Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 8

Símablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 8
Frá fundi F.Í.S. 29. sept. Jóliann Örn Guömundsson, Bjarni Úlafsson, Þorsteinn Öskarsson, Ágúst Geirsson, Haraldur Steinþórsson og Jóhuann L. Sigurösson. 22. okt.: Te'kin afstaða til kjaradeilunnar í fjölmörgum ríkisstarfsmannafélögum. Skoðanakönnun í félagsráði F.Í.S. (sjá fundargerð á öðrum stað í blaðinu). 22. okt.: Opinberir starfsmenn fjölmenntu við Háskólann. 22. okt.: Samninganefnd B.S.R.B. lagði fram „5 punkta“ til umræðu. 25. okt.: Verkfalli aflýst —• aðalkjarasamn- ingur undirritaður af stjórn og samn- inganefnd B.S.R.B. og fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins. 8. nóv.: F.Í.S. hélt fund um aðalkjarasamn- ing í matsal Thorvaldsenstræti. Nál. 100 á fundi. 9. og 10. nóv.: Allsherjaratkvæðagreiðsla um aðalkjarasamning. 13. nóv.: Úrslit kosninga lágu fyrir. Aðal- kjarasamningur samþykktur. Það næsta sem liggur fyrir er að semja um sérkjarasamninga aðildarfélaga B.S.- R.B. eða rökstyðja kröfur til kjaranefnd- ar. verkfallsdagar Hvernig gekk að framkvæma verkfall? Það er álit flestra að í aðalátriðum yrði næsta vérkfall B.S.R.B. framkvæmt á mjög svipaðan hátt en minniháttar atriðum þurfi að breyta með tilliti til reynslunnar. Það gekk því vel að framkvæma verk- fall. Helstu árekstrar voru milli kjaradeilu- nefndar annars vegar og verkfallsnefndar B.S.R.B. hins vegar. Það kom m.a. á óvart í fyrsta verkfalli B.S.R.B. hve langt kjaradeilunefnd gekk í túlkun á 26. gr. laga um kjarasamninga B.S.R.B. og hve margir voru úrskurðaðir til þess að vinna í verkfalli. í umdæmum A Pósts- og síma voru t.d. 220 úrskurðaðir í íöstu starfi og 385 í hlutastörfum. Til við- Frá fundi F.Í.S. 29. sepiember. 34 SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.