Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.11.1933, Page 30

Símablaðið - 01.11.1933, Page 30
SÍMABLAÐIÐ 46 1.........1111.................................. Reynandi væri það! Þegar skáldsaga Björnstjerne Björnsons „Á guðs vegum“ í íslenskri þýðingu, var upp- seld í Reykjavík, fékk einn bóksölumaðurinn þar símskeyti frá umboðssölumanni sínum norður í sveitum, um að senda honum tafar- laust nokkur eintök. Hann sendi eftirfarandi símskeyti aftur um hæl: Engin á guðs vegum eftir í Reykjavik. Reynið Akureyri. Maðurinn kynti vin sinn konu sinni nið- ur við vatnið, — fáklæddan, eins og þau voru sjálf. Viku seinna þekti vinurinn konuna í stræt- isvagni og tók ofan fyrir henni. Konan lítur hvast á hann lengi, uns hún hrópar upp yfir sig, svo að allir í vagninum heyrðu: „Æ, komdu blessaður og sæll. Eg ætlaði ekki að þekkja þig í fötunum." Þau flýttu sér út á næsta götuhorni. Mikil dæmalaus ósköp getur hún talað, hún frú Guðrún. — Já, mér þætti sennilegast, að hún hefði verið bólusett með grammófónsnál síðast. Símamenn á Kambabrún. Þýski leikarinn Otto Walburg, sem er orð- lagður fyrir það að þurfa altaf að vera að tala, hringdi eitt sinn á miðstöð, og bað um nr. 111. Miðstöð svaraði: „Á tali“. Otto Walburg: „Gefið mér þá nr. 222.“ Miðstöð: „Einnig á tali.“ O. Walburg: „Gefið mér þá eitthvert skoll- ans númer, eg má til að tal a.“

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.