Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2005, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2005, Blaðsíða 29
rw Lífíð MIÐVIKUDACUR 30. NÓVEMBER 2005 29 Raunveruleikasjónvarp blómstrar á íslandi sem aldrei fyrr og nýjar stjörnur fæðast á hverjum degi. Þar sem bloggæðið tröllríður öllu á netinu þessa dagana er þetta fólk engin undantekning. Stjörnurnar láta gamminn geisa á netinu eins og aðrir landsmenn og er fróðlegt að fylgjast með hvernig unga fólkið höndlar sviðsljósið. Og frægðina. Fjölmargar stjörnur hafa fæðst í tengslum við íslenskt raunveruleika- sjónvarp undanfarin misseri og ber þar fyrst að nefha stelpurnar í ís- lenska bachelornum og Ástar- fleyskrakkana. Helga Sörensdóttir, íris Edda Heimisdóttir og Hekla Daðadóttir blogga allar reglulega og Ástarfleyskrakkamir halda úti síðu saman. Piparsveinninn Steingrímur Randver Eyjólfsson er einnig með bloggsíðu en hann er staddur í Kali- forníu þessa dagana. Frægðin farin að há pipar- jónkunum Það er greinilega erfitt líf að vera frægur. Á heimasíðu Helgu Sörens- dóttur bachelor-þátttakanda má lesa margt skemmtilegt af henni og stöll- um hennar í þessum bráðfyndna og skemmtilega íslenska stefiiumóta- þætti. Eftir blogginu að dæma eru stelpurnar mikið úti á lífinu um helg- ar. Það gengur þó ekki þrautalaust því þær virðast umsetnar fólki sem vill fá að baða sig í frægðarljóma þeirra og því ekki að undra þótt þær kvarti sáran yfir ágangi aðdáenda sinna. Hekla og íris sem einnig öttu kappi um piparsveininn föngulega eiga sömuleiðis erfitt með aðdáend- ur og eins og sjá má á Heklu hefur hún gripið til þess ráðs að lita á sér hárið til þess að reyna að breyta útíiti sínu. Sjálfur piparsveinninn Steingrím- ur Randver Eyjólfsson virðist þó sall- arólegur yfir þessu öllu saman. Það er ef til vill engin furða þar sem hann er geymd ur í sól- inni í Greta, Sumar- liði og Snorri Skemmtilegt blogg hjá Astar- fleyskrökkunum. Kalifomíu þar til þáttaröðinni lýkur en þangað til hefur hann ekkert ann- að að gera en að flatmaga í sólskin- inu og blogga um ævintýíi sín meðal Bandaríkjamanna. Fjör og gaman í Ástarfleyinu Krakkamir í Ástarfleyinu virðast samt halda úti áhugaverðasta blogg- inu enda em þau mörg mjög virk í skrifum sínum. Á síðu þeirra blog.central.is/astarfleyid má lesa um djamm þeirra sem sigldu um á freigátu ástarinnar og hvernig málin ganga - ' hjá þeim - nú þegar sjó- mennskunni í hafróti til- ninganna er lokið. Þó að virkilega gam- an sé að vita hvað skipverjarnir hafa fyrir stafhi gæta þeir þess þó vandlega að skrifa ekkert sem ekki er þegar kom- ið fram í þáttunum. Vert er þó að benda áhugasöm- um á færslur sem koma inn eftir lok hvers þáttar, þá sér- staklega ef eitthvað krassandi hefur gerst. Pör sem mynduð- ust í fleyinu hafa ekki enn komið fram með ást sína en eitt er víst að þegar það gerist verður heimasíðan blog.central.is/astarfleyid fyrsti stað- urinn til þess að berja þau augum. Heimsóknafjöidinn hefur verið gríð- arlegur en nú eru þær komnar upp í nærri 60 þúsund svo áhuginn er mikill. Nýstirnin og frægðin Fólk virðist því greinilega verða misjafnlega fyrir barðinu á ffægðinni hér á litía landinu okkar. Sumir eiga erfitt með að fóta sig í stjörnuljóm- anum en fyrir aðra virðist athyglin vera sem leikur einn. Það er samt gott fyrir okkur sem enginn þekkir að fá smá innsýn í líf nýstirnanna með því að glugga í skrif þeirra á netinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.