Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1937, Blaðsíða 10

Símablaðið - 01.01.1937, Blaðsíða 10
2 SlMABLAÐIÐ símakonur taka laun í saina launa- flokki og 2. fl. skrifarar. Launa- greiðsla samkv. þessu skal gilda frá 1. jan. þessa árs og' teljast þjónustu- ár talsímakvenna, eins og þau voru 1. jan. síðastliðinn, þeim til aldurs- uppbótar í hinum nýja launa- flokki.“ Flutningsmenn tillögunnar voru þeir Asgeir Ásgeirsson, Einar Árnason, Hannes Jónsson, Héðinn Valdimarsson og Sigurður Kristjánsson. Þessi breyting felur í sér það, að taí- símakonur byrja með 1400 kr. launum i stað, 1200 og komast upp í 2200 kr. í stað 1800. Með þessu er vitanlega skapað ósam- ræmi milli launa talsímakvenna og varðstjóra við talsíma- og skeytaaf- greiðslu, — ósamræmi sem símastjórn- in vitanlega lagar. Um hitt má deila, hvort jafnframt hefir ekkiskapastósam- ræmi milli launa talsímakvenna og 2. fl. skrifara og kvensímritara. Það mál verður að sjálfsögðu rætt og athugað út frá hinum nýju viðhorfum í starf- rækslu símans, sem skapast liafa siðan launalögin gengu í gildi. , En með þdrri þingsályktun, sem Al- þingi samþykti, er því slegið föstu, — og það er mest um vert: Að Landssím- inn á ekki áð bjóða talsímakonum byrj- unarlaun, sem þeim á engan hátt er mögulegt að lifa af — nema með að- stoð annara, — og í öðru lagi, að hér eftir verður tekið tillit til þess, að marg- ar þessar stúlkur gera símastarfið að lífsstarfi, og þurfa því að geta trygt sig fjárhagslega gegn ellinni, auk þess sem þær oft og tíðum verða einnig að sjá fyrir ættingjum sínum. Fyrir félagið er hér um stóran sigur að ræða, fyrsta sigurinn yfir launalög- Alþingi og aiþyðutryggingarnar. Ekki verður sagt, að Alþingi hafi tekið stórmannlega á þeirri málaleitun símafólksins, að frestað yrði ekki leng- ur framkvæmd á 62. gr. alþ.tr.laganna. Því það er mala sannast, að þeir liátt- virtir þiúgmenn, sem liarðast gengu fram gegn henni, forðuðust að hlýða á þau rök, er sækjendur málsins höfðu fram að bera, — og töldu málið smá- mál. En það verður að segja það, að það er hart fjrir borgara þessa lands, að eiga undir þeim starfsaðferðum Al- þingis að búa, að ekki sé nokkur leið að koma rökum sinum inn í höfuð hinna virðulegu þingmanna, — en þeg- ar til atkvæðagreiðslu kemur, skuli þeir koma hlaupandi til að fella mál, sem þeir telja smámál, en sem fyrir tugi fá- tækra manna og kvenna er stórmál, — svo mikið stórmál, að þar getur verið um að ræða eina stóra tækifærið i lif- inu í hinni fjárhagslegu baráttu. En svo var um þetta mál. Skal svo útrætt um þá hlið þess. En hvað vakir nú fyrir þeim, sem börðust gegn því, að símafólkið yrði leyst undan því, að greiða hin háu ið- gjöld til lífeyrissjóðs embættismanna? Er það umhyggja fyrir þessu fólki? Það skal strax játað, að sá, sem þetta unum, næststærsta sigurinn í launamál- um siðan 1918. Sá stærsti er símtala- uppbótin. En þeir tveir sigrar sýna, auk ótelj- andi margs annars, að við þurfum ekki að vantreysta okkar eigin styrk.

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.