Símablaðið

Ukioqatigiit
Saqqummersitaq pingaarneq:

Símablaðið - 01.03.1943, Qupperneq 12

Símablaðið - 01.03.1943, Qupperneq 12
12 S 1 M A B L A Ð 1 Ð B. Baldvinsson bókari og Andrés G. Þor- mar aöalgjaldkeri, tilnefndir af Bandalagi starfsm. ríkis og bæja. Því miður var nefndin ekki skipuð fyr en á miðju sumri, (12. júlí), en ætlað að skila áliti áður en Alþingi kemur saman I. sept. Var það mjög misráðiS, þegar loksins er hafizt handa um þetta mikilsverða mál, að draga svo rnjög skipun nefndarinnar. — Opinberir starfsmenn eru sá fjöldi, störf þeirra og launakjör svo gjörólík og án samræmis, að um geysimikið starf er hér að ræða. Nefndin verður vitanlega að leita sér upplýsinga um starf hvers ein- staklings og meta það, en til slíks þarf mik- inn tirna, ef vel á að vera. Þá er tírninn, sem til þessa starfs er valinn, í fyllsta máta ó- hentugur. Við fjölda manna þarf að tala og leita upplýsinga hjá, en á þessum tíma eru flestir í sumarleyfum. Endurskoðun launa- iaganna og samræming launa opinberra starfsmanna hefir dregizt úr hófi, enda er orðið hið mesta ósamræmi í launagreiðslum hins opinbera. En úr því verður ekki bætt, svo að til frambúðar sé, nema við það verði lögð fyllsta alúð. Skal því ósagt látið, hvort launamálanefndinni tekst að skila áliti svo fljótt, að launalögin verði afgreidd á haust- þinginu. Til mála gæti þó komið, áð afgreiða launaflokkunina, — og verður ef til vill horfið að því ráði. Félag forstjóra við póst og síma. var stofnað á Akureyri í ágúst síðastliðn- um. í félaginu eru þeir starfsmenn stofn- ananna, er ekki geta verið meðlimir FÍS eða PFÍ. Mun það hafa ýtt undir stofnun þessa fé- lags, að svo að segja allir opinberir starfs- menn eru nú orðnir félagsbundnir innan vébanda Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, — og Bándalagið er orðið það öfl- ugt, að ekki verður framhjá því gengið, þegar rætt er um kjör opinberra starfs- manna. Stjórn þessa nýja félags skipa Gunnar Gunnar Schram. Schram símastjóri á Akureyri, formaður, Ólafur Kvaran ritsímastjóri í Reykjavík, ritari, og Sigurður Dahlmann símastjóri á ísafirði, gjaldkeri. Félagið hefir þegar sótt um upptöku í BSRB og kosið Friðbjörn Aðalsteinsson skrifstofustjóra fyrir fulltrúa á Bandalags- þingið í haust. Símablaðið óskar þessu nýja félagi góðs gengis og væntir góðrar samvinnu milli þess og hinna annara stéttarfélaga pósts og' sírna. Gunnar Schram, formaður hins nýstofn- eða félags, var formaður FIS árin 1918— 1934 og vann manna mest að því, að skapa félaginu það áhrifavald, er það hefir búið að. Flestir meðlimir hins nýja félags hafa átt sæti i stjórn FÍS. fffdaJfundur. FSBS var haldinn á Sauðárkróki dagana 14. og 15. ágúst s.l. Formaður félagsins, Karl Helgason, símastjóri á Blönduósi, gat ekki mætt á fundinum, sökum veikinda. Á fundinum voru rædd ýms hagsmuna- mál félagsmanna, einkum út frá nýjurn við- horfum, sem skapazt hafa, svo sem orlofs- lögunum o. fl. Þá var sanrþykkt að sækja urn upptöku í Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, og kosnir fulltrúar á þing þess, þeir Magnús Oddsson og Þorkell Teitsson. Ákveðið var

x

Símablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.