Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2005, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2005, Qupperneq 16
76 MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 Fréttir ÍDV Aftaka númer eitt þúsund í dag er líklegt að þúsundasti fanginn verði drepinn af yfirvöldum í Banda- ríkjunum. Hinn 42 ára Robin Lovitt var fundinn sekur um morð árið 1998 þrátt fyrir að ekki lægju fyr- ir óyggjandi sönnunargögn fyrir sekt hans. Hann hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu og DNA hans fannst aldrei á morðvopninu. Ólíklegt er talið að ríkis- stjóri Virginíu muni breyta örlögum Lovitt. Ef ekki verður Lovitt númer 1.000 eftir að Bandaríkin tóku aftur upp dauðarefsingu árið 1976. Hermenn neita nauðgun Fimm af þeim sex her- mönnum sem ákærðir eru fyrir nauðgun á Filippseyj- um neita sök. Lögfræðingur þess sjötta sagði umbjóð- anda sinn neita að tjá sig um jafn fáranlegar ásakanir og konan ber þeim. Þessi meinta nauðgun var kærð af 22 ára konu sem ber því við að sex hermenn hafi nauðgað sér á fyrrverandi herstöð Bandaríkjanna. Tveir hinna ákærðu báru því við að þeir hafi ekki ver- ið á staðnum. Málið hefur vakið mikla athygli og mót- mæli á Filippseyjum. I liKiiiÍBéjMwmiiwiW.* Danir innleiða fóthlekki Þeir sem framið hafa minniháttar glæpi hafa oft fengið að afplána dóma sína á sínu eigin heim- ili í Danmörku með því að fylgst sé méð þeim með útbúnaði tengd- um við ökkla þeirra. Nú hefur danska þingið samþykkt að gefa fólki undir 25 ára aldri einnig möguleika á að af- plána sína dóma þannig. Fyrst um sinn giidir þetta aðeins fyrir þá sem hafa brotið gegn umferðarlögum og fengið að hámarki þriggja mánaða fangelsisdóm. Ofvöxturí Danmörku Bankamenn í Danmörku hafa áhyggjur af efnahags- lífi þar í landi samkvæmt fréttum Berlingske Tidende. Hagvöxtur er talinn verða um 4,8 prósent á þessu ári og býður upp á mestu efna- hagslega vaxtarverki í Dan- mörku í langan tíma. Grein- ingardeild Nordea-banka hafði búist við minni vexti og segja menn þar á bæ að tölumar séu „öfgakenndar". Nú ráða ráðamenn þjóðar- innar ráðura sínum um hvemig eigi að takast á við hinn gríðarlega vöxt. Stærsta umhverfisráðstefna heims á eftir Kyoto hófst í Montreal í Kanada í gær. Markmið ráðstefnunnar er að þjóðir heims sameinist um aðgerðir til að draga úr losun óæskilegra lofttegunda sem vísindamenn telja helstu ógn við vistkerfi jarðar. Deilur í upphafi ráðstefnu „Hræðilegir atburðir sem gerst hafa undanfarið ár í heiminum hafa enn og aftur minnt okkur á hversu við- kvæmur hnötturinn er." Þingmaður segir af sér Randy Cunningham var tár- votur.þegar hann tilkynnti afsögn sína frá bandaríska þinginu eftir að hafa játað að hafa tekið við andvirði um 120 miiljóna króna í mútur frá þremur vopnaframleið- endum. Hann hefur setið á þingi fyrir Kalifomíufylki í átta kjör- tímabil og er 65 ára gamall. Hann mun bráðlega hefja fangelsisvist vegna brota sinna. „Ég hef misst allar veraldlegar eigur og heiður, en mest þykir mér um að missa traust vina minna og fjölskyldu," segir Cunningham sem var flug- hetja íVíetnam. Fyrrverandi leyniþjónustumaður beittur þvingunum Átti að sanna aðild Sýrlands Tilræðið við fyrrverandi forsætis- ráðherra Líbanons þann 14. febrúar er enn til rannsóknar. Nú hefur sýr- lenskur leyniþjónustumaður komið fram og sagt að Saíad Hariri, sonur ráðherrans, hafi komið til sín og boðið honum andvirði um 90 millj- óna króna til að bera því vitni að sýr- lenskir embættismenn hafi staðið að tilræðinu. Maðurinn, Hussam Taher Hussam, segir ennfremur að bráða- birgðaskýrsla Sameinuðu þjóðanna um morðið á Hariri hafi verið byggð að mestu á hans vitnisburði. „40 prósent skýrslunnar byggja á mínum vitnisburði," segir Hussam. Sýrlensk stjórnvöld hafa algjör- lega neitað allri aðild að tilræðinu og hafa sett á laggimar eigin nefnd til að rannsaka málið. Hussam kemur fram stuttu eftir að stjórnvöld höfðu samþykkt að SÞ yfirheyrðu fimm háttsetta embættismenn í tengslum við tilræðið. Hann segir að hann hafi verið sprautaður með lyfjum og verið gert að segja að hann hafi séð vörubílinn sem sprengdur var í til- ræðinu stuttu áður í herstöð einni. Sýrland hefur frest til 15. desem- ber til að fylgja ályktun öryggisráðs SÞ um að handtaka þá gmnuðu sem nefndir em í skýrslu rannsóknar- nefndarinnar. Annars muni Sýrland eiga von á hörðum refsingum. Hussam Taher Hussam Seg- ist hafa verið beittur þvingun- um og gefið falskan vitnisburð. Eftir að hafa neitað samþykkt Kyoto-bókunarinnar segjast Banda- ríkjamenn vera allra þjóða duglegastir við að minnka koltvísýr- ingslosun. Aðalástæða þess að þeir hafa ekki samþykkt hana sé sökum þess að það myndi skaða efnahagslíf Bandarflcjanna. Dr. Harlan L. Watson, sérlegur ráðgjafi Bandaríkjastjórnar í um- hverfismálum, sagði við opnun ráðstefnunnar í gær að losun gróð- urhúsalofttegunda í Bandaríkjun- um hafi minnkað um 0,8% á þeim tíma sem Bush hefur verið við völd. Eigi að síður hefur heildarútlosun þeirra aukist um 13% frá 1990. „Við höfum gert betur en marg- ir aðrir,“ segir Watson og bendir á að þrátt fyrir að stjórn Bush hafi enn ekki skrifað undir Kyoto-bók- unina hafi hún notað andvirði 260 milljarða króna á ári til að minnka magn gróðurhúsalofttegunda. Washington eyðileggur Kyoto „Við höfum mikið af jákvæðum og uppbyggjandi loforðum frá Bandaríkj.amönnum hérna í Montreal,“ segir Elizabeth May, umhverfisverndarsinni frá Sierra Club í Kanada. „Ekkert af þeirn hefur þó komið frá ríkisstjórn Bush sem er ein helsta ógn við góða framvindu heimsins," segir May og bendir á að Washington hafi endurtekið reynt að koma Kyoto-bókuninni af sporinu. Miklar vonir um niðurstöðu Umhverfisráðherra Kanada, Stephane Dion, er í forsvari fyrir nefnd Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál. „Hræðilegir atburðir sem gerst hafa undanfarið ár í heiminum hafa enn og aftur minnt okkur á hversu viðkvæmur hnötturinn er fyrir hörmungum af völdum lofts- lagsbreytinga og undirstrikað nauðsyn tafarlausrar aðlögunar," segir Dion. Kanada er meðal þeirra landa sem hvað mest hafa aukið losun gróðurhúsaloftteg- unda frá 1990. „Ég mundi glaður taka á móti hverjum þeim hugmyndum sem gætu komið Bandaríkjunum nær Kanada, Evrópu, Japan og öðrum löndum á þessari ráðstefnu,“ segir Dion. „Við getum ekki verið án Ameríkana, því þeir standa fyrir 25% losun og jafnvel enn stærra hlutfalli lausnar vandamálsins." Fjöidi landa meðsek Bandaríkin eru langstærsti los- unaraðili gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Um 5,7 milljarðar tonna af koltvísýring koma þaðan á hverju ári. Þeir hafa neitað und- irritun Kyoto-bókunarinnar á þeim forsendum að það skaði Stephane Dion Ráðherrann tekur glaður i mót öllum góð- um hugmyndum frá Banda- ríkiunum Elizabeth May Segir Bandarikjastjórn vilja eyði- leggja Kyoto-bókunina. bandarískt efnahagslíf og benda á meinbugi bókunarinnar, þá helsta að nærri ekkert sé tekið á losun frá löndum eins og Kína og Indlandi. Þau lönd sem skipa fimm efstu sæti þeirra sem losa hvað mestan koltvísýring í heiminum eru Bandaríkin, Kína, Rússland, Japan og Indland. Þau fjögur síðast- nefndu losa jafngildi þess sem Bandaríkin losa á hverju ári. Þau landsvæði sem hafa meststuðlað að hækkun hitastigs í heiminum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.