Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.11.1935, Síða 29

Símablaðið - 01.11.1935, Síða 29
S í M A B L A fí / Ð 65 Frumv. til laga um alþýðutryggingar liggur nú fyrir Alþingi, og eru likur til að það verði að lögum á þessu þingi. Þar sem það mun einnig koma til að snerta starfsmenn hins opinbera, vill Símablaðið benda starfsmönnum sím- ans á að kynna sér ákvæði þess, og muninn á tryggingarkjörum hins vænt- anlega lifeyrissjóðs Islands og lifeyris- sjóðs starfsmanna ríkisins. Er starfs- mönnum hins opinbera, sem yngri eru en 40 ára, heimilt, samkv. lögum þess- um, að velja um, í hvorum þessara sjóða þeir kaupa lífeyri. 62. gr. þessa frumvarps er þannig: „Lífeyrissjóður embættismanna og ekkna þeirra, sbr. lög nr. 51, 1921, og lífeyrissjóð- ur barnakennara og ekkna þeirra, sbr. lög nr. 33 1921, skulu lagðir undir stjórn Trygg- ingarstofnunar ríkisins, og hvorum um sig haldið þar sérskildum. Þeir embættismenn og barnakennarar, sem nú greiða iðgjöld í sjóði þessa, skulu gera það framvegis eftir sömu reglum og áður, enda eru þeir og konur þeirra ekki tryggingarskyldir samkvæmt ákvæðum þessara laga um elli- og örorkulífeyri. Heimilt skal þó hverjum embættismanni eða barnakennara, sem yngri er en 40 ára, þegar lög þessi taka gildi, að hætta iðgjaldagreiðsl- um til lilutaðeigandi lífeyrissjóðs, og er hann þá tryggingarskyldur hjá Lífeyrissjóði ís- lands. Embættismaður eða barnakennari, sem notar heimild þessa, skal fá endurgreidd ið- gjöld sín úr hlutaðeigandi sjóði, án vaxta. Þeir embættismenn og barnakennarar, sem stöðu fá eftir að lög þes’si öðlast gildi, eru tryggingarskyldir hjá Lifeyrissjóði íslands. Þó er þeim, sem stöðu fær siðar, heimilt að losna við tryggingarskylduna með því að greiða iðgjöld til hinna sérstöku lífeyrissjóða, enda sé hann ekki yngri en 40 ára, þegar lög þessi öðlast gildi.“ Er nú margt á dagskrá um lífeyri embættismanna, — sbr. tillögur launa- málanefndar, sem gera ráð fyrir mik- illi iðgjaldahækkun, — og væri því nauðsvnlegt fvrir embættis- og sýslana- menn, að taka það mál alt til ræki- legrar endurskoðunar, svo sem oft hef- ir verið bent á hér í blaðinu. Er það mála sannast, að þeir bafa verið sinnulausir í þessum efnunt. Virðist reynslan þó vera búin að sýna, að lífeyrir þeirra er of dýr, samanbor- ið við það fjárhagslega öryggi, er hann veitir. f öðru lagi hafa þeir verið algerlega sinnulausir um það, hvernig fé sjóðsins hefir verið varið. Hefði þó ekki verið nein fjarstæða, að krefjast þess, að þeir ltefði forgangsrétt að lionum, t. d. til bvggingalána, — eins og að láta ríkis- stjórnina nota hann að sínum geðþótta. Má benda á það, að kennarar hafa sérstakan lífeyrissjóð, sem veitir þeim ljyggingalán. En á þessu sviði sein öðrum, er sam- takaleysi opinherra starfsmanna eng- in takmörk sett. Má vera, að þeir rumski nú, því ekki virðist betra taka við með hinum nýju lögum. MiSunarstöS hefir veriS sett upp á Reykjanesi, til tilrauna, undir umsjá sím- ans. Hafa M. P, Pedersen og Marcont lán- að tækin.

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.