Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2005, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2005, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 Sport DV fris hætt íris Andrésdóttir, varn- armaðurinn sterki úr Val, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en hún er 26 ára. Iris lék 13 leiki með Val síð- astliðið sumar og skoraði í þeim tvö mörk. Samtals hefur hún leikið 104 leiki í efstu deild og skorað 24 mörk. Hún lék 14 A-landsleiki fyrir íslands hönd, síðast kom hún inn á sem varamaöur gegn Bandaríkjunum síðastliðið súmar í leik sem ísland tap- aði, 0-3. Fimm skíða- menn komnir inn Fimm íslenskir skíða- menn hafa tryggt sér þátt- tökurétt á Vetrar- ólympíuleikunum sem fara fram í Tór- ínó á Ítalíu í febrúar 2006. Þetta kom í ljós í gær þegar nýr heimslisti frá Al- þjóðaskíðasam- bandinu var birtur en kepp- endur þurfa að vera meðal 500 hæstu í sinni grein. Þessir fimm skíðamenn eru Björgvin Björgvinsson, Dal- vík (svig óg stórsvig), Dagný Linda Kristjánsdóttir, Akur- eyri, (svig, stórsvig, brun og risasvig), Kristinn Ingi Vals- son, Dalvík (svig), Kristján Uni Óskarsson, Ólafsfirði (svig, stórsvig og brun) og Sindri Már Pálsson, Breiða- blik (svig). Elsa og lakob eiga mögu- leika Það er enn von iíth að ffeirikeppendut komi frá íslandi því skíðagöngu- menn hafa fram í miðjan janúar til að ná sínum lág- mörkum en þeir þurfa að hafa náð 120 FlS-punktum í a.m.k. einu móti. Tveir kepp- endur stefna að því að ná þessum lágmörk- um en það eru Elsa Guðrún Jónsdóttir frá Ólafsfirði og Jakob Einar Jakobsson frá ísafirði. Ef Elsa Guðrún nær þessum lágmörkum verður hún fyrsta íslenska konan til að keppa í skíðagöngu á Ólympíuleikum. Um miðj- an janúar mun ÍSÍ tilkynna hverjirverða endanlega valdir sem fulltrúar íslands á Ólympíuleikana í Tórínó. __19.15 Selfoss-Haukar í DHL-deild karla. 19.35 Manchester c^jn United-WBA í ensku deildabikarkeppninni á Sýn. land-Liverpool Enska Boltanum. Sunder- 1 á 22.05 Strákamir í Celtic á Sýn. Þáttur um Theó- dór Elmar Bjamason og Kjartan Henry Finn- bogason. Vj 22.20 Handboltakvöld á Rúv. Knattspyrnumaðurinn Jónas Grani Garðarsson segist vilja fá að spila meira en hann fékk síðastliðið sumar. FH vill hins vegar halda öllum sínum samnings- bundnu leikmönnum og segir Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, Jónas Grana enga undantekningu þar á. Hann hefur verið í herbúðum liðsins síðan 1998. Nedzad Biberovic var látinn fara frá Jamtland en samdi í staðinn við Grindavík „Nei, ég er auðvitað ekki sáttur við bekkjarsetu síðasta árs,“ sagði Jónas Grani Garðarsson í samtali við DV Sport í gær. Hann var aldrei í byrjunarliði FH í sumar en var samt sautján sinnum í leikmannahópi liðsins í Landsb'ankadeildinni. Hann kom sex sinnum inn á sem varamaður óg skoraði tvö mörk. Samtals lék hann í 86 mínútur í deildarleikjum síðastliðins sumars. Það gefur augaleið að fáir knatt- spyrnumenn yrðu sáttir við að æfa eins og skepna með liðinu allan vet- urinn fyrir litlar 86 mínútur í öllum leikjum liðsins í Landsbankadeild- inni. Vissulega var lið FH með ein- dæmum sigursælt síðastliðið sumar en það sást langar leiðir að sumir af varamönnum liðsins voru allt annað en sáttir við að sitja á varamanna- beldcnum hvað eftir annað. Nýtti tækifærin vel Þrátt fyrir þessar fáu mínútur sem Jónas Grani fékk skoraði hann þó tvö mörk í sumar. Það liðu sem sagt 43 mínútur á milli hans marka í deildinni og getur enginn annar sóknarmaður FH státað af þeim ár- angri en tveir markahæstu leikmenn deildarinnar koma úr röðum liðsins. „Ef menn spila lítið er ljóst að þeir geta varla verið ánægðir," segir jónas Grani sem er þó hinn rólegasti yfir öllu saman. Hann ber síst af öllu einhvern kala til félagsins eða þjálf- ara þess en félagið hefur sagt að það vilji ekki leysa neinn samn ingsbundinn leikmann undan samningi. „Ég skil þeirra af- stöðu mjög vel. Menn henda ekki sínum leik- mönnum í burtu. Svona er fótboltinn bara. Hins vegar er ég 32 ára og á ekki eftir að spíia í mörg ár í viðbót. Auö vitað freistar það að fá að spila meira." Rólegur ennþá Jónas Grani segist vissulega vera glaður yfir þeirri stað- reynd að FH-ingar vilji halda honum þrátt fyrir þann stóra hóp leilcmanna sem félagið hefur. Ólafur Jóhannes- son, þjálfari FH, sagði við DV Sport í gær að Jónas Grani hafi elcki rætt við sig um þessi mál. „Ég ræddi þau við framkvæmdastjórann um daginn en fékk fremur dræmar undirtektir," sagði Jónas Grani. „En ég er ósköp rólegur enda er desember rétt að fara að byrja." Slcyldi svo fara að harin fari frá FH segist hann helst vilja spila áfram í Landsbankadeildinni en orðrómur hefur verið á kreiki um að Breiðablik hafi áhuga á að fá Jónas Grana í sín- ar raðir. „Ég er orðinn 32 ára, með fjölskyldu og þetta er auðvitað tíma- frekt að standa í þessu. Þá þarf maður að hugsa málin öðru- vísi. Ef ég væri 25 ára væri þetta ekkert mál, þá væri ég að æfa á fullu og bara kátur með það." eirikurst@dv.is - FÆRRI MÍNÚTUR Jónas Grani hefur gegnt sífellt minna hlutverki hjá FH undanfarin ár Tímabil Leikir/mörk 2005 6/2 2004 12/1 2003 17/7 2002 17/8 I byrjunarliði 0 (6 sinnum varamaður) 7 (5 sinnum varamaður) II (6sinnum varamaður) 15 (2 sinnum varamaður) MINUTUR MILLI MARKA Markahæstu menn deildarinnar skoruðu hlutfallslega sjaldnar en Jónas Grani Leikmaður Félag Mörk Mínútur Tryggvi Guðmundsson FH 16 1773 Allan Borgvardt FH 13 1322 Hörður Sveinsson Keflavík 9 1516 GarðarGunnlaugsson Valur 8 1046 GuðmundurSteinarsson Keflavík 7 1546 Matthfas Guðmundsson Valur 7 1432 wm ■ ■ ■■ Mínútur leiknar 86 627 1000 1339 Mínútur milli marka 92,1 101.7 168,4 130.8 220.9 204,6 Jónas Grani Garðars- son Vill fá að spila meira en hann fékk síðastliðið tímabil hjá FH. v m siil _____________________ 207 sm bosnískur miðherji til Grindavíkur Grindvfkingar hafa brugðist við óvæntu brotthvarfi Þjóðvetjans Andr- eas Bloch með því að fá til sín bosn- ískan miðherja, Nedzad Biberovic, sem hóf tímabilið með sænska liðinu Jamtland. Biberovic var með 9,9 stig og 6,9 fráköst að meðaltali í 9 leikjum í sænsku úrvalsdeildinni í vetur. í frétt um síðasta leik hans fyrir Jamdand var viðtal við kappann á heimasfðu félagsins: „Ég vil þakka félaginu fyrir að gefa mér tækifæri til þess að spila kveðjuleik og hjálpa mér að komast að hjá nýju félagi. Áhorfendumir hafa lika staðið við bakið á mér og ég vil þakka þeim sérstaklega. Þetta hefur verið mjög erfitt tímabil, ég vonaðist eftir að fá stórt hlutverk í liðinu en svo varð ekki,“ sagði Biberovic sem lék í 26,5 mínútur að meðaltali í leikjunum níu og tók 8,6 skot að meðaltali í þeim. „Ég lagði þess í stað mikla áherslu á að verða leiðtogi innan sem utan vallar og ég vona að það hafi tek- ist. Þetta er í fyrsta sinn sem ég leik með liði sem tapar svona mörgum leikjum og það tmflaði mikið einbeit- inguna en ég vonast til að hafa lært mikið af þessum tíma hér hjá Jamtland," bætti Biberovic.við. Nedzad Biberovic lék með Central Arkansas-skólanum í bandariska há- skólaboltanum en meðal þeirra sem útskrifast hafa úr honum er Scottie Pippen. Hann var með 3,5 stig og 4,3 fráköst að meðaltali á þeim tveimur tfmabilum sem hann spilaði í skólan- um. Biberovic á einnig að bald tíma- bili í svissneslcu 2. deildinni og þá hef- ur hann leikið WBA-deildinni í Bandaríkjunum. Jamtland lét alla út- lendinga sína fara á dögunum eftir að liðið tapaði 8 af fyrstu 9 leikjum sín- um. Tony Mitchell, Ron Yates og Nedzad Biberóvic fengu að ijúka eftir að liðið hafði tapað sjö leikjum í röð og sat eitt á botni deildárinriar. Skorar fyrir Jamtland Nedzad Biberoyic sést hér skora fýrir-ssenska liðið Jamtland en þessistóri og stæðilegi miðherji er á leið- inni til Grjndavikur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.