Símablaðið - 01.11.1933, Síða 23
SÍMABLAÐIÐ
39
SumarMstaðnrinn.
Sumarbústaður símamanna er að
sinnu leyti til sóma fyrir símamenn, en
það er ekki vansalaust hvað þeir nota
hann lítið,eins mikln og búið er að kosta
til hans. Menn kjósa oft
heldur aðrar lélegri
skemtanir í frístundum
sínum, lieldur en þá að
le8gja leið sína þangað,
hvað þá að fara þangað
til að gera gagn, hlynna
að liúsinu eða umhverfi.
Hingað til hafa sumrin
einungis verið notuð til
dvelja þar, en nú hef-
lr landssíminn komið
með þá nýbreytni, að
veita starfsmönnum
sínimi vetrarleyfi og
ættu þeir að grípa tæki-
færið og notfæra sér nú
sumarbústaðinn, því að
nijög óvíða er jafngóð
aðslaða til að stunda vetraríþróttir og
þar: Isinn á vatninu lil skautaferða,
hrekkurnar fyrir skíða- og sleðaferðir,
°8 hælið upphitað með góðri miðstöð,
1U)g kol til að kynda með og fleiri þæg-
indi, sem telja mætti.
Menn liafa lílið eða ekkert gert að
því, að taka sig saman, til dæmis á
laugardagskveldum eða aðra frídaga og
lieimsækja liælið og skemta sér þar eft-
lr föngum, i staðinn fyrir að setjast inn
a kaffihús eða í bíó i ólieilnæmt and-
rúmsloft og eyða bæði miklum pening-
11111 og spilla heilsunni á reykingum og
‘iðru verra. Er þetta illa farið. Menn
l>afa kvartað yfir þvi að dýrt sé að
komast að húsinu, en það álít eg að
þurfi ekki að vera. Hægur vandi er að
komast fyrir litla peninga inn að Ell-
iðaám, og' þaðan er hægt að ganga það
senx eftir er. Fátt ætti að vera liollara
en að hreyfa sig í hreinu vetrarloftinu
og ærið hollara en inni á kaffihúsi, eða
öðrum slíkum stöðum, eg tala nú ekki
um það, ef maður gæti farið á skíðum,
en blessuð góða tiðin, það sem af er,
hefir nú komið i veg fyrir það.
Félagar, tökum okkur saman og sýn-
um dvalarstað okkar þá rækt að fara
margar og skemtilegar ferðir þangað i
vetur, enda spái eg því, að í framtíðinni
verða ekki farnar færri ferðir þangað
á veturna heldur en á sumrin.
Félagi í F. í. S.