Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2005, Side 39

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2005, Side 39
!DV Síðast en ekki síst MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 2005 39 Þéttsetinn Þjóðleikhús- kjallari Oestir skemmtu se konunglega i svitabaðinu. m§§!| Hljómsveitin Jeff Who? er skipuð strák- um sem byrjuðu að rotta sig saman á göngum Menntaskólans í Reykjavík í lok síðustu aldar. Æfingar náðu á æðri skóla- stig en aldrei heyrðist tónlist sveitarinnar út fyrir veggi æfingarhúsnæðisins. Því fóru margir að efast um raunverulega tilvist sveitarinnar og ýmsar sögusagnir fóru á kreik um hvað drengirnir hefðu fyrir stafiii. Fyrir sléttu ári ákvað sveitin að kveða þær sögur í kút og efndi til tónleika Síðast en ekki síst Baddi Smile Löd ursveittur i syngj andi sveiflu. Ásgeir og Tobbl Voru drulluflottir þó aö þeir hafí ekki farid úr ad ofan á bar nokkrum í miðbæ Reykjavíkur. Þá fóru tannhjól velgengninnar að snúast. Tónleikarnir spurðust út fyrir landstein- ana og áður en nokkur vissi af var hljóm- sveitin komin úr hljóðveri og búin að gefa út breiðskífu. Lag af þeirri skífu vermir nú efsta sæti X-Dominos vinsældalistans og svo virðist sem hljómsveitin sé á óslítan- legri sigurgöngu í átt til heimsfrægðar. Á laugardagskvöidið bauð hljómsveitin velunnurum sínum og æstum aðdáend- um til samdrykkju í tilefni sigurgöngunnar í Aiþjóðahúsinu og í kjölfarið var talið í vel heppnaða útgáfutónleika á Þjóðleikhús- kjaJlaranum. Jeff sem enginn þekkti er nú á allra vörum. Sætar stelp- ur Og sveittir strákar. Rytmaparið Þormoður troirfhiari og Elis bassaleikari slá botjilnn i JeffWho? Kaupmannahöfn 77 París 16 Alicante 20 Ósló 10 Berlín 11 Milanó 18 Stokkhólmur 7 Frankfurt 16 New York 20 Helsinki 9 Madrid 19 San Francisco 19 London 17 Barcelona 23 Oriando/Fiórída 29 ... ÉMÉlll Það verður ekki mikið að gerast í veðrinu í dag, óttalega litlaust. Hægur austlægur vindur um allt land og hitinn verðurá bilinu fimm til tólf stig. Það kólnar reyndar með kvöldinu en við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að vetur konungur sé að banka upp á, f það minnsta ekki á næstu dögum. Óskar Hrafn Þorvaldsson • Kvikmyndagerða- maðurinn Dagur Kári Pétursson þarf væntanlega að fara ferða sinna fótgang- andi á næstunni. Hin fræga Fiat-bif- reið hans sást á Hringbrautinni í gær þar sem bíll frá Vöku var að draga hann burtu. Dagur Kári á annan slikan bíl í Kaupmannahöfn en ólfkegt er að hann muni flytja þann bíl til ís- lands. Bíllinn varð frægur þegar hann birtist í nýjustu mynd Dags Kára, Voksne mennesker, en það bjargaði honum ekki frá dráttar- bflnum... • Hin vinsæla hljómsveit Trabant sló eftirminnilega í gegn með síð- ustu plötu sinni og sérstaklega lag- inu Nasty Boy sem gerði allt vitlaust á vinsældarlistum í sumar. Trabant skrifaði á dögunum undir þriggja platna samning við erlent útgáfufyrirtæki og til stóð að gefa Nasty Boy út sem fyrsta smáskífulagið á Englandi. Enskir út- varpsmenn voru þó ekki jafn hrifnir af laginu og fslendingar, töldu það dónalegt og neituðu að spila lagið. Ekki er þó talið að þetta setji stein í götu heimsfrægðar hljómsveitar- innar... • Það kom fæstum á óvart að Kristján Þór Júlíusson, bæj- arstjóri á Akureyri, skuli hafa tapað fyrir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur í varaformannsslag Sjálfstæðisflokksins í gær. Fyrirfram var Kristján Þór ekki tal- inn vera sigurstrang- legur en kunnugir segja að hann stefni á þingmennsku og að eina ástæðan fyr- ir framboði hans hafi verið að stimpla sig inn í landsmálin, nokk- uð sem honum tókst ágætíega... • Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálf- ari í handbolta, virðist ekki fylgjast vel með sínum mönnum. Hann valdi markvörðurinn Roland Eradze, sem leikur með Stjöm- unni ekki í hópinn fyrir æfingamót í Póllandi og sagði hann meiddan. Það ku hins vegar vera btfll og þvættingur því samkvæmt Sig- urði Bjamasyni, þjálfara Stjömunn- ar, þá er Roland heill heilsu. Sigurður seg- ir jafnframt í Frétta- blaðinu að Viggó hafi aldrei haft samband við sig sem varpar þeirri spumingu fram hvað Viggó sé eiginlega að gera í vinn- unni... • Og meira af Viggó sem skammar Alfreð Gfslason, þjálfara Magdeburg, fyrir að Amór Atiason skuli ekki hafa tekið meiri framfömm á tveim- ur ámm hjá Alfreð en raun ber vitni. Viggó gleymir því að hann hafði Amór undir sinni stjórn í allt sumar í U-21 árs landsliðinu með þessum líka fi'na ár- angri...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.