Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.03.1943, Blaðsíða 14

Símablaðið - 01.03.1943, Blaðsíða 14
14 SÍMABLAÐIÐ Stöðvarstjóraskipti við útvarpsstöðina á Vatnsendahæð. Landssíminn lánar stöðvarstóra til tveggja ára. Sveinbjörn Egilsson stöðvarstjóri viS út- varpsstöðina á VatnsendahæS hefir sagt þvi starfi lausu frá I. okt. n. k. Einnig hefir aSstoSannaSur hans, Magnús Jóhannesson, sagt starfi sínu lausu frá sama tíma. Sveinbjörn Egilsson hefir veriS stöSvar- stjóri frá því útvarpiS byrjaSi, 1930, og vann aS uppsetningu stöSvarinnar ásamt verkfr. Marconifélagsins. Hefir Sveinbjörn haft á sér sérstakt orS fyrir þekkingu og samvizkusemi. Magnús Jóhannesson hefir starfaS á út- varpsstöSinni síSan 1933 og veriS af sam- starfsmönnum sínum talinn rnjög góSum hæfileikum búinn og meS afbrigSum sam- vizkusamur í starfi sínu. Undir venjulegum kringumstæSum mundi opinber stofnun reyna aS halda slík- um mönnum í þjónustu sinni, —• einkum þar sem hún telur sig ekki hafa öSrum mönnum á aS skipa, til aS taka viS störfum þeirra. Hér mun engin tilraun hafa veriS gærS til þess. SímablaSiS hefSi aS sjálfsögSu ekki taliS sér bera aS taka þessar uppsagmir og ráSn- ingu nýrra starfsmanna til athugunar, ef ekki hefSi viljaS svo til, aS ÚtvarpiS leitaSi til Landssimans í vandræSum sínum, og aS Landssíminn lánaSi því mann til aS takast á hendur stöSvarstjórastarfiS um tveggja ára skeiS. Uppsagnir þessar bar svo aS, aS alit virtist ekki meS felldu um þær. Og ráSning hins nýja stöSvarstjóra bar svo brátt aS, og meS svo óviSkunnan- legri leynd, aS einnig þaS benti á, aS allt væri ekki „eins og það ætti aS vera“. Stjórn FÍS ákvaS því,_ aS láta sig máliS skipta. Ilenni hafSi borizt til eyrna, 'aS ó- ánægja hinna tveggja starfsmanna út af viS skiptum þeirra viS yfirmenn sína, væri aS einhverju eSa öllu leyti orsök uppsagn- arinnar. SjónarmiS hennar var þetta; Ef þessir starfsmenn viS hliSstæSa stofn- un símanum teldi sig misrétti beitta, eSa hefSu ástæSu til óánægju út af viSskiptum sínum og yfirboSaranna, og ef þeir segSu starfinu upp af þeim ástæSum, væri líklegt, aS enginn starfsbræSra þeirra hefSi viljaS taka viS starfi þeirra, þó færir hefSu veriS um þaS. HefSu þeir á réttu aS standa, var kúmiS inn á hættulega braut fyrir síma- mannastéttina, er símastjórnin. leysti þau vandræSi, sem viS þaS höfSu skapazt, meS því aS lána starfsmann til aS hlaupa í skarSiS. Sama sagan gat endurtekiS sig innan símastofnunarinnar. Myndi síma- mannastéttin þá ekkert geta viS því sagt, þó einhver starfsmaSur Útvarpsins, eSa annarrar hliSstæSrar stofnunar tæki starf símamannsins aS sér, þó enginn stéttar- bræSra hans fengist til aS gera þaS. ViS nánari eftirgrennslan kom þaS þá líka í Ijós, aS þessir starfsmenn útvarps- ins töldu framkomu yfirmanna sinna hafa veriS á þann veg undanfarin ár, aS þeir gæti ekki viS þaS unaS. VirSist annar þeirra, Magnús Jóhannesson, eingöngu segja upp starfi sinu af þeim ástæSum, en Svein- björn meSal annars þess vegna. VirSist óánægjan vera sprottin af þvi, aS þessum starfsmönnum þyki stjórn Útvarpsins hafa tekiS ýmsum málaleitunum þeirra af stirS- leika,.— svaraS þeim dræmt eSa ekki, og ósanngjarnar fyrirskipanir gerSar til þeirra um vinnutíma. AS athuguSu máli hafa stjórnir hinna tveggja starfsmannafélaga, FIS og Starfs- mannafél. Útvarpsins, taliS rétt aS taka mál þetta sameiginlega til yfirvegunar, ekki meS þaS fyrir augum, aS hafa áhrif á upp- sögn þessara manna, því þaS er vitaS að hvorugur þeirra myndi fáanlegur aS svo komnu til aS vera áfram í starfi sínu, held- ur meS þaS fyrir augum, aS reyna aS koma í veg fyrir aS slíkar uppsagnir endurtaki sig; og hitt, að slík mál verSi leyst á sama

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.