Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.12.1977, Side 18

Símablaðið - 01.12.1977, Side 18
Teygt úr sér eftir langa ökuferð. brunnið og byggð kaffærst. Ekki getur þjóðsagan um hve snemma á öldum þessi atburður á að hafa gerst. Þessa sýn bregður fyrir hugarsjón Hann- esar Hafstein, er toann stendur við hinn forna kirkjugarð á Skeljastöðum, þar sem Gissur Hvíti á að hafa reist kirkju í fyrstu kristni. Kvæðið, sem thanm yrkir þá, er magnað kyngikrafti. En athyglisvert er, að þetta mikla ástaskáld skyldi láta staðar numið við hamfarir náttúrunnar, en leiða hjá sér, að draga upp mynd af þeim ham- förum mannlegra örlaga, sem gerðust á þessum slóðum á fyrstu tímum íslands- byggðar. Um myrkrið eldingar örsnart geysast, því vítis veldingar villtir leysast. Úr hyljum logar, úr hömrum gýs, það hvæsir, sogar og stormur rís. — Um flegið hérað vér förum hljóðir. Vér höfum hlerað það, hálsar góðir, að allt sé hér ekki ætíð kyrrt — þótt urðarbrjóstið sé kalt og stirt. III Önnur var þá öldin þegar Gaukur bjó á Stöng þá var ekki leiðin til Steinastaða löng. Þrátt fyrir týnda sögu Þjórsdæla finnast örfáar setningar í Njálu og Landnámu og kvæðabrot úr Viki Vaka, sem eru nægar heimildir fyrir því, að í þessum dal hafi gerst einn mesti harmleikur sögualdarinn- ar. Þessar heimildir bregða fyrir mynd af glæsilegum kappa og ofurhuga, sem í engu stendur að baki Gunnari á Hlíðarenda og Vi'ki Vaka brotið bregður upp mynd af ungri konu, sem bar af öðrum konum, en lifði í ástlausu hjónaibandi. Hér eru komin á sögusviðið Gaukur Trandilsson á Stöng og húsfreyjan á Steinastöðum. Saga þeirra er saga um ástir manns og konu, sem óhjá- kvæmilega leiðir til mikilla tíðinda. Mann- víg, hefndir og afbrýðisemi, sem slítur vinabönd, jafnvel fóstbræðralag — helg- ustu tengsl milli tveggja óskyldra manna, og líkur með níðingsverki. Sagan um harmleikinn í Þjórsárdal geymist við hlið frásaghanna um Guðrúnu og Kjartan, Gunnlaugs Ormstungu og Helgu fögru, Kormák og Steingerði. „Þeim var ek'ki skapað nema að skilja.“ En Gaukur Trandilsson og Þuriður á Steinastöðum halda áfram að draga ferða- fólk inn í gjána við Rauðá, þar sem Gýgjar- foss hjalar um stefnumót í fögrum trjá- lundum og klettasillum. „Þá var ekki leiðin til Steinastaða löng.“ A.G.Þ. 44 SIMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.