Símablaðið - 01.11.1935, Side 28
S í M A fí L A Ð I Ð
154
Setningin
á verkstæðinu.
Eins og getið var i síðasta blaði, hef-
ir það valdið mikilli óánægju meðal
símafólksins, livernig ráðstafað hefir
verið formannsstöðu við viðgerðar-
stofu landssímans.
Út af því harst stjórn félagsins
málaleitun frá ýmsum starfsmönnum
bæjarsímans, sem stjórnin sendi lands-
simastjóra. Vísaði hann málinu frá sér
og taldi, að félagið hefði ekki ástæðu
til að skifta sér af því.
Á fjölmennum félagsfundi var þetta
mál til umræðu. Var gerð fundarsam-
þykt, er fór í þá átt, að ætlast var til
þess, að stjórnin léti málið ekki þar
með detta niður.
Eftir því, sem stjórnin hefir kvnst
þessu máli, má fullyrða, að það liefir
ekki verið ástæðulaust, að starfsmenn
bæjarsímans kvörtuðu undan þessari
ráðstöfun, og bentu á þá hættu, sem
félaginu er búin af þvi fordæmi. Það
verður að telja það mjög misráðið,
að þessi setning skyldi ekki rædd á
fundi i símaráðinu. Ef slík mál eiga
ekki að ræðast þar, þá verður ekki
séð, að það sé eftirsóknarvert fyrir fé-
lagið, að eiga fulltrúa í því ráði. Og
Símablaðið býður Júlíus velkominn
heim og vonar, að hann verði enn á
ný sami góði og lífgandi krafturinn í
félagslífinu, og hann var fyr meir.
mun þá mega segja, að sannist sú
spá ýmsra félaga, að þau réttindi reyn-
ist ekki nema til skrauts.
En það er engum efa undirorpið,
að einmitt það ráð liefir aðstöðu til
þess að gera hæði símastofnuuinni og
símafélaginu mikið gagn, ef rétt er á
lialdið og vilji er til, hjá stjórn sím-
ans, að hlusta á þau rök og skoðanir,
sem til staðar eru í hinni breiðu fylk-
ingu starfsfólksins. Ekki einungis um
hagsmunamál fólksins, en einnig ýms
hagsmunamál stofnunarinnar.
()g livað snertir það mál, sem hér
um ræðir, er Símablaðið nú ekki í
neinum efa um, að það hefði get-
að skýrst svo við slíkar umræður, að
það liefði aldrei orðið neinn ásteyt-
ingarsteinn.