Símablaðið - 01.11.1935, Qupperneq 26
62
S 1 M A B L A í
Ber er hver að baki, nema sér bróður eigi.
á því, að bæjarsímastjórinn mun bæta
úr því, eftir þvi sem i bans valdi stend-
ur og eftir þvi sem reynslan sýnir.
Hitt er mikils meira um vert, að al-
ment eru viðkomandi starfsmenn á-
nægðir með þann árangur, sem náðst
hefir og sem væntanlega verður ekki
skertur.
En hér er fenginn nokkur próf-
steinn á það, hvers virði sá réttur er,
sem F. í. S. er veittur í 24 gr. starfs-
mannareglnanna. En taka verður þó
tillit til þess, þegar það er metið, að
þessir samningar fjölluðu um mál,
sem núverandi og fyrverandi lands-
símastjórar hafa að jafnaði sýnt
skilning á, -— en það eru launakjör
símafólksins.
En hitt er mjög liklegt, að borið
geti að höndum mál, sem meira djúp
er á milli, um skoðanir stjórnar og
starfsmanna símans, — og jafnvel
um það, hvort félagið hafi rétt til
samninga eða afskifta af þeim, eftir
þá loðnu, er 24. greinin var klædd í,
áður en endanlega var gengið frá
A
starfsmannareglunum. En þess verð-
ur þá að vænta, að símastéttin hafi
jafnan augun opin fyrir því, hvar tak-
mörkin eru fyrir rétti hennar til samn-
inga og afskifta af gerðum simastjórn-
arinnar, og fari ekki út fyrir þau tak-
mörk, — og að hún verði heldur ekki
þreytt til vandræða af símastjórninni,
í skjóli þess, hve ákvæði þessarar
greinar eru loðin, og að hún hins veg-
ar hafi jafnan fulla einurð til þess
að nota þau réttindi, er hún telur sig
eiga, til að bæta kjör sín og gæta rétt-
ar einstaklinga sinna.
Með þeim orðum vill Símablaðið
óska símamannastéttinni
Gleðilegs Nýárs.
jMíus 'páÉsjon.
er nýkominn heim, eftir nærfelt 10 ára
dvöl vestan liafs. Kom hann heim,
snögga ferð, á Alþingishátíðina 1930.
Símablaðið hef-
ir spurt hann
spjörunum úr, um
veru hans þar
vestra, og liafði
hann margt að
segja. Fyrstu 5
árin vann Júlíus
lijá Western Elec-
tric Co., fyrst aðallega við tengingu og
innlagningu síma, en síðar við sjálf-
virkar stöðvar. Var hann á stöðugu
ferðalagi um Mið-Ameríku, úr einni
borg i aðra, einu þorpi í annað, — með
umferðaflokkum, sem í voru alt að 300
manns. Á þessum ferðalögum kyntist