Símablaðið - 01.12.1977, Page 5
Ágúst
Geirsson
Röbun
L
launaftokka
Nýlega hófust viðræður milli samninga-
nefndar F.Í.S. og samninganefndar ríkis-
ins um nýjan sérkjarasamning í framhaldi
af samþykktum aðalkjarasamningi. Aðal-
efni sérkjarasamninga er röðun í launa-
flokka, bæði röðun starfsiheita og einstak-
linga, enda eru flest önnur kjaraatriði kom-
in undir aðalkjarasamninga.
Nauðsynlega verður að gera talsverðar
lagfæringar á flofekaröðun símamanna og
þá sérstaklega hjá þeim, sem eru í lægri
launaflokkunum, m.a. með tilliti til þeirra
tilfærslna í lfl. 1—5, sem samið var um í
aðalkj arasamningi.
Nefna má í því sambandi talsímaverði,
sem nú eru í 6. Ifl. og talsímaverði við
utanlandsafgreiðslu í 7. lfl. en þar hafa
orðið grundvallarbreytingar á afgreiðslu-
máta að undanförnu, sem gera mjög aukn-
ar kröfur um málakunnáttu. Einnig má
nefna fjölmörg tilfelli úti á landi þar sem
starfsmenn hafa tekið að sér mun fjölþætt-
ari störf en éður. I því sambandi er ástæða
til að vekja athygli á því að þegar póst-
og símamálastjóri óskaði eftir stuðningi
F.Í.S. við þá þróun taldi hann eðlilegt að
því fylgdi hærri launaflokkun en ella og í
kröfugerð fé-lagsins er þessu m.a. mætt
með nýju starfsheiti.
Þegar kemur að röðun einstaklinga er
ekki síður nauðsyn á leiðréttingum. Kemur
þar margt til, svo sem breytingar á störf-
um manna og má í þvi sambandi nefna
breytingar vegna hins nýja skiplags stofn-
unarinnar, sem hefur haft í för með sér
verulegar breytingar hjá fjölmörgum
starfsmönnum. vanmat frá fyrri tíð og sam-
anburð við aðrar ríkisstofnanir, en fjöl-
mörg dæmi eru þess að störf hjá Pósti- og
síma eru lægra flokkuð en samskonar störf
annarsstaðar í ríkiskerfinu. Þá verður
nauðsynlegt að staðfesta formlega röðun
ýmissa starfsmanna, sem hafa haft svo-
kallaðar milligreiðslur árum saman vegna
verkstjórnarstarfa, en fastar stöður ekki
verið til. Er alger óhæfa að halda starfs-
mönnum í þeirri óvissu, sem slíkt ástand
skapar, í áraraðir.
Fyrstu viðbrögð ríkisins við kröfum fé-
lagsins í þessum efnum lofa ekki góðu og
þegar þetta er skrifað virðast allar líkur
benda til þess að málið fari í Kjaranefnd
en þangað liggur leiðin ef ekki um semst,
því enginn verkfallsréttur fylgir. sérkjara-
samningunum gagnstætt því sem nú er um
aðalkjarasamning. Baráttan að þessu sinni
verður því ójöfn og það hlítur að kalla á
umræður meðal opinberra starfsmanna um
hvernig skuli tryggja betur þennan þátt
samninganna í framtíðinni, t.d. með því að
afgreiða hann um leið og aðra þætti kjara-
samninganna eða að festa hann á einhvern
hátt betur í aðalkjarasamnin.gi.
Ágúst Geirsson.
SÍMABLAÐIO 31