Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1949, Page 39

Símablaðið - 01.01.1949, Page 39
SlMABLAÐIÐ 7 in væri fús til viðræSna um máliti, en það var álit okkar að með viðræðum mætti finna lausn á launamálinu. Sama dag og vinnustöðvun skyldi hefjast var ákveðið að halda félagsfund, en þann dag var samninganefnd félagsins kvödd á fund póst- og símamálastjóra, og síðan á fund símamálaráðherra, en þar var einnig staddur f jármálaráðherra. Málið var rætt á víð og dreif, en að lokum kom fram sú ósk ráðherranna að við frestuðum vinnustöðv- un um vikutíma eða svo, að þeim tíma liðn- um fengist viðunandi lausn á þessu vanda- máli. Ráðherrarnir töldu að þar sem nefnd sú er ríkisstjórnin skipaði til að athuga þetta mál, hefði enn ekki lokið störfum, eða skilað áliti, þá vissu þeir elcki um sann- leiksgildi krafna okkar, en þeir lofuðu því jafnframt, að ríkisstjórnin myndi hlutast til um að nefndin færði nefndarstarfið ekki út á breiðan grundvöll, en gæti skil- að áliti innan vikutíma. Samninganefndin lagði þá spurningu fyrir ráðherrana, hve væntanleg uppbót yrði mikil, og þeir svór- uðu 'að niðurstöður nefndarinnar mundu að framfarinni athugun verða sá grundvöllur, sem ríkisstjórnin byggði á við afgreiðslu málsins innan þeirrar heimildar, sem þegar væri fengin og kynni að fást. Ennfremur lýstu ráðherrarnir því yfir, að ríkisstjórnin hefði fullan vilja á þvi að leysa málið, sem allra fyrst og á þann hátt, sem viðunandi væri. Við í samninganefnd töldum okkur ekki geta farið á félagsfund með munnleg loforð og óskuðum eftir þeim skriflegum, sem við og fengum. Á félagsfundinum um kvöldið mættu rúmlega 200 manns, og er það einn fjöl- mennasti fundur sem haldinn hefir verið, en áður en fundurinn hófst hafði stjórnin boðað fulltrúaráð félagsins á fund og þar lagði samninganefnd fram þessi skriflegu loforð. Niðurstaðan af þeim fundi var sú að samþykkt var að leggja til að fresta vinnustöðvun í umbeðinn tíma. Þetta álit var lagt fyrir félagsfundinn og urðu um það miklar umræður, ekki mátti á milli sjá hvor skoðunin yrði ofan á, sú að hefja vinnu- stöðvun á miðnætti, eða fresta henni í viku- tima, mörgum þótti i loforðum ráðherranrt.a, nokkuð loðið orðalag, þar sem talað var um frest í vikutíma eða svo, var sú skoðun al- menn að ef frestur yrði gefinn þá yrði hann bundinn við 7 eða 10 daga. Svo fór að lok- um að samþykkt var að fresta vinnustöðvun í 10 daga, ennfremur að starfsfólkið tæki laun sín með þeim fyrirvara, að þessi skrif- legu loforð ráðherranna yrðu efnd að fullu. Næstu 10 dagar liðu fljótt og engar viðræð- ur fóru fram, við ákváðum að efna til fé- lagsfundar þann 9. júlí, en fyrir þessum fundi lá sú ákvörðun ríkisstjórnar að nota heimildina og greiða 10% launauppbót frá 1. júlí. Fundurinn taldi þetta ekki viðun- andi lausn og var það fellt. Daginn eftir, þann 10. júlí átti formaður B.S.R.B. og samninganefnd F.Í.S. viðræð- ur við símamálaráðherra Emil Jónsson, og sá fundur bar þann árangur að okkur var boðin 20% launauppbót og að hún skyldi greidd á 5 mánuðum með jöfnum greiðsl- um í stað 6. Um kvöldið var boðað til félags- fundar, sem var einnig afar fjölmennur og þetta síðasta tilboð lagt fram og eftir nokk- urar umræður, var það samþykkt. Form. B.S.R.B. sem var á þessum fundi óskaði félaginu til hamingju með þennan sigur í launabaráttunni. Þannig lauk þessari deilu að sinni. í framhaldi af þessum átökum okkar, fengu svo allir opinberir starfsmenn sömu launauppbót og við, og Alþingi hefur nú ný- lega samþykkt heimild til ríkisstjórnarinnar um áframhaldandi 20% launauppbót til op- inberra starfsmanna. Nú hefur okkur verið lofað að launalög- in skuli endurskoðuð á þessu Alþingi og fráfarandi ríkisstjórn skipaði 6 manna nefnd til að endurskoða þau. Sú nefnd starf- ar nú og vonandi lýkur hún störfum sínum fljótt, svo endurskoðun launalaganna verði að veruleika á þessu þingi, og þá í þeirri mynd, sem hægt verður að una við í náinni framtíð. Þessi launabarátta okkar símamanna er einstök að því leyti, að það varðar ekki við landslög þó verkalýðsfélög hóti eða hefji vinnustöðvun, en við erum settir skör lægra í þjóðfélaginu en aðrir þegnar, þvi yfir höfði okkar hanga verkfallslögin frá árinu 1915, sem hafa verið réttnefnd „þrælalög“ og hægt hefur verið í skjóli þessara laga að halda okkuur fyrir neðan aðrar stéttir í launum. Viðhorfið til þessara iaga virðist

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.