Símablaðið - 01.11.1933, Blaðsíða 35
S I M A B L A Ð I Ð
51
Kjörfundur F. í. S.
verður haldinn miðvikudaginn 10. jan. 1984 skv. 13. gr. félagslaganna. Yerða
þar valdir 10 menn til að vcra i kjöri við stjórnarkosningu á aðalfundi félags-
ins er haldinn verður mánuði síðar.
Reykjavík, 10. dcs. 1933.
Stjórn F. í. S.
ViS Norðurpólinn er ekki hægt að heyra
útvarp!
A heimskautssvæðinu er ekki hægt að
heyra útvarp. Ekki vegna þess, að þar eru
ekki til móitökutæki, heldur vegna þess, að
nattúran leikur sér að útvarpsbylgjunum á
undarlegan hátt. Rafsegulbylg jurnar hverfa
svo að segja með öllu, á þessu svæði. Þegar
loftskipið „Graf Zeppelin“ forðum flaug til
Norðurpólsins, urðu loftskeytamennirnir
varir við þetta fyrirbrigði á óþægilegan hátt,
þannig að á vissum tímum, meðan á fluginu
stóð, reyndist ógerlegt að ná loftskeytasam-
handi við umheiminn, og komust þeir loks
a® þeirri niðurstöðu, að loftskeytatækin
störfuðu alls ekki.
Vísindaleiðangur undir forustu ensks pró-
lessors, Appleton|s að nafni, ásamt aðstoðar-
'nönnum frá mentastofnun Heinrich Hertz í
Oerlín, hefir reynt að komast fyrir, hvernig
þessu muni vera varið.
t 13 mánuði hefir leiðangurinn haldið til
a eyðieyju, nyrst við Noreg, sem nefnd er
Ringvassöy, og hafa þeir komið þar upp loft-
skeytastöð, aðalmóttökustöðin var sett upp í
frontsö. Þar að auki settu þeir sig í sam-
hand við fjölda „privat“ manna um allan
Áoreg, sem með móltökutækjum sínum gátu
t.'Igst með tilraunum þessum. Það er tiltölu-
tega stutt síðan að vísindaleiðangurinn hætti
ölraunum sínum, og það virðist lita út fyrir,
‘>ð árangurinn muni leiða i ljós þessá leynd-
ar<lóma útvarpsbylgjunnar á Norðurheim-
skautssvæðinu. Fyrir norðan 70. breiddar-
sh's hefst þetta óeðlilega ástand loftsins.
-oftþrýstingurinn er þar meiri, og á stórum
s'æðum einangraður af „ultra“-fjólubláu
sólarljósi, sem drekkur — eða öllu heldur
sygur — i sig rafsegulbylgjurnar, og oft og
tíðum eru þar segultruflanir (Magnetiske
uvejr) sem geisa gegnum ljósvakann, og sem
að síðustu eyðileggja það, sem eftir er af
sveiflukrafti bylgjunnar, en á okkar breidd-
arstigum er það hið svokallaða „Heaviside“-
lag, sem kastar aftur frá sér bylgjunum, svo
helst lítur út fyrir, að þessi „skurn“ eða þetta
lag, sé ekki til á heimskautssvæðinu, eða með
öðrum orðum: Það er líkast því, eins og það
væri gat á himninum þarna norðurfrá, þar
sem bylgpurnar smjúga í gegn og út i ómælið.
Nákvæm niðurstöðuatriði af tilraunum
jieim, er leiðangur Appleton’s framkvæmdi,
eru ekki ennþá kunn í einstökum atriðum,
en það er hægt að slá því föstu, að kenning
Appleton’s, og þá sérstaklega tilgátur norsku
vísindamannanna þeirra Birkelands og Stör-
mers staðfesti þetta.
V í S U R.
Plokkað úr símareikningunum.
Tekjur ekki teljandi,
tafir þó til muna,
kennist einkum kveljandi,
kvotl við skriffinskuna.
Hér með skevtasafn er sent,
sem það fvrst var skapað:
öðru hef eg ekki nent:
og eitt af þeim er tapað.
Rituð eru reikningsskil;
rýrar tekjur sanna
]iað, að kreppan tekur til
talfrjósemi manna.