Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.11.1933, Síða 36

Símablaðið - 01.11.1933, Síða 36
52 S 1 M A B L A Ð I Ð Svo eg orða sögaina, sveinum vil og sprundum: Umbúðir um ögnina eru miklar stundum. Ekki lief eg á bví vald, óþörf skrif þó spari, umbúðir og innihald öðru bvort að svari. Dável gengur ennþá að auka skriffinskuna, okkur launalausum það léttir ekki muna. B. B. Frá Starfsmannareglunum hefir nú verið ioks gengið endanlega, af nefnd þeirri, sem landssimastjóri á sínum tíma skipaði til að semja þær. Höfðu breytingar þær, er félagið hafði óskað, flestar verið teknar til greina. Á síðasta fundi F. í. S. var kosin nefnd til að eiga lokaumræður um reglurnar við Landssímastj., með umboði til að samþykkja þær fyrir félagsins hönd. — í nefndinni voru Helga Finnbogadóttir, Guðm. Jóhannes- son, Guðm. Pétursson, Kristján Snorrason og Sig. Jónasson. Hefir hún einnig lokið starfi. Er nú það eitt eftir, að fá reglurnar stað- festar af stjórnarráðinu, it Símablaðið Í er gefið út af Félagi ísl. símamanna og kemur út 6 sinnum á ári. Verð kr. 4.00. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Andrés G. Þormar, Hringbraut 114. Pósthólf 575. Ritnefnd: Gunnar Schram, Ottó Jör- gensen, Jónas Jensson. Afgreiðsla á Landssímastöðinni í Rvík. Pósthólf 575. í dagskrárnefnd hafa verið kosin Helga Finnbogadóttir, Lárus Ástbjörnsson og Hákon Kristoffersson. Samningar standa yfir milli stjórnar minn- ingarsjóðs Landsspítalans og F. í. S. um greiðlsu fyrir starf símafólksins við af- greiðslu samúðarskeyta. Er ætlunin, að þókn- un fyrir það renni í styrktarsjóð F. í. S. Ivjörfundur F. í. S. verður haldinn 9. jan. næstk. Skjrsla um póstrekstur á íslandi 1927—1931, gefin út af póststjórninni, er nýlega komn út. Er þar mikinn fróðleik að finna, um innlendan og' erlendan póstrekstur, og skal hér minst á nokkuð. í árslok 1931 var tala póststöðva 533, móti 521 í árslok 1930, og eru hér aðeins taldar þær póstafgr., er taka þóknun fyrir starf sitt. Hér af voru póst -og símastöðvar (semein.) 14 talsins. Póstmenn voru 860, en langflestir þeirra hafa vitanlega póststörf að aukastarfi. Póstsendingar innanlands voru, árið 193L 1.929.100. En til útlanda samtals 378.300. Árið 1931 vou tekjur póstsjóðs kr. 732.973- en gjöldin voru kr. 653.912. Mestur hefij tekjuafgangurinn verið árið 1929, kr. 130,727.

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.