Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2005, Side 32
32 MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005
Menning DV
C
Jólastúss / Kringlunni
á fímmtudag getur
endaö á upplestri.
(sgerður Elfa Gunn
arsdóttir f Leitínni
aðjólunum.
■
Umsjón: Páll Baldvin Baldvinsson pbb@dv.is
Brot af því besta
Upplestur og iifandi tónlist verða í boði
fyrir gesti og gangandi í anddyri Borgarleik-
hússins annað kvöld. Þar lesa eftirtaldir höf- ,
undar í nýjum bókum sínum: Einar Kárason, ^
Gerður Kj'istný, Kristjón Guðjónsson, Sjón,
Steinunn Sigurðardóttir og Yrsa Sigurðardótt-
ir. Boðið verður uppá léttan jóladjass og sann-
kailaða jólastemningu. Tónlistarmennimir
Ólafúr Jónsson á tenórsaxófón og Jón Páli
Bjamason á gítar leika um kvöldið. Eymundsson
selur bækur höfúndanna á góðum kjörum. Það er lofað frábærri kvöid-
stund í anddyri Borgarleikhússins. AÍlir velkomnir og ókeypis aðgangur.
Hinn árlegi upplestur „Brot af þvf besta‘‘er samstarfsverkefni Borgarleik-
hússins, Borgarbókasafns-Kringlusafns, Kringlunnar og Eymundssonar.
Anna Theódóra
Rögnvaldsdóttir
kvikmyndageröarkona.
ENN heldur áfram skrifum kvik-
myndagerðarmanna á
www.logs.is. Síðust leggur Anna
Theódóra Rögnvaldsdóttir sitt til
málanna i pistli á sunnudag. Hún
segir: „Sjónvarpið hefur verið (
krísu siðan einkarétti ríkisins á út-
varps- og sjónvarpsrekstri var
aflétt árið 1985, ég held að það sé
ekki hægt að orða það öðruvisi.
Það er eins og það hafi verið að
renna afturábak niður hála
brekku. Það segir býsna mikið um
þessa stofnun- eða réttara sagt
um viðhorf stjórnmálamanna til
hennar- að mestallan þennan
tíma (þ.e.frá 1985) hafa gamlir
fréttamenn valist til að veita
henni forstöðu, fyrst Markús örn
Antonsson og nú Páll Magnússon.
Staðreyndin er sú að hin siðari ár
hefur Sjónvarpið verið lítið annað
en ríkisrekinn fréttamiðill. Það er
varla annað innlent efni á
boðstólnum en fréttir og dægur-
málaspjall."
ANNA bendir á að stofnunin verji
minna fé árlega til kaupa á skáld-
uðu efni og heimildamyndum
efni en hún borgar (fasteigna-
gjöld fyrir Efstaleiti 1.
Hún hefur enga trú á að það
breytist með breyttu rekstrar-
formi: „Þetta breytist ekki nema
stjórnmálamenn breyti þv(,ann-
aðhvort með lögum eða einhvers-
konar tilskipunum. Þegar allt kem-
ur til alls er Sjónvarpið í eigu ríkis-
ins. Það er eðlilegt að gera þá
kröfu til þessa fyrirtækis að það
sýni innlent skáldað efni reglu-
lega, ekki bara stundum, og ef
þessi krafa er ekki gerð núna, þeg-
ar verið er að endurskoða lögin
frá grunni, þá veit ég ekki hvenær
á að gera hana. I framhaldinu
þyrfti að setja á stofn dramadeild
(leiklistardeild).
Ég held að Sjón-
varpið sé eina
evrópska rfkissjónvarpsstöðin
sem er ekki með dramadeild."
Slíka deild segir hún þurfa 300
milljónir árlega á ári (framleiðslu.
Þjóðleikhúsiö býður uppá litla leiksýningu á aðventunni sem skoðar jólahald
að fornu og nýju
Flugur
EKKI er hún hrifnari að framgangi
húskarla Páls við innkaup á heim-
Mdarmyndum: „Það er engu Ifkara
en að efni sé keypt af tómri vor-
kunnsemi við innlenda framleið-
endur.Og kaupverðið hugsað
sem smá aukasporsla handa
þeim. Krem ofan á kökuna."
ANNA fagnar auknu framlagi f
sjónvarpssjóð Kvikmyndamið-
stöðvar en segir slðan: „Fleiri og
hærri opinberir styrkir hafa sára-
litla þýðingu nema við - eða rétt-
ara sagt fulltrúar okkar á Alþingi -
geri þá kröfu til Sjónvarpsins að
innlent dramat(skt efni verði
jegluiegur þáttur (út-
ksendingum. Ekki
l tilmæli og ekki
) eitthvað orða-
r0 lag á borð við
* að Sjónvarpið
„skuli leitast
viðaffremsta
.megni". Kröfu."
Leikhússtund fyrir
börn og fullorðna
■
M»rl«ii FyrrvermcK
átvapsstiófi og fréttmmður.
Það er vel til fundið hjá Þjóð-
leikhúsinu að nýta aðventuna til
leiksýninga fyrir börn. Það er fastur
hluti af jólahaldi í flestum ná-
grannalöndum okkar. í Bretlandi
er löng hefð fyrir þessháttar leik-
sýningum.Hér hefur reynst erfið-
ara að draga vandamenn í leikhús
með böm: hinir fullorðnu þykjast
hafa svo mikið að gera. Stefnt er að
sýningum tvisvar á dag, virka daga
og um helgar og er útlit fyrir að að-
sókn verði ásættanleg.
Fimm til tíu
Sótt er á barnaskólaaldurinn en
sýningin er erfiðari börnum yngri
en fimm ára. Hún er víðs vegar um
húsið og verða áhorfendur að
ganga upp á efstu hæð hússins og
alla leið niður í kjallara meðan á
sýningunni stendur. Prómenad-
sýningar em nýnæmi í Þjóðleik-
húsinu en þær em erfiðar í miklum
hæðamun og slæmt ef það verður
minnistæðast úr Leitinni að jólun-
um hvað stigar em margir og hvað
ástandið á leikhúsinu slæmt þegar
komið er aftur fyrir viðgerð þeirra
Svavars Gestsonar og Áma J ohnsen
sem reynist miicil Potemkin-tjöld.
TrúAar og þjóðlegheit
Þrír höfundar leggja mest í
þessa sýningu. Stef Áma Egilssonar
em skemmtilega þjóðleg, jóla-
sveinabálkur Jóhannesar úr Körtl-
um stendur fyrir sínu sem
hryggjarstykki verksins og reyndar
má kenna Jóhannnesi um þá hug-
mynd sem við höfum um jóla-
sveinana þrettán. í kringum þessi
stef hefur Þorvaldur Þorsteinsson
samið lítinn trúðleik og tvö stutt
atriði.
Trúðamir em fínir. Raunar ætti
að láta alla leikara Þjóðleikhússins
vinna reglulega í trúðleik en þau
Þómnn Clausen og Rúnar Freyr
vinna skipulega úr sínu. Þeirra er
að halda sýningunni gangandi,
vinna með beint samband við unga
HH
• .
áhorfendur - mættu raunar látast
aðeins í hinum fullorðnu líka
svona til að sýna jafnræði með
börnum og fullorðnum sem þeim
yngri þykir alltaf gaman. Þau em
skýr og verða að halda athygli á
býsna dreifðum áhorfendaskara
sem er erfitt og útheimtir mikinn
kraft sem þau geta bæði gefið.
Grýla og kjarnafjölskyldan
Innskotsatriðin er slakari og
byggjast á næsta klisjukenndum
skilningi á þjóðlífinu: Allir áttu bágt
til foma og enginn talar saman í dag.
Þau em óttalega þunn. Það er raun-
ar fyndið þegar mest er gasprað um
fátækt í baðstofum til foma sitja
þrjár konur undir þekju og em allar
klæddar í stássföt íslensk, móðirin í
skautbúningi skrautsaumuðum við
fald og kvartar yfir matarleysi. Það er
ekki hluti af menningarhlutverki
Þjóðleikhussins að dreifa röngum
upplýsingum um fýrri tíð - ekki í
búningum.
V, %.
, '
En allt er þetta meinh'tið og
krakkar höfðu gaman að þessu -
erindið er fallegt og má hafa af
þessu ljúfa stund - ef foreldrar og
vandamenn finna sér tíma til að
vera með bömum vikumar í kring-
um hátíðir.
Páll Baldvin Baldvinsson
Þjodleikhusið sýnir i forsot og
víðar:
Leitin oð jólunum eftir Þorvald
Þorsteinsson
Tónlist: Árni Egilsson
Leikstjóri: Þorhallur Sigurðs-
son
Buningar: Þorunn E. Sveins-
dottir
Leikmynd• Geir Óttar Geirsson
Frumsyning: 26 "Ovemöei
2005
Leiklist