Símablaðið - 01.01.1962, Side 11
búizt við, að unnt sé að opna þá leið til al-
menningsnota núna kl. 15.40 um leið og al-
mennu tal- og skeytaviðskiptin um sæsím-
ann til Evrópulanda.
Ég bið ykkur að afsaka, gestir góðir, ef
þessi mörgu orð hafa þreytt ykkur, en í
raun og veru hafa þó aðeins verið nefnd
nokkur atriði úr viðburðaríkri sögu. Póst-
og símamálastjórnir Bretlands og Dan-
merkur, og þó fyrst og fremst Mikla Nor-
ræna Ritsímafélagið, hafa lagt fram mikið
fé og mikið starf til framdráttar þessu
mikla hagsmunamáli okkar, og Alþjóða-
flugmálastofnunin hefur veitt því mikils-
verðan stuðning með því að samþykkja
fyrirfram að taka rásir á leigu í sæsíman-
um.
Forstíjóri Mikla Norræna Ritsímaféiags-
ins, Bent Suenson, er meðal gesta okkar
hér og vil ég nota tækifærið til þess að
þakka honum og félagi hans fyrir hið mikla
framlag þess í fé og vinnu við að koma
sæsímanum í framkvæmd.
Ég vænti þess, að nýi sæsíminn valdi
þáttaskilum í símasambandi íslands við
umheiminn, og reynist eins vel og til er
ætlazt.
■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■
■ ■■■■■■■i
Hcmii tíl á
taUatn(?ahc(htu
Mikið annríki var hjá starfs-
fólkinu á talsambandi við út-
lönd, svo og öðru þvi starfs-
fólki símans, sem vann að
opnun hins nýja talsam-
bands við útlönd. Við vitum
lika, að vígslan fór fram með
mikilli prýði af hálfu allra
aðila.
Blaðið hitti að máli Valdi-
mar Einarsson á talsamb. við
útlönd og lagði fyrir hann eft-
irfarandi spurningar:
Hver telur þú, Valdimar,
mestu viðbrigðin, frá því sem
áður var, í sambandi við af-
greiðsluna?
1 fyrsta lagi, aö nú höfum
við stöðugt og truflunarlaust
samband allan sólarhringinn
og erum laus við léleg hlust-
unarskilyrði, sem háði þjón-
ustunni alltaf eitthvað og oft
alvarlega. Nú getum við lof-
aö öruggu sambandi strax, svo
framarlega aS ekki séu tafir
erlendis, af ófyrirsjáanlegum
ástœSum. Þá má benda á, að
allar myndsendingar til og frá
fara fram truflunarlaust.
Þar sem nú heíur verið
tjaldað lengur en til einnar
nætur, eru þá ekki möguleik-
ar á að taka á móti mikilli
samtalaaukningu á komandi
árum?
ÞaS má segja, aö samtala-
fjöldi hafi þrefaldast síðan
scesíminn kom og möguleikar
eru á aS taka á móti mjög
mikið auknu álagi, miðaö viS
það, sem nú er, án þess aö
leggja í nokkurn aukakostn-
að. Má sér í lagi búast við
að álagið aukist á sumrin, þeg-
ar ferðamannastraumurinn er
hvað mestur.
Hefði ekki verið mikilsvert
ef þetta samband hefði verið
komið á, þegar t. d. landhelg-
isdeilan við Breta stóð sem
hæst?
Þegar erlendir fréttamenn
voru hér flestir í september
1959, vegna landhelgisdeilunn-
ar, þá afgreiddum við frá kl.
0800 til 2400 stanzlaust dög-
um saman og höfðum þó
ekki við. Þá varö að hafa
þann hátt á, að skammta
hverjum fréttamanni vissan
mínútufjölda í hvert skipti,
þar aö auki vorum viö á glóS-
um um, að sambandið dytti
niður þá og þegar, vegna ó-
tryggra hlustunarskilyröa. —
MeÖ núverandi fyrirkomulagi,
heföi öllum þessum frétta-
mönnum veriö tryggö örugg
þjónusta án skömmtunar á
tíma.
Við þökkum Valdimar fyrir
svörin. Þess má geta, að blað-
ið hefur fregnað, að mjög
þekktur blaðamaður frá As-
sociated Press, sem dvaldi hér
á landi þegar áðurnefnd deila
stóð sem hæst, hafi látið svo
orð falla, þegar hann fór af
landi burt, að hann hafi hvergi
á smum ferðum fengið betri
þjónustu en þá, sem talsam-
bandið veitti honum hér við
hin erfiðu skilyrði.
Þar sem maðurinn hefur
víða farið, má síminn vel við
una.
H. H.
SÍMABLAÐIÐ