Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1937, Síða 16

Símablaðið - 01.01.1937, Síða 16
8 SlMABLAÐIÐ þurfi að „bregða sér frá“, en koma áð- ur en byrjað er að lesa upp atkvæði. En ])etta henti mig og 2 aðra við þetta tækifæri. Þetta er ósvinna, og sérstaklega þegar þess er gætt, að menn voru mjög i ó- vissu um bvenær kosningin myndi Ijyrja. Fyrir utan það, að hæpið er að ástæða sé til að móðga félaga með því að gefa í skyn, — þó gert sé á þenna hátt að hugsanlegt sé að félagar F. í. S. leggi sig eftir því að svíkja i kosningum. Eg held víð getum ekki talist góðir félagar, meðan við hugsum þannig hver í annars garð. — Þá er ennfremur um það að ræða hér, að þetta gat haft álirif á úrslit kosningarinnar, ef þessi þrjú atkv. hefði öll fallið á þann sem næstur varð að atkv. magni. Á. Sveinbjörnsson. Athugasemd. Ritstjóri Símablaðsins befir sýnt mér þá velvild að lofa mér að líta ofanritaða grein áður en hún birtist í blaðinu, þar sem eg var fundarstjóri á umræddum fundi. Skál eg ekki gera nokkra athuga- semd við aðalefni greinarinnar, en þó benda höfundi á þessi atriði: 1. Þar sem engar t'illögur til laga- breytinga lágu fyrir aðalfundi var ekki eðlilegt, eða i samræmi við al- mennar fundarskapáreglur að stjórnin nýkosna, sem ekki hafði að fullu tekið við stjórn félagsins, færi að koma með slíkar tillögur á siðari hluta fundarins. Þess ber líka að gæta, að ekki lítill hluti af félagsmönnum býr utanReykja- víkur, og væri það vægast sagt ódrengi- legt gagnvart þeim, að gera verulegar Iagabreytingar án þess að gefa þeim kost á að greiða atkvæði um þær, þótt ckki sé það beinlínis tekið fram í félags- lögunum. 2. Alstaðar, í félögum þar sem leita á að almennustu trausti með kosningu, er notuð cbundin kosning. Slík kosning verður altaf nokkuð dreifð, en gefur lika altaf sannasta skýrslu um það hver sá félagsmaður er, sem almennast traust hefir, þeirra, sem til greina geta komið. Það kemur því eingöngu af þekk- ingarskorti á almennri félags-starfsemi, að segja að slíkt kosningafyrirkomulag eigi ekki rétt á sér í greinarlokin telur liöfundur að fundarstjórn mín hafi verið óliðleg, ein- strengingsleg og óþjál. Þessi ummæli höf. stafa af sama og eg nefndi síðast: af félags-þroska- og -þekkingarleysi höfundarins og því að hann (og þar eiga því miður altof margir félagsmenn óskift mál í því efni) þekkir hvorki almenn fundarsköp né félagsins eigin fundarsköp. Get hvorki eg né nokkur annar fundarstjóri bjargað slíkum fé- lögum, þegar svona ber undir. Verð eg að vísa því heim aftur, að það s.é. „ósvinna“ af fundarstjóra, að fara eftir fundarsköpum, og eins að það sé gert „til að móðga félaga“. Fundar- menn, hvar sem er, eiga það altaf við sjálfa sig, hvort þeir missa af réttind- um í einhverju máli fyrir það, að þeir ekki vilja vera viðstaddir annað mál, eða liafa ekki þolinmæði til að bíða. Annars er það svo í félaginu okkar, að ef fundarsköpum væri rækilega framfvlgt eins og vera ber, þá væru margir félagsmenn komnir í víti. Sbr. 6. gr. fundarskapanna og félagslögin.

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.