Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1937, Blaðsíða 17

Símablaðið - 01.01.1937, Blaðsíða 17
S t M A B L A Ð I Ð ‘J Lýk ])essu svo með eigin orðum liöf., að „eg lield (að) við getum ekki talist góðir félagar, meðan við liugsum þannig iiver í annars garð“, að illar hvatir liggi á hak við, ef ætlast er til að félagsmenn þekki skyldur sínar við félag sitt, þekki lög þess og fundarsköp og fari eftir þeim; sýni á fundum, að þeir eigi í sér félagslegan þroska. Yinsamlegast, St. Bj. Aðalfundur F. í. S. var haldinn dagana 17. febr. og 31. mars. Fer hér á 'eftir útdráttur úr fundargerðinni. Á fyrri fundinum skýrði formaður frá þvi, að sökum fjarveru gjaldkera væri ekki hægt að leggja fram reikninga, — á honum færi því aðailega fram kosningar, en umræður um fjármál og önnur slörf fél. yrði að bíða til framhaldsaðalfundar. Þá skýrði hann frá því, að fulltrúi félags- ins í simaráðinn, Andrés Þormar, hefði lagi niður umboð sitt, og yrði því að kjósa mann í hans stað út körtímabilið. Eftir nokkrar umræður var gengið til kosninga: I. I bókasafnsnefnd voru kosin: Hólm- fríður Jónsdóttir, Haildór Helgason og Ed- vard Árnason. II. í stjórn Lánasjóðsins: Jón ívars, Jón- as Eyvindsson, og til vara Ólafur Þórðarson. III. Endurskoðendur: Jón Bjarnason og Halldór Skaftason. TV. í nefnd til að athuga, með stjórn Pöntunarfélagsins, hvort og hvernig því skuli haldið áfram: Kristján Snorrason, Ó1 afur Þóðarson, Jón Bjarnason. V. í nefnd til að afla tekna til kauna húsgögnum í Meyjaskemmuna; Helga Finn- bogadóttir, Vilborg Björnsdóttir, Guðrún Möller, Þóra Bjarnadóttir, Bergljót Wathne, Klara Magnússon og Svava Brandsdóttir. VI. í nefnd til að efla vetraríþróttir með- al félagsmanna: Ágúst Guðiaugsson, Klara Magnússon og Bolli Gunnarsson. Þá voru gerðar eftirfarandi samþyktir: I. Stjórninni falið að lóta fara fram kosn- ingu á fulltrúa og varafulltrúa í símaráðið, til loka kjörtmabils hins fráfarandi fulltrúa. II. Formanni og ritara styrktarsjóðsins falið að athuga og gera tillögur um fyrir- komulag eða frámtíðarstarfsemi styrktar- sjóðsins. Loks gaf kjörnefnd skýrslu um stjórnar- kosningu. 106 félagar höfðu neytt atkvæðis- réttar sins og höfðu þessir hlotið kosningu: Andrés G. Þormar Kristján Snorrason Guðm. Sigmundsson Ingólfur Einarsson Jónas Eyvindsson og til vara Guðm. Jóhannesson Sofía Daníelsson með 102 atkv — 85 — — 71 — — 66 — — 52 — — 48 — — 38 — Að lokum urðu nokkrar umræður um fyr- irkomulag á kosningu formanns, og mögu- leikana fyrir því að kjósa hann sérstaklega. Var síðan fundi frestað. Hvað er rafmagn? Eftir Magnús Magnússon, verkfr. Frh. Þó að það sé skamt síðan, að menn tókn rafmagnið í þjónustu sina, er þó æði langt síðan að menn þektu raf- magn. Forngrikkir tóku þegar eftir því, að hlutir úr rafi, sem núnir höfðu verið með ullarklút, gátu dregið að sér pappírssnepla og öskukorn. En þetta gleymdist, og það var eigi fyr en 22 öldum seinna, að menn fóru að gefa þessu gaum á ný, eða á 17. öld. Þá nefndu menn þenna kynlega kraft rafmagn, af því að hann fanst fyrst i rafi. Enn liðu 2 aldir, áður en mönn-

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.