Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2005, Blaðsíða 10
1 0 MIÐVIKUDAGUR 30. NÚVEMBER 2005
Fréttir DV
Njörður er fluggáfaður maður
sem lætursig líknarstarf mikið
varða.
Hann getur verið þungur og
það er ekki hsegt að segja
nei við hann.
„Ég tel hann hinn
mætasta og ágætasta
mann. Hann hefur varið
mjög miklu aftlma sín-
um í mikilvæg mátefni,
nú síðast i SPES verkefnið sem er
merkilegt menningar-, þróunar-
og llknarstarf. Mér þykir það til
fyrirmyndar og hans þáttur og
þeirra hjóna aðdáunarverður.
Ég þekki ekki galla hans en geri
ráð fyrir því að hann hafi ein-
hverja afþeim göllum sem aðrir
frumkvöðlar og merkismenn
hafa."
Jón Sigurðsson seðlabankastjóri.
„Njörður er eldklár,
skarpur og fiinkur maður
með eindæmum. Hans
helsti galli er aðhann
getur verið ansi þungur á
bárunni og of atvörugefinn."
Jóhann Páll Valdimarsson útgefandi.
„Hann er ótrúlega fyiginn
sér og ákveðinn. Hann
hefur göfugt hjartalag
eins og sést með SPES
samtökunum. Þar fyrir
utan er hann smekkmaður á ís-
ienskt mál og menningu. Helsti
galli hans er aö það er ómögu-
legt aö segja nei við hann, hann
vinnur alla til fylgis við sig."
össur Skarphéðlnsson alþinglsmaður.
Njöröur Pétursson NjarÖvík er fæddur 30.
júní 1936. Fyrir fimm árum stofnaði hann
SPES samtökin sem vinna að uppbyggingu
heimila fyrir munaðarlaus börn í Afríkurík-
inu Tógó. Hann varjafnframt frumkvöðull-
inn að stofnun íslandsdeildarsamtakanna
sem stofnuö var nýlega.
Stormur
drepur sjö
Mikil og djúp lægð gekk
yfir Kanaríeyjar árla morg-
uns í gær með þeim afleið-
ingum að sjö létust, flestir
þeirra fiskimenn á sjó úti.
Lægðir á þessu svæði eru
hvað hættulegastar vegna
mikils vatnsviðris sem
þeim fylgir. Yfirvöld á
Tenerife bjuggust við gíf-
urlegri úrkomu á þeim 12
tímum sem búist var við
að tæki storminn að ganga
yfir og vöruðu við vind-
hraða allt að 100 kíló-
metrum á klukkustund.
Vindurinn varð þó töluvert
minni þegar lægðin gekk
yfir eyjarnar.
Harka færist í deilurnar í Melasveit. Á sunnudaginn mætti Lögreglan í Borgarnesi
ásamt sérsveit Ríkislögreglustjóra á Höfn í Melasveit og handtók Sverri Þór Einars-
son, betur þekktan sem Sverrir tattú. Honum er gefið að sök að hafa hrint Unni
Herdísi Ingólfsdóttur. Atvikið er til á myndbandi sem lögreglan hefur í vörslu.
inn. Segir uppákomuna
tattú
Sérsveit Ríkislögreglustjóra ásamt Lögreglunni í Borgarnesi
handtók Sverri Þór Einarsson, betur þekktan sem Sverrir tattú,
um helgina. Sverrir er sakaður um að hafa ráðist á nágranna
sinn Unni Herdísi Ingólfsdóttur. Handtakan tengist deilum í
Melasveit sem DV hefur fjallað um. Þar hafa hjónin á Höfn,
Gunnar Tyrfingsson og Unnur Herdís Ingólfsdóttir, staðið í deil-
um við Ólafínu Ingibjörgu Palmer sem leigir þeim land. Sverrir
tattú hefur starfað í umboði Ólafínu.
Hjónin á Höfn Gunnar segir Sverri Þór hafa
ráðist á Unni Herdisi konu slna og hrint
henni meö þeim afleiðingum að hún féll til
jarðar og slasaðist.
„Vjð eigum mynd-
band afþess.u og
sýndum sérsveitar-
manninum það og
Sverrir var handtek-
inn í kjölfarið."
segja myndbandið, komi til með að
sakfella þau sjálf,“ segir Sverrir Þór.
Marin og meidd
„Hann óð inn í garð til okkar og
klippti niður runna og girðingar,"
segir Gunnar Tyrfingsson.
„Við fórum til hans og báðum
hann að hætta þessu en þá fór hann
að æsa sig. Unnur Herdís bað hann
að hætta að klippa nmnana en þá
slær hann á bakið á henni svo hún
hendist yfir girðinguna og inn í
garð aftur. Hún lenti á höfðinu
og bakinu, meiddist á höku og er
marin. Við eigum myndband af
þessu og sýndum sérsveitar-
manninum það og Sverrir var
handtekinn í kjölfarið."
Sérsveitamaður frá Ríkis-
lögreglustjóra fór með
Unni Herdísi á Heilsu-
gæslustöðina í Borgar-
nesi þar sem hún fékk
áverkavottorð.
Kærur og klögumál
Samkvæmt upplýsingum frá Lög-
reglunni í Borgarnesi óskaði hún eft-
ir liðsinni sérsveitarinnar sem var á
ferð ekki langt frá.
Theodór Þórðarson, yfirlögreglu-
þjónn í Borgarnesi, segir að lögregl-
unni hafi borist nokkrar kærur í
þessum mánuði frá Melasveit en að
hann gæti ekki farið nánar út í þær.
Lögregla muni taka skýrslu af Unni á
næstunni.
atli@dv.is
Einarsson Var
Rlkis-
heimilisfólkinu á Höfn.
„Ég er sannfærður um að þetta
hafi verið sviðsett," segir Sverrir Þór
Einarsson en hann var handtekinn í
Melasveit af sérsveitarmönnum Rík-
islögreglustjóra á sunnudaginn.
Sverrir Þór er ásakaður um að
hafa hrint Unni Herdísi með þeim
afleiðingum að hún féll út fyrir veg
og á andlitið.
„Heimilisfólkið á Höfn var búið
að stilla upp myndatökumanni þeg-
ar þau komu að ónáða mig en ég var
að setja upp nýja girðingu. Þau
helltu yfir mig fúkyrðum og svívirð-
ingum en ég held að þetta hafi verið
tilraun til þess að espa mig."
Sverrir Þór segir Unni Herdísi
hafa slegið sig nokkru áður.
Þakklátur lögreglu
Sverrir Þór var handtekinn og
færður á lögreglustöðina í Borgar-
nesi þar sem hann var vistaður í
klefa. f skýrslutöku hjá Lögreglunni í
Borgamesi sagði Sverrir Þór að hann
hefði óttast um líf sitt þar sem Kol-
brún María, dóttir Gunnars og Unn-
ar, hafi verið með kúbein á staðnum
þegar atvikið átti sér stað.
„Kolbrún hélt á kúbeininu og
reiddi það til höggs. Ég er þakklátur
lögreglunni fyrir hvað þeir vom al-
mennilegir og veittu mér góða og
mikla áfallahjálp enda mikið áfall að
verða fyrir svona árás. Þeir vom
plataðir til að taka þátt í illvirkjum
annarra en miðað við hvað þeir
komu vel fram við mig er greinilegt
að þeir vissu að þetta var níðings-
verk. Ég held að sönnunargagn
heimilisfólksins á Höfri, það er að
Sérsveitin Var mætt alvopnuö og handtók
Sverri Þór. Sérsveitarmaöur ók Unni Herdlsi
á Heilsugæslustöðina í Borgarnesi þar sem
hún fékk áverkavottorð.
Sverri
Takk fyrir síðast hópurinn setur markið hátt
Ekkert Hong Kong drasl
„Við emm nýbúin að halda stutta
sýningu í Reykjavík. Ég var að vísu
erlendis og þess vegna ekki við-
staddur sýninguna en fylgdist vel
með öllu í gegnum SMS-skilaboð,"
segir Sighvatur Ómar Kristinsson,
einn meðlima hönnunargengisins
Takk fyrir síðast.
í Takk fyrir síðast hópnum em
nokkur fyrrverandi bekkjarsystkin
úr vöruhönnunardeild Listaháskóla
íslands. Þau hafa haldið hópinn síð-
an á útskrift fyrir tveimur ámm og
meðal annars farið tvisvar sinnum
með afurðir sínar á heljarinnar
hönnunarsýningu í Mílanó.
„Þessi sýning heitir Sigurvegari
dagsins og felst í því að áhorfandinn
getur fagnað persónulegum sigmm.
Samhliða sýningunni er gefin út sjö
tommu hljómplata þar sem er að
finna lag með leiðbeiningum um
' arsifc,
Hönnuðirnir íTakk fyrir síðast Finnst al-
menningur velta sér ofmikiö upp úr Innliti/útliti.
hvernig eigi að setja saman bikar til
að verðlauna persónulegra sigra,"
segir Sighvatur.
„Við fömm á einhvern hátt
ómeðvitað út úr þessum hefð-
bundnu vöruhönnunarhugmynd-
um þannig að fólk á kannski erfiðara
með að átta sig á því að þetta sé
hönnun. Við reynum að víkka út
hönnunarrammann og setjum okk-
Verðlaunabikar Ætlaður til að fagna
hversdagslegum sigrum.
ar persónulega handbragð á hlutina
í stað þess að vera með fjöldafram-
leitt Hong Kong drasl," segir Sig-
hvatur sem finnst hönnunarvitund
almennings fulleinhliða.
„Almenningur mætti líta sér nær
og fylgjast með því sem er að gerast í
íslenskum hönnunarheimi í stað
þess að velta sér upp úr Innliti/útliti
og Veggfóðri. Það er hellingur í gangi
ms.
Sighvatur Notaði
SMS-skilaboð til að
hjálpa til við uppsetn
ingu sýningarinnar.
hér heima og
heill heimur
fyrir utan Ame
Jacobsen,"
segir Sighvatur
sem gefur ekk-
ert upp um fram
tíðarplön