Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.11.1935, Blaðsíða 36

Símablaðið - 01.11.1935, Blaðsíða 36
72 SlMABLAÐIÐ það, að tekið verður á móti skeytasend- ingum livaðanæfa af hnettinum. Hinn 2. febrúar 1932 er afvopnunar- ráðstefnan kom saman, voru stutt- bvlgjusenditækin tekin í notkun, en þau eru sérstaklega ætluð til firðsendingar til hinna fjarlægustu staða. Hinsvegar liafði millibylgjustöðin, sem sérstaklega er ætluð Evrópu, verið i fullum gangi síðan 1929. Að jafnaði er starfsemi stöðvarinnar m. a. liáð skeytasendingum frá fulltrúa- ráði Þjóðabandalagsins, til meðlima þess, og jafnframt ríkisstjórna utan Evrópu. Einnig annast stöðin almenn skeytaviðskifti til og frá Svisslandi. Er þannig náð aðaltekjum stöðvarinnar, og munu þær hrökkva langt til reksturskostnaðar. Annars kemur tekjuhallinn á reikning Þjóðabanda- lagsins. Fljótlega kom það í ljós, að stöðin var þýðingarmikil frá stjórnmálalegu sjónarmiði. T. d. var það 1932 í deilu- málum Japana og Kínverja, út af Man- ehuríu, að stöðin hafði þýðingu sem tengiliður milli rannsóknar-sendinefnd- ar Þjóðabandalagsins á þeim stöðum og fulltrúanna í Sviss. En síðar er Þjóða- bandalagið tók þá deilu til meðferðar, annaðist stöð þessi hinar opinberu skeytasendingar. Japanska sendiráðið í Sviss notaði stöð þessa mikið um ára- skiftin 1932—’33. Mörgum þeim ræðum er um þær mundir voru, haldnar í Genf var endurvarpað af „Radio Nations" til Japan og U. S. A., beint úr ræðusaln- um, jafnóðum og þær voru fluttar. Einnig voru þá ræður teknar niður á hljómplötur til endurvarps síðar sömu leið. Einnig hafa tilraunir um firðsam- töl milli Genf og Tokio gefist ágæt- lega. Sími 1540. Bifreiðastöð íslands Sími 1540. Tóbaksvörup. Vindlar, Cigarettur, Reyktóbak, Neftóbak, Sælgæti, Ávextir. Litið inn i Tóbaksverzlunina Havana Austurstræti 4. , Sími 3380. Harla merkileg skeytasending átti sér stað frá stöðinni „Radio Nations“ um vorið 1933. Og mun slík sending skeyta vart eiga sinn líka. En það var er nefnd sú er Þjóðabandalagið hafði skipað i deilu Japana og Kínverja, kvað upp tillögur sínar. Plagg þetta var samtals 15.000 orð, og áskilið var að það skyldi firðtalað frá „Radio Nations“ í skevtaformi. Firð- talið gekk ágætlega og samtímis var innihaldið móttekið á eftirtöldum stöðum: Washington (fjarlægð 6.500 km.), Shanghai (fjarl. 9.250 km.) ,Tokio (fjarl. 9.500 km.), Rio de Janeiro (fjarl. 8.750 km.), Ruenos Aires (fjarl. 11.000 km.) og Sidney (fjarl. 16.000 km.). Meðan á þessu firðtali stóð, var stöð- ugt samand við allar viðtökustöðvam- ar, svo hægt væri að fylgjast með hvernig viðtakan gengi, og laga sig eftir þeirri stöðinni er seinvirkust var í mót- tökunni, svo þannig yrði komist hjá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.