Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.12.1977, Side 9

Símablaðið - 01.12.1977, Side 9
Við Háskólann 22. okt. Kristján Thorlasíus ávarpar mannfjöldann. 25. október. AÖalkjara- samningar undirritaöir. Verkfalli aflýst. á myndinni sjást m.a. fulltrúar F.I.S. i samninganefnd B.S.R.B. Jóhann L. Sigurðsson þriöji frá vinstri. Bjarni Ölafsson fjórði frá vinstri, Þorsteinn Öskarsson sjöundi frá vinstri og Ágúst Geirsson þriöji frá liægri. bótar við þessa samtals 605 starfsmenn voru svo úrskurðaðir starfsmenn eftir að verkfall shófst. Það er erfiðara að framkvæma verkfall ef sá sem boðar til þess 'hefur ekki alla stjórn í sínum höndum á framkvæmd þess eins og t.d. aðildarfélög ASÍ. Þau mál er snertu okkur símamenn sér- staklega meðan á verkfalli stóð voru: BRÚARLANDSMÁLIÐ þar sem farið var fram á viðhald á sjálfvirku langlínu- stöðinni í Landssímahúsinu í Reykjavík v/ Brúarlands. Kjaradeilunefnd samþykkti þessa vinnu þrátt fyrir ábendingar F.Í.S.- manna um að þarna væri ekki um bilanir að ræða heldur of mikið álag. Þetta var 12. október. Stöðin fór lag af sjálfu sér nótt- ina eftir þegar álaginu létti. TELEX-MÁLIÐ kom upp 13. október vegna þess að gjaldskrárvél skráði ekki lengur á gataspjöld kostnað við telexsam- bönd. Verkfallsnefnd B.S.R.B. ákvað að setja verkfallsvörslu á stöðina. Yfirverkfræðing- ur hjá Símanum lokaði telexrásum til út- landa að beiðni póst- og símamálastjóra. Við það rofnaði m.a. telexsamband stjórn- stofnana og sendiráða. Þessi staða var talim varða öryggi ríkis- ins. Verkfallsnefnd B.S.R.B. ákvað að aflétta verkfallsvörslu og gataspjöld voru sett í og rásir opnaðar. SIMAB LAÐIÐ 35

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.