Símablaðið - 01.12.1977, Page 13
Tveir fulltrúar í Félagsráði, Sigríöur Helga■
dóttir fyrir 1. deild og Ragnhildur Guðmunds■
dóittir fyrir landiö.
Ágúst Geirsson formaöur F.I.S. I stjórn og
samninganefnd B.S.R.B. Einnig í Kjaradeilu-
nefnd.
Við skulum vona að í sérkjarasamning-
um verði misræmi í launum leiðrétt bæði
sem hér er vikið að og annað er nefna
mætti. Þar til það hefur verið gert, getum
við beðið með að hrópa húrra fyrir samn-
ingunum.
AÐ LOKUM
Við hefðum getað sarnið betur eftir
styttra verkfall ef samstaðan hefði ekki
rofnað í upphafi verkfalis er Starfsmanna-
félag Reykjavíkurborgar, annað stærsta
félagið í B.S.R.B., samdi. Þeir sem eftir
stóðu þjöppuðust að vísu betur saman en
fyrrnefnt slys ásamt þróun samningamála
leiddi óhjákvæmilega til þess að verkfalli
var aflýst 25. október. Þá bar ihelst á milli
hvort 3% launahækkun kæmi frekar 1.
febrúar en 1. apríl 1979. Við þessar aðstæð-
ur ákvað samninganefnd B.S.R.B. að aflýsa
verkfalli.
Við ihöfum margt lært og drögum af því
ályktanir og nýtum þær í næstu samning-
um.
Það sem mest er um vert — fjölmargir
einstaklingar í B.S.R.B. hafa öðlast reynslu
sem þeim og samtökum þeirra er svo mik-
ils virði. Stéttarvitund 'hefur eflst því
verða B.S.R.B. sterkari samtök í næstu
samningum.
Þorsteinn Óskarsson.
Frá undirritun samninga
25. okt. Fremst á
myndinni er Kristján
Thorlasíus formaöur
B.S.R.B. og ráöherrarnir
Mattliías Á. Matthíasen
og Halldór E. Sigurösson
og til hliðar Höskuldur
Jónsson og Þorsteinn
Geirsson úr samninga-
nefnd ríkisins.
SIMABLAÐIÐ
39