenn Grindavíkurliðsins
þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld
en það mun einungis hafa verið
formsatriði að klára samninga.
Milan Stefán Jankovic var í fyrra
fenginn til að þjálfa annan flokk
Grindavíkur og starfa sem aðstoðar-
maður Guðjóns Þórðarsonar. Þegar
ljóst var að ekki yrði af ráðningu
Guðjóns tók Jankovic að sér þjálfun
meistaraflokks. Grindavík rétt bjarg-
aði sér frá falli í haust með sigri í
lokaumferðinni.
Búist er við að tilkynnt verði um
ráðningu Sigurðar í dag.
eirikurst&dv.is