Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1937, Blaðsíða 22

Símablaðið - 01.01.1937, Blaðsíða 22
14 SlMABLAÐIÐ til felst. Símafólkið úti um land ætti að vera á varðbergi í þessu efni og senda svo ritstjórn blaðsins eða þar til völdum mönnum alt, sem til féllist af símafróðleik og skrítlum. En þar sem gera mætti ráð fyrir að margt kæmi, sem ekki væri viðeigandi að birta strax, eða jafnvel aldrei, þá yrði að hafa góða skoðun og vandað eftirlit með því, tii þess að særa engan. En við vitum, að surnt geiur verið skoplegt og líka merkilegt, en væri ekki til þess að birta það samtíðinni. Eg hefi oft lieyrt vel greindar mann- eskjur koma með liinar mestu liauga- vitleysur í hugsunarleysi, eða. af al- gerðu þekkingarleysi á vissum sviðum, og eru sumir binna lærðu manna þar lítið betri en almúginn. Eg bið yður svo að fvrirgefa, og lesa í málið þetta flýtisklór. Ef þér kærðuð yður um, g'æti eg kannske miðlað einhverju smávegis við tækifæri. Stjórn félagsins hefir skift þannig nieð sér verkum: Form.: Andrés G. Þormar. Varaform.: Guðm. Sigmundsson. Ritari: Ingólfur Einarsson. Gjaldkeri: Kristján Suorrason. Fjármálaritari: Jónas Eyvindsson. Kosning í Símaráðið er lokið, og var kos- inn Guðm. Pétursson, með 32 atkv., en til vara Ingibjörg Guðmundsdóttir, nreð 29 atkv. Trúlofun sína hafa opinberað ungfrú Arn- þrúður Ingólfsdóttir símamey, Sf. og Steinn Stefánsson kennari. Ungfrú Bergljót Wathne símamey, R. og Friðrik Bertelsen, heildsali. Samsæti og dansleik héldu F.Í.S. og Starfs- mannafélag Útvarpsins að Hótel Borgl3.febr. síðstt. Var þar margt manna og fjör mikið. Símvirkjar hafa sótt um það til Iðnráðsins, að fá iðn- grein sína viðurkenda. Enn hefir ekki kom- ið svar Iðnráðsins við því. Smámál hefir. það verið álitið, hvaða nafn skuli gefa „Sumarbústað simamanna að Vatnsenda“. Nafnval þarf þó ekki að vera neitt aukaatriði. Nafnið eitt getur haft seið- magn og fegurð, getur lokkað og laðað. Eins og ei skal greipa dýran stein í smekklausa gjörð, svo skal og velja nafn að verðleikum. Hvað er „Sumarbústaður" að vetrarlagi eða „Hressingarhæli“ hraustum símamönn- um. — Þá er „Nafnleysa“ betra nafn. Eg beini þeirri tillögu minni tit stjórnar F.Í.S. og sumarbústaðarnefndar, að heitið verði verðlaunum, t. d. kaffi með pönnu- kökum, þeim, sem kemur með besta nafnið á Sumarbústaðnum fyrir hvítasunnu, og verði síðan haldin rkírnarveisla þar upp- frá. — Stjórn F.Í.S. ákveði einhvern einn dómara. Kaffivinur. Félagsprenlsmiðjan.

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.