Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2005, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2005, Síða 27
DV Bílar MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 2005 27 hugmyndir í Tokyo einnig nafn hennar. Bíllinn er talsvert frá- brugðinn öðrum ný- legum módelum frá DaimlerChrysler og það skín í gegn að þeir eru að verða meðvitaðri um um- hverfislega þætti sem og félagslega. I kjölfarið á framleiðslu Continental GT og Continental Flying Spur, hefur Bentley gefið út myndir af nýjustu seri- unni, Continental GTC, sem er einnig sú síðasta í Continental seríunni. GTC mun ekki koma á markað fyrir kaupendur fyrr en 2006. ingin fyrir eðlilegri eyðslu og end- ingu bflvélar. Reynsla mín undan- farin 25 ár er sú að hagkvæmara sé að nota ódýra h'tið auglýsta smur- olíu, t.d. Comma, og endumýja á 5.000 km fresti á dísilvél og 10.000 km fresti á bensínvél. Þeir sem aka stuttar vegalengdir í senn, t.d. í Reykjavík, þurfa að fylgjast vel með magni smurohu á vélinni og skrá km-stöðu við olíuskipti. Vél sem sjaldan nær fullum vinnsluhita og vél í bfl sem einungis er ekið í borg- arumferð hefur tilhneigingu til að brenna smurolíu. Það hefur komið sumum illilega á óvart að upp- götva að vél í nýlegum bfl er nánast smurolíulaus. Fjórða aðgerðin: Athugaðu smurolíuna, mældu magnið og sé olían áberandi dökk á kvarðan- um skaltu endurnýja hana. Skoðaðu dekkin Dekk með eðlilegum loftþrýst- ingi, en hann er 26-28 psi, og með jafnt munstur, sem ekki er grynnra en 3 mm, hefur minnst vegviðnám. Ójafn loftþrýstingur, of lítill og/eða mikið slitin dekk geta aukið eyðslu um 5-15% eftir bílgerð og stærð. Negld vetrar- dekk auka eyðslu bíls. Sé dekkj- um víxlað á 5.000 km fresti á milli fram- og afturhjóla sömu megin má reikna með tvöfaldri endingu þeirra. Of lítill loftþrýstingur í lengri tíma eða á lengri keyrslu eyðileggur dekk með því að hlið- ar þess soðna (svört rák á mörk- um sóla og hliðar). Fimmta aðgerðin: Skoðaðu dekkin, mældu þrýstinginn, end- urnýjaðu/víxlaðu ef þarf. Ökuhraði skiptir máli Þótt dísilvél eyði að jafnaði minnu en bensínvél með sama slagrými hefur ökuhraði meiri áhrif á eyðslu dfsilvélar en bensín- vélar. Snúningshraðasvið dísilvélar er talsvert minna en bensínvélar, yfirleitt rösklega helmingur. Af því leiðir að eyðslu dísilvélar má halda sem næst lágmarki með því að velja gíra og hraða þannig að snún- ingshraði vélarinnar sé sem næst þeim sem skilar hámarkstogi, ekki síst í akstri á jafnsléttu. Auðveldast er að skýra þetta með dæmi: Amerískur GM- pikköpp með 6.5 htra túrbódísilvél og drifhlutfall 3.42 er ekið á jafn- sléttu á 95 km hraða. Þá mælist eyðslan 11,9 lftrar en vélin snýst þá um 1800 sm sem skilar hámarks- togi. Sé hraðinn aukinn um 16 km/klst (í 111 km/klst) mælist eyðslan 13,9 h'trar á hundraðið en það er aukning um 16,8%. Sé ekið frá Reykjavík til Akur- eyrar og akstri hagað þannig að hraði sé aldrei umfram 95 km/klst verður eyðslan nærri lág- marki eða 46,4 lítrar af dísilolíu sem kosta 5.290 kr. Sé akstrinum hagað þannig að meðalhraðinn sé 16 km meiri á klst. eykst með- aleyðslan í 13,9 lítra á hundraðið og í 54,2 lítra til Akureyrar og kostnaðurinn verður 6.179 kr. Bara þessi breyting á aksturslagi með auknum ökuhraða eykur eldsneytiskostnaðinn f einni ferð til Akureyrar og aftur til baka um 1.778 krónur. Sé sama bfl ekið 25.000 km á ári á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. 480 km/viku, sparast um 56 þúsund krónur á einu ári með því að haga akstrinum (hraða og inngjöf) þannig að bfllinn eyði 11,9 lítrum á hundraðið frekar en 13,9 h'trum. Til að skýra betur mismuninn á akst- urslaginu (hugarfarinu) kostar 56 þúsund krónur á ári að aka þannig að jafngildi 17% yfir löglegum hraða þegar þessi bfll á í hlut en í umferðinni eru margir dísilbflar sem eyða miklu meiru og því má gera ráð fyrir að talsvert stærri upphæðir megi spara í eldsneytis- kosmaði með því að stilla inngjöf í hóf og aka hægar. www.leoemm.com Fyrir nokkru fór ég ásamt föður mínum og þriggja ára dóttur á Subaru Forester ‘04 vestur á Snæfellsnes. Dóttir mín var í aftursæti í bflstól sem er þannig að bflbelti bflsins fer í ákveðnar festingar á stólnum og utan um bamið. Þegar við kom- um vestur stöðvaði ég við hlið sem þar er til að opna og keyrði síðan um 50 metra heim að sumarbústað, þangað sem ferð- inni var heitið. Beltið fast um barnið Þar drap ég á bflnum og fór út og opnaði afturhurð til þess að hleypa dóttur minni út. Þá kom í ljós að hún hafði líklega losað um beltið þegar ég stöðv- aði við hliðið og hafði á einhvern hátt snúið sér í beltinu þannig að það var læst um hana miðja og var byrjað að herða að þannig að hún var farin að gráta af hræðslu og sársauka. Ég reyndi hvað ég gat að losa beltið en það var alveg fast, ég reyndi að lyfta henni til að fá slaka en sama hvað ég reyndi þá hertist bara meira að og hékk hún orðið f beltinu þannig að það eina sem ég gat gert var að skilja hana eft- ir í bflnum, og hlaupa inn í sum- arbústaðinn eftir hnífi, hlaupa til baka og skera sundur beltið til að losa bamið. En faðir minn var áður farinn út úr bflnum og vissi ekki hvað var um að vera og heyrði ekki köll okkar. Bréf frá lesanda Ekki veit ég hvernig hefði far- ið ef ég hefði ekki verið þar sem ég gat nálgast hníf og vil ég með þessu vekja athygli á þessum möguleika og benda fólki á að hafa annaðhvort hníf eða skæri í bflnum til að skera beltin. Ég sagði nágranna mínum þessa sögu og hafði hann svipaða sögu að segja en kona hans og börn lentu í bflveltu niður í á fýrir nokkrum ámm og var kona hans föst í bflbeltinu og það var ekki fýrr en eldri maður, sem var með hníf á sér, kom á staðinn að tókst að ná konu hans út og var það á síðustu stundu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.