Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2005, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2005, Side 22
22 MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 2005 Sport DV Renault meist- ari bflasmiða Spánveijinn Femando Alonso á Renault sem á dögunum tryggði sér heims- meistaratitil ökuþóra í For- múlu 1 kappakstrinum, gulltryggði Renault, heims- meistaratitil bflasmiða eftir auðveldan sigur í Shanghai- kappakstrinum í gærmorgun. Renault hamp- aði titíi bflasmiða með 191 stigi. Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen á McLaren varð annar í gærmorgun en lið hans varð í 2. sæti bflasmiða i ár með 182 stig. í 3. sæti varð Ferrari með 100 stig, Toyota í fjórða með 88 og Williams í fimmta sæti með 66 stíg. Valurtapaði Kvennalið Vals er úr leik í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu eftir 11-1 tap gegn Evrópu- meisturunum Turbine Pots- dam en leikur- inn sem fór fram ytra í gær var síðari viðureign liðanna í 8 liða úrslitum keppn- innar. Margrét Lára Viðarsdótt- ir skoraði mark Vals þegar hún minnkaði muninn í 2-1 en hún tábrotnaði skömmu síðar og var skipt útaf á 16. mínútu. Staðan í hálfleik var 6-1 en samanlagður sigur þýska liðsins var 19-2 eftir 8-1 sigur á Laugardalsvelli fyrir viku. Aldrei áður hefur íslenskt félagslið náð jafn langt í Evrópukeppni í knattspyrnu. Gunnar Heiðar skorar enn Gunnar Heiðar Þorvalds- son heldur áfram að fara hamförum í sænska fótbolt- anum en hann skoraði tvö mörk fyrir Halmstad í gær sem valtaði yfir botnlið sænsku úrvalsdeildar- innar, Assyriska, 5-0. Fyrra mark- ið skoraði Gunnará31. mínútu þegar hann kom sínum mönnum í 1-0 en seinna markið kom á 67. mínútu og var lokamark leiksins. Ronaldo með tvö mörk Brasilíumaðurinn Ron- aldo gerði tvö mörk fyrir Real Madrid sem sigraði erkifj- endursínaíAt- letico 0-3 á úti- velli á laugardag í spænsku úr- valsdeildinni. Þriðja markið var sjálfsmark en Real var einum fleira síðustu 80 mínútur leiksins. Tvö mörk frá Ronaldinho nægðu ekki til að sigra Deportivo. Leiknum lyktaði með 3-3 jafntefli og jöfnuðu Deportívo metin á 86. mín- útu með marki frá Ruben Castro. Real er komið í toppsætið og er með fimm stiga forskot á Barcelona sem er f fimmta sæti. Haukar unnu í gær sinn fyrsta sigur í riðli sínum í Meistaradeildinni í handbolta. Liðið lagði ítölsku meistarana í Torggler Group Meran og höfðu Haukarnir þriggja marka sigur sem hefði mátt vera helst til stærri. Haukarnir þurfa nú að vinna ítalina og Árhus GF á útivelli ætli þeir sér annað sætið í riðlinum. Eitt af ellefu Jón Karl Björnsson átti stórleik með Haukum igær. Hér skorar hann eitt afellefu mörkum sínum. DV-mynd Valli Sigur Hauka á Torggler Group Meran hefði hæglega getað orðið stærri ef ekki hefði komið til skelfilegur kafii um miðjan síðari hálfleik þegar sóknarleikur liðsins hrundi og vömin og mark- varslan í kjölfarið. Lokatölur urðu 32-29. Ætli Haukamir sér að minnsta kosti þriðja sætið í riðlinum má liðið ekki tapa með þremur mörkum eða meira fyrir ítölunum ytra. „Ég er ánægður með stigin tvö. En hins vegar hefði ég vilja stærri sigur því við spiluðum geysilega vel stóran hluta leiksins. Síðan hleyptum við þeim inn í leikinn að óþörfu og í lok- in var þetta allt í einu orðinn hörku- leikur," sagði Páll Ólafsson þjálfari Hauka. „Reynsla Halldórs Ingólfsssonar í lokin var okkur mjög mikilvæg. Nú em Danimir næstir og svo fömm við til Ítalíu og spilum aftur við þá í leik sem við verðum að ná ágætis úrslit- um úr.‘‘ ítalimir byrjuðu leikinn betur en Haukar spýttu í lófana eftir um tutt- ugu mínútna leik í fyrri hálfleik og náðu fjögurra marka forystu í hálf- leik 15-11. í byijun síðari hálfleiks virtust Haukarnir ætla að rúlla yfir ítalina og náðu sjö marka forystu. En þá var sem allur vindur væri úr Hafn- firðingum og undir lokin þurftu þeir að treysta á gamla brýnið, Halldór Ingólfsson til að innbyrða sigurinn. Hann tók leikinn alfarið í sínar hend- ur og fiskaði vítaköst, skoraði og gaf stoðsendingar á víxl síðustu tíu mín- útur leiksins. Lokatölur urðu 32-29 fýrir Hauka. „Búningamaðurinn" með ellefu mörk Eins og áður segir átti Halldór góðan leik en bestir í liði séra Friðriks vom þeir Ámi Sigtryggsson og Jón Karl Bjömsson. Þrátt fyrir að líta frekar út eins og búningamaður er Jón Kari mjög öflugur vinsti homa- maður og gerði 11 mörk í gær. Hann er einn þessara leikmanna sem aldrei fær það hrós sem hann á skil- ið. Markvarsla Hauka var upp og ofan, Birkir ívar Guðmundsson varði vel í lok fyrri hálfleiks og byijun þess síðari en síðan fjaraði leikur hans út og Jónas Stefánsson leysti hann af hólmi og varði nokkra bolta í lokin. Slök markvarsla (talanna ítalska liðið er sterkara enn menn þorðu að vona. Blessunarlega fyrir Haukana vom markverðir þeirra arfaslakir og vörðu varla skot í leikn- um. Varamarkvörður þeirra, hinn geðþekki Michael Kessler var afar ósannfærandi milli stanganna. Lflc- lega um 1.70 sentimetrar og ekki meira en 60 kfló. Menn með slíkan vöxt eiga ekki að standa í marki í Meistaradeildinni í handbolta. Kóngurinn lofar sigri á Ítalíu Kóngurinn að Ásvöllum, Halldór Ingólfsson lofar stuðningsmönnum Hauka sigri gegn ítölunum ytra. Kóngurinn var hins vegar ekki sam- mála blaðamanni um að hann hafi reddað málunum í síðari hálfleik. „Ég meina það skiptir ekki máli hver bjargaði þessu það var fyrir öllu að vinna leikinn. Við vomm komnir með fína forystu en slökuðum á og var refsað fyrir það. Nú lendum við væntanlega í úrslitaleik við ítalina á Ítalíu og ég lofa sigri þar,“ sagði Kóngurinn og skelltí sér sturtu með strákunum. hjorvar@dv.is Mörk Hauka: Jón Karl Bjömsson 11, Ámi Sigtryggsson 8, Anclri Stefan 4, Kári Kristjánsson 4, Halldór Ing- ólfsson 4 og Guðmundur Pedersen 1. Fram vann sinn fimmta leik í röö í DHL-deildinni og trónir á toppnum Árangurinn kemur már á óvart „Ég verð að segja að árangurinn hefur komið mér talsvert á óvart," sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fram, eftir að hans menn unnu nauman sigur á ÍBV í gær, 28-27. Framarar vom með fjögurra marka forystu þegar fjórar mínútur vom óleiknar en misstu forskotíð niður á síðustu mínútum leiksins en náðu þó að landa sigrinum. „Þetta var hörkuleikur enda er lið ÍBV mjög gott. Að því leytinu til var sigurinn afar góður." Guðmundur segir að deildin sé jöfn og spennandi og að greinilegt sé að allir geti unnið alla. „Þannig hef- ur það verið og þannig verður það áfram. Það virðist ekki vera það mik- ill getumunur á liðum. Við höfum haldið okkar striki og emm ánægðir með það. Ég áttí ekki von á að lið sem er svo komungt og með nýjan þjálfara myndi ganga svona vel strax í upphafi móts. En það er lflca ljóst að hver einasti leikur er mjög erfið- ur." eirikurst@dv.is MörkFram: Sergiy Serenko 8, Jón B. Pétursson 6, Jóhann Einarsson 4, Þorri Gunnarsson 4, Haraldur Þorvarðarson 3, Stefán Stefánsson 2, Sigfús Sigfússon 1. Mörk ÍBV: Mladen Cacic 8, Goren Kuzmanoski 7, Ólafur Víðir Ólafsson 5, Michal Dostalin 4, Jan Vtipil 2, Sigurður Bragason 1. Markahæstur Sergyi Serenko skorar hér eitt af átta mörkum slnum i gær. DV-mynd Valli

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.