Símablaðið - 01.01.1937, Blaðsíða 21
S í M A B L A Ð 1 Ð
13
bjölluskálanna og síðast en ekki síst
styrkur hringingarinnar og óregluleg
og breytileg liringitíðni.
Nýjustu gerðir bjalla eru nú búnar
með aðeins einum, en sterkum, stálseg-
ul, og er því hægara að stilla þær en
gömlu bjöllurnar, sem oft voru gerð-
ar með tveim stálsegulum; enn frem-
ur eru stilliafstöður nýju bjallanna ein-
faldari og hentugri.
Skuli hringingin vera mjög kröftug,
verða kraftlinur stálsegulsins að vera
sameinaðar, eins vel og liægt er og
loftmótstaðan fyrir stálsegulsviðið lit-
il. í þessu tilfelli er næmnin minni
fvrir veikum hringistraumum og er
erfitt að láta bjölluna hringja vel i
sambandi við langar og lélegar linur.
En eigi næmni bjöllunnar aftur á
móti að vera mikil fyrir veikum
hringistraumum, verður kraftlínurás-
in að vera dreifðari og þvi meiri loft-
mótstaða í stálsegulsviðinu og litil
kólfsveifla notuð. Kólfsveiflan i bjöllu-
skálarnar verður þá veikari. Annars
er stilling hjallanna ,oft að miklu leyti
iiáð gerð þeirra.
Deyfðir og gamlir segular gera það
oft að verkum, að bjallan hringir
ekki vel, en haégt er að magna þá
að nýju. Það er þó vafasamt, hvort
það borgar sig að gera það, vegna þess
að ending segulmagnsins i gömlu stál-
segulunum er ekki eins mikil og í
lúnum nýju gerðurn.
Símabjöllur hringja betur við lága
bringitíðni, sérstaklega á lélegum og
löngum línum. Há hringitíðni vill
verka þannig, að draga úr segulmagni
stálsegulsviðsins, svo hringingin versn-
ar eftir nokkurn tíma.
Bilanir í hljóðnemaspennum.
Bilanir eru sjaldan i hljóðnema-
spennum. Þær bilanir, sem kunna að
koma fyrir, eru slit eða sveifla í vafn-
ingunum. Vegna eldingar eða snert-
ingar við sterkstraum getur komið fyr-
ir, að vafningarnir brenni (bráðni) og
getur það orsakað straumsamband
milli forvafs og eftirvafs eða slit í
eftirvafi. Þessa bilun er liægt að finna
með því að lilusta í hlust raðtengda
raflilöðu, og er þessi aðferð við leit-
un að hilun mjög almenn og mikið
notuð i símatækninni. Sé saml)and
milli forvafs og eftirvafs, heyrast há-
ir smellir, þegar hin raftengda hlust
við rafhlöðu er tengd milli forvafs og
eftirvafs. Sé slit í vafningunum heyr-
ast næstum engir smellir, þegar rað-
tengda hlustin við rafhlöðu er tengd
við vöfin.
Sé hljóðnemaspennir öfugt tengdur
í talfæri, þannig að forvafið er tengt
við línuna og eftirvafið við rafhlöð-
una, þá heyrist altaf illa frá talfær-
inu, en þar á móti veikist hlustnæmni
þess sjálfs ekkert.
Selskinna
Landssímans.
Gamall símastjóri skrifar:
Eg er sammála Gamla slmastjóran-
um (á blaðsíðu 56 í jólabl. síðasta) um
„Selskinnu", og eg vil bæta því við, að
um leið og safnað væri hinu gamla efni
i frásögn um símann og ýmsa atburði
bonum skylda,, þá ætti nú á hverju
ári að safna sem mestu af því, sem